Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 9

Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 9
9FÖSTUDAGUR 24. september 2004 Uppreisnarmenn: Myndu fagna þvingunum SÚDAN, AP Eina leiðin til að stöðva ógnaröldina í Darfur er að Samein- uðu þjóðirnar beiti Súdan viðskipta- þvingunum eða öðrum refsiaðgerð- um, sögðu forystumenn Frelsishers Súdans, helstu uppreisnarhreyfing- arinnar sem starfar í vesturhluta Súdans. „Þvinganir verða til þess að auka þrýsting á stjórnvöld og verða til þess að koma vitinu fyrir ráða- menn,“ sagði Sharif Harir, einn af leiðtogum uppreisnarmanna. „Rík- isstjórnin notar olíuauðinn til að kaupa vopn og flugvélar til að drepa okkar fólk, því styð ég refsiaðgerð- irnar,“ sagði Adam Shogar, annar forystumaður uppreisnarmanna. ■ Útivist í Haukadalsskógi: Skógarstígur fyrir hjólastóla ÚTIVIST Um síðustu helgi voru opn- aðir skógarstígar í Haukadals- skógi sem sérstaklega eru gerðir með aðgengi hreyfihamlaðra í huga. Stígarnir eru vel færir hjólastólum, breiðir og hæðar- munur eins lítill og mögulegt er. Í Haukadalsskógi, steinsnar frá Geysi og Gullfossi, er nýtt ferða- mannasvæði og ráðgert að halda áfram með lagningu stíga sem eru á flatlendi í Haukadal. Gerð stíga sem færir eru hreyfihömluðum er samstarfs- verkefni Sjálfsbjargar á Suður- landi og Skógræktar ríkisins sem hófst sumarið 2002 og var lokið við fyrsta áfanga nú í sumar. „Markmið er að gera öllu fólki mögulegt að skoða íslenska skóga, líka þeim sem aðeins geta ferðast um í hjólastól,“ segir Hreinn Ósk- arsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. Almennt á fólk í hjólastól þess ekki kost að ferðast um skógarstíga vegna þess hve yfirborð þeirra er gróft, þeir mjóir eða halli of mikill. Helstu styrktaraðilar verkefn- isins eru Pokasjóður, Svæðis- vinnumiðlun Suðurlands, Ferða- málaráð, Landgræðslusjóður, Bændasamtök Íslands og sumar- vinna Landsvirkjunar. Þá unnu jafnframt nemendur Menntaskól- ans að Laugarvatni og Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi við stíginn í sjálfboðavinnu. ■ Ríkisreikningur Grikkja: Bókhaldið rannsakað BRUSSEL, AP Evrópusambandið ætl- ar að láta rannsaka bókhalds- aðferðir grískra stjórnvalda. Ástæðan er sú að í ljós kom að út- reikningar þeirra á fjárlagahalla síðustu ára voru fjarri lagi svo nam milljörðum evra, andvirði hundraða milljarða króna. Munar svo miklu að óvíst er hvort Grikk- ir hefðu fengið aðild að mynt- bandalagi ESB hefðu réttar upp- lýsingar legið fyrir þegar ákvörð- un var tekin um það. Til að uppfylla skilyrðin urðu Grikkir að sýna fram á að fjár- lagahalli væri innan við þrjú pró- sent af landsframleiðslu. Það gerðu þeir en nú er ljóst að bók- haldið var skrautlegt og fjárlaga- hallinn meiri en Grikkir sögðu. ■ Rússar í Lettlandi: Enn neitað um réttindi LETTLAND, AP Ríkisborgarar Evr- ópusambandsins fá að greiða at- kvæði í sveitarstjórnarkosningum en ekki nær 500 þúsund lands- menn af rússneskum uppruna sem hafa árum saman búið í Lett- landi, samkvæmt lögum sem lett- neska þingið hefur nýverið sam- þykkt. Til að fá atkvæðisrétt í sveitar- stjórnarkosningum þurfa ríkis- borgarar aðildarríkja ESB að vera búsettir í landinu. Það dugar hins vegar ekki um hálfri milljón Rússa sem er búsett í landinu en nýtur ekki lettnesks ríkisborgara- réttar. Flestir fluttu þeir til Lett- lands meðan landið var hluti Sov- étríkjanna en hefur verið neitað um lettneskan ríkisborgararétt. ■ LÍKUM STURTAÐ Líkum var sturtað í fjöldagrafir í borginni Gonaives. Hörmungar á Haítí: Barist um matvæli HAÍTÍ, AP Til átaka kom sums stað- ar þegar Haítíbúar börðust um mat og drykkjarvatn, sem er af skornum skammti eftir að hita- beltisstormurinn Jeanne gekk yfir landið. Rúmlega 1.100 manns létust af völdum stormsins og 1.250 manns er enn saknað. Því má gera ráð fyrir að tala látinna hækki enn. Um 250.000 manns misstu heim- ili sín af völdum fárviðrisins og flóða sem fylgdu því. Unnið var að því í gær að grafa lík fórnarlamba stormsins í fjöldagröfum. ■ SKÓGARSTÍGURINN OPNAÐUR Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, og Svanur Ingvarsson, formaður Sjálfsbjarg- ar á Suðurlandi, helstu hvatamenn þess að til yrðu göngustígar fyrir hreyfihamlaða í Haukadalsskógi, opnuðu nýja stíginn með viðhöfn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.