Tíminn - 26.08.1973, Side 20

Tíminn - 26.08.1973, Side 20
20 TÍMINN Sunnudagur 26. ágúst 1973. Hér birtist siðari hluti viðtalsins við Hafstein Björnsson, rniðil. Þar fáum við að heyra, hversu góð vinátta tókst með honum og látnum bónda austur i Grafningi, — og hefur staðið til þessa dags. Þar er enn fremur frá þvi sagt, hver voru fyrstu til- drög þess, að Haf- steinn fór' að starfa sem miðill. Hér segir frá liðan miðilsins, þegar hann er að falla i trans, og vikið að stjórnendum hans handan landamær- anna. Undir lok viðtalsins verður litið eitt vikið að þvi tilverusviöi, sem Hafsteinn telur að hiði okkar, þegar jarðvistin er á enda. 11al'sleinii lijiirnsson Tlniani vnd Uúii'cii. Kinar II. Kvaran. skáld, einn af friniih verjuin spítitismans á lslandi. lljá lioiiuni steig Ilafsteinn Björnsson sin fyrstu spor sem miðill. Séra Haraldur Nielsson. Haf- steinn Björnsson sá sr. Haraid frainliðinn á heiniili Einars II. Kvarans, en skáldið spurði: „Hvaða sannanir liafið þér fyrir þvi?” Þetta koni sem köld vatns- gusa yfir piltinn og honuni varð orðfall, enda hefur margur ungl- ingur orðið feiminn af minna til- efni. HEFUR JAFNA í HEIMANA T\ Aftur erum við Haf- steinn Björnsson komnir til lesenda okkar, en nú er sviðið annað en siðast. Nú er það ekki i Skagafirði, heldur suður i Grafningi og i Reykja- vik, sem tiðindin ger- ast. Við erum að nálgast þann kapitula i starfs- ævi hans, er aflað hefur honum frægðar um allt Island, og viðar þó. Framliðni maðurinn á Nesjum varð vinur minn — llver urðu tildrögin að þvi, að þú fórst að starfa sem miöill? — Sú leið er talsvert krókótt. Arin liðu, hvert af öðru, og það gerðist fátt i lifi minu annað en að ég vann fyrir mér i ýmsum stöðum, að ég héll áfram að lifa og vera til. En veturinn 1935-36 varð sú breyting á högum minum, að ég var þann vetur sjúklingur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Undir vorið komst ég þó á fætur en þá var ekki margra kosta völ, hvað atvinnu snerti, það var helzt að leita fyrir sér um vinnu- mennsku, eða einhvers konar vist á hæjum. Einhverra hluta vegna réðist ég suður i Grafning og gerðist vinnu- maður hjá frk. Gunnþórunni Halldórsdóttur, leikkonu og Guðrúnu Jónasson, kaupkonu, en þær ráku bú á Nesjum i Grafn- ingi. Þar komst ég i mjög náin kynni við huldufólk, sem var alls staðar i kringum Þingvalla- vatnið, og eignaðist góða per- sónulega kunningja á meðal þess. Það sagði mér gamall maður á Nesjum, að þar hefði ungur maður ætlað að fara að búa fyrir þrjátiu árum, en veikzt skyndi- lega af lungnabólgu og fór við það af þessum heimi. Hann var mjög jarðbundinn, eins og fólk kallar það hafði sterkan hug til þessa bæjar, þar sem hann hafði ætlað að búa, en orðið frá að hverfa. Þessi framliðni maður varð fljótt mikill vinur minn, og hann er þaö enn. Samstarf okkar varð svo náið, að ef einhver hlutur týndist, — sama hvort það var dautt eða lifandi — þá þurfti ég ekki annað en að hugsa til þessa vinar mins, þá viíaði hann mér á það sem týnt var, og ég gat gengið að þvi. Þetta varð svo áberandi, að þær frk. Gunnþórunn og Guðrún Jónasson komust fljótt á snoðir um, að ég væri að þvi leyti öðru visi en aðir menn, að mér birtist ýmislegt, sem öðrum var hulið. Hallgrimur Jónsson, fyrrver- andi skólastjóri hérna við Mið- bæjarskólann, var mikill vinur þeirra kvennanna, Gunnþórunnar og Guðrúnar. Nú sögðu þær hon- um frá þessum pilti, sem sé hjá þeim á Nesjum, en Hallgrimur var mjög andlega sinnaöur og vildi gjarna komast i tæri við piltinn. Haustið 1936 var ég nokkra daga hér i Reykjavik hjá þeim frk. Gunnþórunni og Guðrúnu. Þá fór ég heim til Hallgrims og lýsti þvi, sem ég sá inni hjá honum. Hjá Einari Kvaran Um vorið fór ég frá Nesjum og til Reykjavikur. Þá fór ég heim til Hallgrims. Þá tilkynnir hann mér, að ég eigi að koma heim til Einars H. Kvarans á hvitasunnu- dag þá um vorið. Það gerði ég. Þegar ég kom vestur á Sól- vallagötu 3, þar sem skáldið bjó, sat hann við skrifborð sitt og kona hans hjá honum. Fleira fólk var þar inni, sem ég hafði aldrei séð, en átti eftir að kynnast þvi löngu seinna. Þar á meðal voru séra Kristinn Danielsson, Einar Lofts- son, kennari, og einhverjir fleiri. Mér var boðiö sæti, en ég var ákaflega feiminn, enda hafði ég ekki vanizt þvi að umgangast aðra en mina jafninga. Eftir nokkra þögn sneri Einar Kvaran sér að mér og sagði: „Þér eruð sagður skyggn.” Ég hef liklega játað þvi, þvi að eftir litla stund segir Einar: „Sjáið þér nokkuð hér inni?” Og ég, i minni einlægni og fljótfærni, svaraði: „Já, ég hef séð Harald Nielsson.” Þá sió þögn á alla viðstadda, þangað til Einar segir: „Hvaða sannanir hafiö þér fyrir þvi?” Mér varð gersamlega orðfall. Ég hafði aldrei á ævi minni heyrt nefndar sannanir i þessum hlutum, og það var eins og hellt væir yfir mig köldu vatni. Þá varð aftur þögn, þangað til að kona hans snéri sér að honum og sagði: „Við skulum setjast i hring og vita hvað hann sér." Siðan var búinn til hringur, og það var fyrsti mannhringur þeirra teg- undar, sem ég hafði augum litið, hvað þá tekið þátt i að mynda. Ég lýsti nú þarna þvi sem ég sá,* og siðan fór ég mina leið. Ég held, að mér sé alveg óhætt aö segja að ég hafi aldrei á ævi minni veriö fegnari að losna út úr nokkru húsi. Og ég hét þvi með sjálfum mér, að þangað skyldi ég aldrei koma aftur. Ég fór rakleiðis heim, en þegar þetta var, var ég fjósamaður hjá Geir i Eskihlið. Næsta vika leið eins og aðrar — ég hafi komið til Einars á hvita sunnudag 1937. — A laugardaginn var mér sagt að það væri verið að biöja um mig i sima. Jú, ég gegndi þvi, þótt ég væri hissa, þvi aö ég vissi ekki til þess að neinn gæti átt við mig erindi simleiðis. En undrun min varð enn meiri, þegar ég heyrði röddina i siman- um segja: „Þetta er á heimili Einars Kvarans. Getiö þér ekki komið hingað til okkar i kvöld?” Ég var gersamlega orðlaus, þangað til loksins að út úr mér datt: „Ja, jú, ég hlýt að geta það.” „Já, haldið þér ekki að þér getiö komið svona um niu- leytið?” spurði röddin. „Jú....jú, það ætti ég að geta.” stamaði ég, og svo var ekki meira sagt, en á tilsettum tima var ég kominn i húsið, sem ég viku áður hafði heitið að koma aldrei framar i. Á miðilsfundi Frá þessum degi, má segja að byrji reglubundnar æfingar minar sem miðill. Fyrst sem skyggnimiðill, en siðan sem transmiðill, þvi að það fór að bera á þvi, að ég sigi nokkuð langt út úr sjálfum mér. — Varð þér ekki ónotalega við i fyrstu skiptin, sem þú fellst i trans? — Jú, ákaflega. Það er eiginlega ómögulegt að lýsa þessu. Það er eins og sé togað i mann. Allt i einu finnst manni eins og það sé þrifið i öxlina á manni, eða fótinn. Hausinn á manni er eins og hann séaðklofna, og þessu fylgir geipi- legur sársauki en ekki nema andartak, svo hverfur hann jafn- skjótt og hann kom, og á eftir kemur sælutilfinning. — Þú veizt aldrei neitt af þér meðan þú ert i transi? — Nei, nei. Yfirleitt kem ég alltaf inn i mitt fundarherbergi i myrkri. Fundargestir eru seztir og sömuleiðis aðstoöarfólk mitt. Ég kem seinastur inn, þegar búið er að slökkva. Ég sezt svo i minn stól i myrkrinu. Athöfnin byrjar með faðirvori og sálmasöng og á meðan losna ég úr minum likama og það siðasta, sem ég skynja hérna megin, er, að ég sé sjálfan mig i stólnum, og sé aðeins móta fyrir fundargestum eins og dökk- um þústum. Siðan er ég horfin. En stundum veit ég af mér hinum megin og man, hvar ég hef verið. — Þegar svo fundi er lokið, veizt þú þá ekki, hvað gerzt hefur? — Nei, aldrei. Aldrei nokkurn tima. Stjórnendur minir fyrir handan taka við stjórninni á likama minum, tala með honum og nota hann, án þess að ég viti af, á meðan ég sef miðilssvefninum. — Hefur þú kynnzt þeim og haft samband við þá utan miðilsfund- anna? — Já, mjög mikið. Það liður varla svo dagur að ég viti ekki af einum þeirra i kringum mig. Stundum eru þeir allir hjá mér i einu. — Er þetta fólk, sem á erfitt með að losna héðan, eða er það bara að vinna þetta? — 1 trúarbók okkar, Bibliunni, er getið um þjónustubundna anda. Það eru þær sálir, sem sifellt leitast við að hjálpa okkur, hér á jarðarsviöinu. Stjórnendur minir erueiniraf þeim. Þetta fólk hefur ekki átt neitt erfitt með að fara héðan á sinum tima. Einn stjórn- andi minn fæddist noröur i Fljót- um tiunda maí árið 1762. Það er Finna. Um hana hafa fundizt heimildir i krikjubókum frá þess- um tima Lifið eftir dauðann — Hefurðu gert þér grein fyrir þvi, hvernig lifinu muni verða háttað hjá okkur, þegar við erum farin héðan? Fáum við likama? — Ég hef reynt að gera mér grein fyrir þessu, og fyrir mér persónu- lega, er það staðreynd, að við för- um héðan eins og við erum. Við förum meö okkar innri mann, eins og hann er, dauðinn breytir ekki neinu nema ytra ástandi likamans, enda verður ekkert hér eftir nema hann. En að við lend- um i einhverjum þrenging- um.kemur ekki tilmála. þvi að ótölulegar hjálparsveitir eru fyrir handan, til þess að taka á móti okkur. Auðvitað hljótum við að gera upp lifsreikning okkar, en það gerum við gagnvart okkar eigin samvizku, en ekki frammi fyrir neinum dómara. Þá er það hin spurningin, hvort viö fáum likama. Já, það er stað- reynd. Við erum á eins fastri jörð þar, eins og þessi jörð er fyrir okkur hér. Við erum i jafnraun- verulegum likama þar eins og hér, en þar er allt önnur tiðni, allt önnur bylgjulengd og ólikt svið. En það er jafnraunverulegt og áþreifanlegt eins og þetta lif hér er fyrir okkur núna. Ég hef komið á óendanlega fagra staði hinum megin, en ég hef lika komið á ömurlega staði, þvi að þeir eru einnig til. — Hefur bú ekki orðið þess var, að fólk sæki mikla huggun og i fundi hjá þér? — Þetta er að vissu leyti dáiitil samvizkuspurning, vegna þess að ég, persónulega, vil ekki vera ábyrgur gagnvart þvi, hve mikið fólk hefur sótt til min. And- stæðingar spiritismans halda þvi fram, að við séum að kalla fram andana úr öðrum heimi, _án þess að þeir vilji það. En ’ ég vil spyrja á móti? Hvað eru þeir að kalla á okkur? Það er ekki minni ásókn frá hinum heiminum I aðnásambandi við okkur heim, en frá okkar hálfu að ná sam- bandi við þá, sem farnir eru héðan. — Verðið þið vör við mikinn vilja til sambands við okkur, hinum megin frá? — Það er svo þrotlaus ásókn og svo óendanlega mikil þrá eftir þvi að ná sambandi við okkur hérna, að þvi verður naumast með orð- um lýst. Ég get sagt frá einu er ég hef orðið var við i minu starfi, en sem ég get búizt við að mörg- um muni þykja mjög ótrúlegt, en það er eins mikill sannleikur, og að ég sit hér. Það er það, að ungur maður, sem fer skyndilega héðan, hann veit ekki, að hann er farinn héðan fyrsteftir að hann er kominn yfir i hina nýju tilveru. En þvi fyrr sem hans fólk kemur á fund, þvi fljótar og betur gengur að hjálpa honum. Því fyrr áttar hann sig. á þvi, hvernig komið er. Ég hef nú stundað miðilsstörf i hartnær fjörutiu ár og nú á siðari árum er svo komið, að verði spiritistar, eða fólk, sem kynnzt hefur spiritismanum, fyrir þeirri raun að missa náinn ástvin, þá er þaö venjulega þess fyrsta verk að reyna að komast á fund hjá miðli til þess aö hjálpa þeim sem farinn er, og tala við hann. Ég vil jafnvel taka svo stórt til orða að segja, aö þetta sé það stærsta, sem spiritisminn hefur að bjóða. Sannagildi hans verður lengi umdeilanlegt, einum hentar þetta, og öðrum hitt. Ein vill hafa samband við sina nánustu, eftir að þeir eru farnir héðan, öðrum hentar það ekki, stundum af þvi Rætt við Síðari Viðtal: Hafstein Björnsson, miðil grein Valgeir Sigurðsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.