Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.09.2004, Qupperneq 4
4 24. september 2004 FÖSTUDAGUR Framsóknarkonur í hringferð: Eggin brýnd STJÓRNMÁL Framsóknarkonur lögðu í gær af stað í ferðalag um landið undir kjörorðinu Konur til áhrifa. Ætla þær að halda fundi á fjölmörgum stöðum á næstu vik- um til að efla starfið og fá nýjar konur í flokkinn. Ferðast er á Toyota Land Cruiser jeppa sem merktur er flokki og slagorði og er viðbúið að góð stemning ríki á þjóðveginum. Una María Óskarsdóttir, for- maður Landssambands framsókn- arkvenna, sagði í samtali við blað- ið að þar sem hún væri ekki með meirapróf gæti hún ekki ekið langferðabifreið, og þess vegna hefði jeppinn orðið fyrir valinu. Fundað var á Akranesi í gær- kvöld en hlé verður á fundaher- ferðinni þar til á miðvikudag í næstu viku þegar Selfoss verður heimsóttur. Hólmavík, Ísafjörður, Patreksfjörður, Bifröst, Sauðár- krókur, Akueyri og Egilsstaðir eru einnig í ferðaáætluninni og fleiri staðir eiga eftir að bætast við. Einlægur vilji framsóknar- kvenna er að lögum og jafnréttis- áætlun flokksins verði fylgt þegar kemur að skipan í trúnaðarstöður en þeim fannst stórlega á sér og kyni sínu brotið þegar Siv Frið- leifsdóttur var gert að hverfa úr ríkisstjórn. ■ FÍKNIEFNI Rannsókn á einu um- fangsmesta fíkniefnamáli síð- ustu ára sem staðið hefur yfir síðan í mars er á frumstigi og heldur áfram næstu vikur að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfir- manns fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík. Hann segir að enn sé ekki allt komið fram í málinu. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Lögreglan og tollgæslan í Reykjavík hófu rannsókn í framhaldinu sem leiddi til að mikið magn af am- fetamíni fannst í vörusendingu í Dettifossi. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló en lögreglan viljað stað- festa það. Þriðja sendingin voru 2.000 skammtar af LSD sem komu með pósti í síðustu viku. Ein kona og þrír menn voru handtekin á föstudaginn fyrir viku og hafa öll verið úrskurðuð í gæsluvarðhald. Fíkniefna- deildin hefur verið í samstarfi við lögregluna í Hollandi en fíkniefnasendingarnar koma all- ar þaðan. Einn íslenskur lög- reglumaður fór til Hollands og var viðstaddur þegar tveir Ís- lendingar voru handteknir þar í landi. Annar var handtekinn sama dag og fjórmenningarnir en hinn síðasta mánudag þegar húsleit var gerð þar sem þeir dvöldu í Hollandi. Þar fundust kannabisplöntur og rúmt kíló af kókaíni. Tvær af þremur fíkniefna- sendingunum komu með Detti- fossi. Í yfirlýsingu frá Eim- skipafélag Íslands segir að for- ráðamenn og starfsfólk harmi að skip félagsins hafi verið mis- notað til að flytja ólögleg og lífs- hættuleg fíkniefni til landsins. Félagið leggur áherslu á for- varnir og öflugt eftirlit til að koma í fyrir smygl á fíkniefnum og vinnur í nánu sambandi við lögreglu og tollayfirvöld í öllum höfnum sem skipin hafa við- komu í. hrs@frettabladid.is TÆKNIVAL SÝKNAÐ Tæknival hf. var með dómi Hæstaréttar í gær sýknað af kröfu Bjarna Þ. Áka- sonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra félagsins, um þóknun vegna ábyrgðar sem Bjarni hafði tekið á sig í tengslum við við- skipti félagsins. Fórstu frítt í strætó á bíllausa deginum? Spurning dagsins í dag: Er íslenski fótboltinn leiðinlegur á að horfa? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 85% 15% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Landlæknisembættið: Fylgist grannt með orkufólki HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisemb- ættið fylgist með framvindu mála hvað varðar „orku- fólkið“ svokall- aða hér á landi, að sögn Sigurð- ar Guðmunds- sonar land- læknis. Að- s t a n d e n d u r þeirra sem sótt hafa svokölluð orkunámskeið hafa kvartað til embættisins. Landlæknir tjáði Fréttablað- inu að tengiliður þeirra Lydiu og Stephen Kane, sem staðið hafa fyrir orkunámskeiðunum hér, yrði kallaður fyrir embættið á allra næstu dögum. Tengiliður- inn umræddi er Gitte Lassen, sem búsett hefur verið hér á landi um árabil. Þá hefur stjórn Geðhjálpar fundað um málið, að sögn Sveins Magnússonar framkvæmda- stjóra. ■ Nýr Corolla. Tákn um gæði. www.toyota.is Það gerir lífið spennandi að vita ekki alltaf hvað bíður manns. En um bíla gegnir öðru máli. Þér finnst nýr Corolla spennandi kostur af því að þú veist hvað bíður þín í nýjum Corolla. Þú gerir kröfur um öfluga, hljóðláta og sparneytna vél, öryggi í umferðinni, þægindi í akstri og bíl sem er góður í endursölu. Þess vegna viltu nýjan Corolla og ert spenntur þegar þú sest undir stýri í fyrsta skipti. Komdu og prófaðu nýjan Corolla. Njóttu þess að lífið er spennandi! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 72 4 09 /2 00 4 Vestmannaeyjar: Vatnsleiðslan í sundur FRAMSÓKNARKONUR Á ÞJÓÐVEGINUM Fundaherferð framsóknarkvenna um landið hófst í gær. Lagt var í'ann frá Stjórnarráðinu, skrifstofu Halldórs forsætisráðherra og flokksformanns. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. VATNSVEITA Vatnsleiðslan sem færir íbúum Vestmannaeyja ferskt vatn fór í sundur seinnipart miðvikudags. Slysið gerðist þegar unnið var að dýpkun hafnarinnar með gröfu á dýpkunarpramma. Gróf gröfumaður óvart í báðar vatnsleiðslurnar, sem liggja frá meginlandinu til Eyja, með þeim afleiðingum að rifa kom í þær báðar. Að sögn Ívars Atlasonar hjá Hitaveitu Suðurnesja freistuðu kafarar þess í gærmorgun að at- huga umfang skemmdanna en vegna aurs og drullu var slíkt ill- mögulegt. Unnið var að því í gær að dæla sandi ofan af leiðslunum og var vonast til þess að kafarar kæmust að skemmdunum seinni- partinn svo hægt yrði að gera við leiðslurnar um kvöldið eða fyrri- part dagsins í dag. Yrðu slíkar við- gerðir einungis til bráðabirgða. Viðgerðarmenn keppa við tím- ann því vatnstankur í Eyjum get- ur séð Eyjamönnum fyrir vatni í þrjá daga án þess að meira komi í hann frá vatnsleiðslunum. Á morgun yrði því vatnslaust í Eyj- um ef ekki tækist að gera við leiðslurnar. ■ DÝPKUN HAFNARINNAR Rifa kom á vatnsleiðslur til Eyja eftir að grafa á dýpkunarpramma rakst óvart í þær. FRÁ ATHAFNASVÆÐI EIMSKIPS Tvær fíkniefnasendinganna sem lögregla hefur lagt hald á í málinu komu í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SLUPPU ÓMEIDDIR ÚR BÍLVELTU Tveir útlendingar sluppu ómeiddir þegar þeir lentu í bíl- veltu á Krýsuvíkurvegi, við Hlíðarenda. Ökumaðurinn missti bílinn út í lausamöl og við það fór hann út af veginum og valt. FLUTTUR Á SLYSADEILD Einn var fluttur á slysadeild eftir að eldur braust út í herbergi á jarðhæð íbúðarhúss í Mosarima í Reykja- vík. Maðurinn varð fyrir reyk- eitrun en hann var ekki talinn í hættu. Dópinu smyglað í pósti og með skipi Rannsókn í tengslum við þrjár stórar fíkniefnasendingar heldur áfram næstu vikur. Eimskipafélag Íslands harmar að skip félagsins hafi verið notað til að smygla fíkniefnunum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR LANDLÆKNIR Kallar tengilið „orkufólks“ fyrir. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Vanaafbrotamaður: Samfelldur 3ja ára brotaferill HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til fangelsisvist- ar í tvö ár og sex mánuði fyrir ítrekuð afbrot, þar á meðal þjófnað, húsbrot og fíkniefna- brot. Í niðurstöðum réttarins segir að brotaferill mannsins, sem rauf reynslulausn með þeim af- brotum sem til umfjöllunar voru, hafi staðið samfellt frá því í nóvember árið 2001. Komst rétturinn að því að maðurinn væri vanaafbrotamaður í skiln- ingi refsilaga og var refsing mannsins þyngd í því ljósi. Það var hins vegar talið manninum til málsbóta að hann hafði játað brot sín hreinskilnislega. ■ HÆSTIRÉTTUR „Þegar litið er til sakaferils ákærða er ljóst að hann er vanaafbrotamaður,“ sagði í forsendum Hæstaréttar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.