Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 6

Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 6
6 24. september 2004 FÖSTUDAGUR LANDBÚNAÐARMÁL Sauðfjárbændur hafa komist að samkomulagið við sláturleyfishafa um verð fyrir lambakjöt. Það mun hækka um tvö prósent umfram það sem gert var ráð fyrir í verðskrám slátur- húsanna í sumar. Í kjölfarið náðu þeir samkomulagi um svonefnt vaxta- og geymslugjald, sem nem- ur um 240 milljónum króna og er greitt að hluta til sláturhúsa. Sauðfjárbændur voru afar ósáttir við verðskrárnar í sumar og um tíma leit út fyrir að Bænda- samtökin greiddu ekki sláturhús- unum vaxta- og geymslugjaldið. Vegna þess höfðu sláturleyfishaf- ar kannað lagalegan rétt samtak- anna til að ákveða einhliða hvern- ig því yrði varið. Kindakjöt hefur selst vel í sumar og í júlí seldist rúmlega helmingi meira af því en á sama tíma í fyrra. Þá jókst sala síðasta ársfjórðungs um tæp fjörutíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Í fréttatilkynningu frá Markaðsráði kindakjöts segir að birgðir af kindakjöti, sem safnast hafi upp í verðstríði á kjötmark- aði síðustu tvö ár, séu nú langt um minni vegna mikillar sölu. Á sama tíma hefur verð á lamba- kjöti hækkað mikið. Undanfarna tólf mánuði nam hækkunin rúm- um þrettán prósentum en á sama tíma var verðbólga tæp fjögur prósent. ■ ORKUMÁL Um áttatíu manns frá tuttugu löndum sitja fund fram- kvæmdanefndar um vetnisvæð- ingu, IPHE, sem fer fram í Þjóð- menningarhúsinu í Reykjavík og lýkur í dag. Fimmtán þjóðir hófu verkefnið í nóvember í fyrra en fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á þátttöku og á fundinum verður fjallað um umsóknir fimm landa. Ísland og Þýskaland eru í for- ystu framkvæmdanefndarinnar og Þorsteinn Ingi Sigfússon pró- fessor er annar formanna hennar. Hann segir að tvö mál hafi verið til umræðu á fundinum, í fyrsta lagi menntun á sviði vetnisþróun- ar og í öðru lagi vetnisverkefni víða um heim, meðal annars strætisvagnaverkefnið í Reykja- vík. „Við förum yfir þann árangur sem náðst hefur. Við finnum fyrir miklum þrýstingi á að árangur ná- ist, enda sjá menn að olían verður senn á þrotum. Þá þarf að finna eitthvað til að taka við og við telj- um að það sé vetni.“ Hann segir að fundurinn í Reykjavík eigi eft- ir að verða til margra hluta nyt- samur. „Þjóðirnar íhuga til dæmis að taka sig saman um fjárfestingu í stórum vetnisbílaflota. Það myndi hraða þróun vetnisbílsins.“ Vetni hefur verið gagnrýnt af ýmsum umhverf- isverndarsinnum sem benda á að það sé oftast búið til úr óhreinum orkugjöfum. Þor- steinn segir að Ís- lendingar njóti sérstöðu með því að geta búið til vetni úr endur- nýjanlegri orku. Hins vegar standi Ástralir, til að mynda, frammi fyrir allt annarri stöðu sem fram kom á fundinum. „Þeir búa á kola- fjalli sem getur nýst þeim í hundrað ár. Fram- leiðslan er því ekki umhverfis- væn, en hins vegar er afurðin það. Það er stóra breytingin. Kíló af vetni ber með sér þrisvar sinnum meiri orku en kíló af bensíni og það myndast engin mengun við notkun þess, einungis gufa.“ Þor- steinn segist búast við að margar þjóðir auki kjarnorkuframleiðslu sína til að framleiða vetni sem yrði síðan flutt á sölustaði með tankbílum eða pípum. Aðspurður um möguleika á út- flutningi á vetni héðan segir Þor- steinn að ef við nýttum allar orku- lindir okkar til að framleiða vetni dygði það til að sjá landi eins og Danmörku fyrir orku. Hann seg- ist ekki hafa mikla trú á að úr því verði, en hann hefur heyrt rætt um það að Grænlendingar virki fallvötn landsins og flytji vetni til Danmerkur á tankskipum. Þorsteinn segir að hann og Bragi Árnason við Háskóla Ís- lands hafi um aldamótin gert sér í hugarlund að það tæki fimmtíu ár að vetnisvæða Ísland. ,,Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Mörgum þótti við vera svartsýnir en það hefur sýnt sig að það tekur mannkynið tvær kynslóðir að skipta um orkukerfi.“ Hann segist ekki sjá ástæðu til að nota vetni hér á landi nema til samgangna. ,,Það eru bílarnir sem blása um þriðjungi af gróðurhúsa- lofttegundunum út í andrúmsloft- ið og skipin öðrum þriðjungi. Ef við vetnisvæðum þetta verða níu- tíu prósent af orkunotkun Íslend- inga endurnýjanleg. Það yrði ein- stakt.“ ghg@frettabladid.is ,,Þjóðirnar íhuga til dæmis að taka sig saman um fjárfestingu í stórum vetnisbíla- flota. Það myndi hraða þró- un vetnis- bílsins. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir formaður launanefndarsveitarfélaga? 2Hversu margir Íslendingar hafa veriðhandteknir í einu umfangsmesta fíkni- efnamáli síðari ára? 3Hvað heita þjálfarar Vals og KR í fót-bolta sem hafa verið reknir? Svörin eru á bls. 42 Sláturtíð: Sátt um verð fyrir lambakjötið LAMBFÉ Undanfarna tólf mánuði hefur verð á lambakjöti hækkað um rúm þrettán prósent. Bænd- ur hafa náð fram hækkun á verði til sláturhúsa. Umhverfisnefnd Alþingis: Guðlaugur Þór nýr formaður STJÓRNMÁL Guðlaugur Þór Þórðar- son alþingismaður verður næsti formaður umhverfisnefndar og leysir nýskipaðan umhverfisráð- herra, Sigríði Önnu Þórðardóttur, af hólmi. Þá valdi þingflokkur sjálfstæðismanna arftaka Sigríð- ar Önnu í varaformennsku þing- flokksins og varð Arnbjörg Sveinsdóttir fyrir valinu. Drífa Hjartardóttir var kosin í utanríkismálanefnd í stað Árna Ragnars heitins Árnasonar og hún verður jafnframt fulltrúi þing- flokksins í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins. ■ Á TRÖPPUM BESSASTAÐA Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands á tröpp- um Bessastaða í gær. Forseti Finnlands: Heimsótti Bessastaði FORSETAHEIMSÓKN Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók á móti Tarja Halonen, forseta Finnlands, á Bessastöðum í gær en Halonen er hingað komin til að taka þátt í málþingi sem haldið er vegna 30 ára afmælis norræns samstarfs um jafnréttismál. Málþingið ber yfirskriftina „Hver erum við – hvert stefnum við“ og ásamt Halonen munu þar flytja erindi frú Vigdís Finnboga- dóttir og Marko Pomerants, félagsmálaráðherra Eistlands. ■ ÞORSTEINN INGI SIGFÚSSON Formaður alþjóðlegrar nefndar um vetnis- verkefni. VETNISBÍLL VIÐ VETNISSTÖÐINA Í REYKJAVÍK Vetnisstöðvum fer fjölgandi víðs vegar um heim og eru nú um 87 talsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Kann að flýta þróun vetnisbílsins Alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík um vetnisorku. Olía á þrotum og vetni tekur við. Kjarnorku- framleiðsla mun aukast vegna þess. Grænlendingar gætu flutt út vetni í tankskipum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.