Tíminn - 26.08.1973, Qupperneq 24

Tíminn - 26.08.1973, Qupperneq 24
24 TÍMINN Hans Fallada: Hvaðnú.ungi maður? Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar Pinneberg fær ekki tækifæri til aö svara, þvi að i sömu svifum kemur frú Witte inn, og Heilbutt kynnir hann fyrir henni og segir, að vinur hans ætli að vera á „hreyfingarkvöldinu okkar”. Frú Witte er litil og hnellin mið- aldra kvenmaður, ,,Já: það ættuð þér að gera, Heilbutt. Ungi mað- urinn þarna myndi áreiðanlega hafa ánægju af þvi. Og þér skuluð ekki vera hræddir,” segir hún við Pinneberg, eins og til að draga úr kviða hans. ,,Þér þurfið ekki að fara úr: það gerði ég ekki heldur fyrst þegar Heilbutt fór með mig. En ég skal lika viðurkenna að það er dálitið skritið að sjá fólk hlaupa alstripað hvert innan um annað, en standa sjálf alklædd og láta allsnakinn karlmann með skegg og gullspangagleraugu halda sér uppi á snakki. Maður skammast sin voðalega til að byrja með, ekki skal ég neita þvi. Jæja, en þetta er þó alltaf ánægja fyrir ungu piltana, þeir kynnast stúlkunum og þurfa ekki að kaupa köttinn i sekknum, eftir að hafa séð þær alveg eins og þær eru af guöi gerðar. En þetta með telp- urnar sjálfar, það var alveg min- um skilningi ofvaxið. Já, ég veit vel, að yður mislikar það kannski, Heilbutt, að ég segi það, en ég sá þó oft með minum eigin augum tvö og tvö fara hispurslaust sam- an inn i klefana, þar sem átti að klæða sig úr — en auðvitað er þetta ódýrara en að fara á kaffi- hús. — Jæja þá, herrar minir góða nótt.” Það liggur við, að Heilbutt sé þegar búinn að hrinda hinni mælsku frú út úr dyrunum og hann reynir með miklum sann- færingarkrafti og ekki alllitilli gremju i rómnum að sýna Pinne- berg fram á, að konan skilji alls ekki hugsjónir hreyfingarinnar, svo að ekki megi taka það, sem hún segir, of hátiðlega né illa upp fyrir henni. En þó getur hann alls ekki dulið, hve honum hefir gramizt þetta raus kerlingarinn- ar. Auðvitað kemur það fyrir að sambönd myndist hvar sem ungt fólk kemur saman, en annars get- ur nú Pinneberg fengið að dæma um þetta eftir eigin sjón og reynd. „Ég veit ekki almenilega hvort ég get það,” segir Pinneberg. „Konan min er nefnilega komin á sjúkrahús og mér þætti vænt um að meta fá að sima þangað” Og þegar Heilbutt litur á hann með hluttekningu og meðaumkun, heldur hann áfram og segir að það geti alveg eins orðið i nótt. Hann vildi feginn halda áfram að tala um kviða sinn og áhyggjur sér til hugarhægðar, en Heilbutt kemur i veg fyrir það með þvi að * gripa fram i fyrir honum og segja: „Þú getur simað til sjúkra- hússinsfrá baðstaðnum okkar, og það getur þó ekki verið að konan þin hafi neitt á móti þvi, eða hvað?” Ne-i, það heldur Pinneberg nú ekki — en það er bara svona, að nú liggur hún á fæðingarstof- unni i spitalanum-----og þetta er vist geysilega kvalafullt, þvi að hann hefir heyrt eina hljóða svo átakanlega. „Já, það er sjálfsagt sárt,” seg- ir Heilbutt ákaflega rólega, með skilningsleysi þess, sem ekki á sjálfur hlut að máli, ,,en venju- lega gengur þetta allt sinn eðli- lega gang, og eiginlega er ágætt fyrir ykkur, að þessu verði sem fyrst aflokið. Og eins og ég er bú- inn að segja, þarft þú ekki að fara úr fötunum sjálfur, þó að þú kom- ir með okkur i kvöld.” Fyrir óreyndan, ungan mann með skapgerð Pinnebergs gat legið mikil hætta i kunnings- skapnum við Heilbutt og áhrifum frá honum. Hann hafði aldrei ver- ið neitt sérstaklega feiminn né blygðunarsamur i kynferðismál- efnum, heldur þvert á móti. Hann er uppalinn i Berlin, og það er ekki langt siðan að móðir hans, frú Pinneberg minnti hann á vissa leiki við skólatelpurnar i sandkössunum, sem höfðu vakið hneyksli. Og þegar menn alast til viðbótar upp i fatnaðarvöruverzl- un, sem er jafnbyrg af tviræðum fyndniyrðum starfsfólksins af báðum kynjum og hleypidóma- lausum klæðabrúðum, eins og að klæðavörunum sjálfum, þá verður ekki mikið eftir af róman- tiskum skoðunum á ástinni. Nei, frá þeirri hlið stafar ekki nein hætta. Hættan liggur miklu frekar i þvi, að maður veit of mik- ið og sakleysið er farið út i veður og vind. Heilbutt getur náttúrlega sagt að þetta veki engar hugsanir hjá manni, en Pinneberg veit bet- ur. Manni dettur margt i hug, þegar maður sér þetta allt fyrir sér. Hann þarf ekki annað en að gera sér snöggvast i hugarlund, hvernig þessar ungu, nöktu stúlk- ur hlaupa um og baða sig og synda — hann veit hvað verða muni. En það er sú mikla uppgötvun, sem Pinneberg gerir, að hann vill alls ekki finna til neinna slikra kennda, ef þær standa ekki i sam- bandi við Pússer. Eftir hina venjulegu Berlinarbernsku með öllum hennar afhjúpunum og uppgötvunum á þessum sviðum og að minnsta kosti tylft af vin- konum hefir hann kynnzt Pússer, og i sandhólunum milli Wiek og Lehnsahn fór þetta lika allt á sömu leið. En það var allt indælt og fagurt og gerði lifið bjartara og betra. Já, og siðan giftu þau sig og hafa siðan notið þess yndis, sem er svo sjálfsagt og eðlilegt milli hjóna, og alltaf hafa þessar sam- eiginlegu ástarnautnir þeirra verið jafnyndislegar og góðar og svalandi og þær voru i fyrstu þeg- ar þau hittust á milli Wiek og Lehnsahn. Og þó er þetta orðið allt öðruvisi nú orðið. Það hefir myndazt einhver leyniþráður á milli þeirra með timanum, eitt- hvert óslitandi band, hvort sem það er nú af þvi að hún er jafn- yndisleg kona og hún er, eða þau hafa vanizt svona saman i hjóna- bandinu. En eitt er vist: að hin gamla töfrablæja bernskuáranna hvilir nú aftur yfir ástalifi hans. Og nú þegar hann leggur af stað i pilagrimsför til baðstöðvanna við hlið Heilbutts vinar sins, sem hann dáist að og virðir, þótt hann hafi kannske gert sig dálitið hlægilegan i augum hans siðustu stundirnar, þá veit hann með al- veg fullri vissu, að hann kærir sig ekki um að finna til neinna áhrifa, sem ekki standa i sambandi við Pússer. Hann tilheyrir henni eins og hún honum og hann vill ekki finna til neinnar löngunar, sem ekki hefir hana að marki og miði. Og það er alveg komið að honum að gripa til undanbragða og segja Heilbutt, að hann sé órólegur vegna konunnar sinnar og vilji þvi skjótast á spitalann, þegar Heilbutt vindur sér inn um hlið, þar sem uppi yfir stendur „Bað- og sund-höll” með stórum stöf- um, og segir að nú séu þeir komn- ir. Pinneberg fær hjartslátt og fyllist blátt áfram beig og kviða. En fyrst um sinn ber þó ekkert kviðvænlegt við annað en að grá- hærð kona, sem tekur á móti inn- gangseyri, ávarpar prúðmennið Heilbutt með fornafni hans, Jóa- kim, og ætlar lika að láta Pinne- berg sjálfan fá lykil að klefa til að klæða sig úr. Pinneberg afþakkar boðið vandræðalegur i bragði. „Þú ætlar þá ekki að baða þig?” spyr Heilbutt brosandi. „Jæja, hafðu það eins og þú vilt. Nú skaltu fyrst vita hvernig þér Hst á og siðan ferðu kannski og nærð þér i lykil.” Þeir fara inn ganginn bak við klefana. Or lauginni, sem ekki sést, heyrast þessar vanalegu hlátrar, busl og hróp: hér er ylur og raki i loftinu og lyktin alveg eins og af hverri annari sundlaug, svo að Pinneberg er strax farið að verða rórra innanbrjósts. En I þessum sömu svifum opnast ein- ar klefadyrnar og i gættinni sér hann eitthvað ljósrautt, sem hann vill ekki sjá -*-og siðan opnast hurðin alveg og i dyrunum stend- ur ung stúlka allsnakin og segir: „Jæja, loksins kemur þú þó, Achim. Ég var bara farin að halda, að þú ætlaðir ekki að láta sjá þig.” „Vist er ég kominn,” segir Heilbutt. ,,Má ég kvnna Pinne- berg vin minn fyrir þér. Herra Pinneberg — ungfrú Emma Cout- ureau.” Ungfrú Coutureau hneigir sig litið eitt og réttir honum höndina, tiguleg eins og prinzessa. Og hann 1484 Lárétt 1) Snúningur,- 6) Vökvuð,- 7) Tónn,- 9) Baul.- 10) Ræður við.- 11) Komast.- 12) 51.- 13) Veik.- 15) Dýrið,- Lóðrétt 1) Land.- 2) Fersk.- 3) Klettur. 4) Hreyfing.- 5) Staurinn,- 8) Sko.- 9) Poka,- 13) Tvihljóði,- 14) 1001,- Ráðning á gátu No. 1483. Lárétt 1) Útiverk,- 6) Hik,- 7) Tá,- 9) SA,- 10) ölæðinu.- 11) LL,- 12) Æf.- 13) Ana,- 15) Renglur.- Lóðrétt 1) Úrtölur,- 2) IK,- 3) Virðing,- 4) Ek,- 5) Klaufar,- 8) All.- 9) Snæ.- 13) An.- 14) Al,- « R I?- \« » DH Dp —wli —*dI— _ s; ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■ ■ ■■ ■ ■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■ ■ ■■ ■■ ■■ ■■ ia I ■ ■ ■ : : ■ ■■ Sunnudagur 26. ágúst 1973. iiif 11 ■ Sunnudagur 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt inorgunlög Amerisk- ir listamenn leika og próm- enade-hljómsveit leikur Vinarvalsa. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10. Veðurfregnir). a. Sálmafor- leikur nr. 3 i a-moll eftir César Franck. Marie Madeleine Duruflé leikur á orgel. b. „Gordionshnútur- inn”, hljómsveitarsvita eftir Henry Purcell. Kammersveitin i Prag leikur. c. Kvartett fyrir flautu og strokhljóðfæri nr. 1 op. 11 eftir Francois Devi- enne. Werner Tast, Helmut Pietsch, Hugo Fricke og Peter Zimmermann leika. d. „Requiem Canticles”, stutt sálumessa eftir Igor Stravinsky. Einsöngvar- arnir Linda Anderson, Elaine Bonazzi, Charles Bressler og Donald Gramm flytja ásamt háskólakórn- um I. Iþöku og Columbiu- hljómsveitinni. Stjórn- endur: Gregg Smith og Robert Craft. e. Pianókvint- ett i A-dúr eftir Franz Schubert „Silungakvintett- inn”. Clifford Curzon og fél- agar úr Vinaroktettinum leika. 11.00 Messa i Akureyrarkirkju Prestur: Séra Birgir Snæbjörnsson. Organ- leikari: Jakob Tryggvason. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregn- ir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Mér datt það i hug örn Snorrason rabbar við hlust- endur. 13.35 Kjalvegur sunnan Hveravalla: siðari þáttur Böðvar Guðmundsson fer á fjöll með sögufróðu fólki. Ferðafélagar: Silja Aðal- steinsdóttir, Gunnar Karls- son, Arnór Karlsson, Ingvar Jóhannsson, Þor- leifur Hauksson og Hjörtur Pálsson. 15.05 Miðdegistónleikar: Frá erlendum útvarpsstöðvum a. Konsert i C-dúr fyrir tvær fiðlur og hljómsveit (K 190) eftir Mozart. Josef Suk, Vacláv Snitil og Kammer- sveitin i Prag leika. b. „Hafið” eftir Debussy. Annik Morice ogAlberto Nueman leika á pianó. — (Hljóðritanir frá Prag og Bruxelles). 16.10 Þjóðlagaþáttur i umsjá Kristinar Ölafsdóttur, 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi: Margrét Gunnarsdóttir stjórnar a. Dæmisögur um eigingirni, leti og forvitni Margret og Jóhanna Rútsdóttir flytja b. Útvarpssaga barnanna: „Þrir drengir I vegavinnu” Höfundurinn, Loftur Guðmundsson, les (12). 18.00 Stundarkorn með gitar- leikaranum Juiian Bream 18.30 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill Utanríkis- mál íslands 1944-51: fyrsti samtalsþáttur Baldur Guð- laugsson ræðir við Stefán Jóhann Stefánsson fyrr- verandi forsætisráðherra. 20.00 Kórsöngur Norski einsöngvarakórinn syngur: Knut Nystedt stj. 20.15 Fyrirmynd hins islenzka goðaveldis Einar Pálsson flytur erindi. 21.00 Kvöldtónleikar Fil- harmóniusveitin i Berlin leikur Sinfóniu nr. 5 i e-moll op. 95 „Frá nýja heiminum” eftir Dvorák: Herbert von Karajan stj. 21.40 „Leikur”, smásaga eftir Unni Eiriksdóttur Helgi Skúlason leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.