Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2004, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 24.09.2004, Qupperneq 11
11FÖSTUDAGUR 24. september 2004 inganna. „Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan,“ segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfalls- húsi þeirra í Borgartúni í fyrra- kvöld. Hann segir samninga- nefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. „Við förum ekki frá samn- ingaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnar- þáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjan- legar kröfur,“ segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitarfélaganna berst. gag@frettabladid.is Vinstri grænir í Kópavogi: Segja kjör kennara til skammar KJARAMÁL Flokksfélag Vinstri grænna í Kópavogi hefur samykkt ályktun þar sem hvatt til þjóðarsáttar um kjarabætur til handa kennurum. „Flokksfélagið harmar að til verkfalls hafi komið og skorar á deiluaðila að komast að sam- komulagi hið allra fyrsta,“ segir í ályktuninni. „Kjör kenn- ara eru til skammar í okkar þjóðfélagi á sama tíma og sí- fellt meiri ábyrgð er velt yfir á stéttina. Foreldrar og samfélag gera kröfur um góða skóla og þá verða kjör starfsfólksins að vera í samræmi við kröfurnar. Stjórn VG í Kópavogi skorar á stjórnvöld sveitarstjórna og landsmála að taka höndum sam- an með verkalýðsfélögum um nýja þjóðarsátt. Þjóðarsátt um réttlát laun til handa kennur- um.“ ■ VIÐRÆÐUR EFTIR HELGI Kjara- samningur Samtaka ferða- þjónustunnar og Samtaka at- vinnulífsins við Félag leiðsögu- manna rennur út í lok október. Viðræður milli aðila hefjast í næstu viku. Flýja heimili sín: Óttast um öryggi sitt BELFAST, AP Rúmlega 1.200 norður- írskar fjölskyldur flýðu heimili sín í fyrra af ótta við árásir kaþ- ólikka eða mótmælenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu stofnun- ar sem sér um að aðstoða fórnar- lömb átaka við að finna sér nýtt heimili. Meðal þeirra sem sóttu um að- stoð stofnunarinnar voru fjöl- skyldur nokkur hundruð fanga- varða sem óttuðust um öryggi sitt eftir að í ljós kom að Írski lýðveld- isherinn hafði upplýsingar um nöfn þeirra og heimili. Írski lýð- veldisherinn myrti 20 fangaverði áður en vopnahlé tók gildi 1997. ■ BRUSSEL, AP Líkur á að Evrópusam- bandið hefji aðildarviðræður við Tyrki þykja heldur hafa aukist eftir fund Recep Erdogan, forsæt- isráðherra Tyrklands, og Günther Verheugen, sem fer með stækk- unarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Þær fullvissanir sem ég fékk gera mér kleift að gera mjög skýrar tillögur,“ sagði Verheugen, sem gefur skýrslu í næsta mánuði um hvort hefja eigi aðildarvið- ræður við Tyrki. Hann vildi ekki segja hverjar tillögur sínar yrðu en þó mátti ráða af orðum hans að þær yrðu á þann veg að hefja ætti viðræður við Tyrki. „Það eru ekki fleiri hindranir í veginum núna,“ sagði Verheugen eftir að Erdogan hét því að fá samþykktar lagabreytingar um breytingar á refsi- og dómslög- gjöf Tyrklands. Slíkar umbætur eru nauðsynlegar til að Evrópu- sambandið samþykki að hefja viðræður við Tyrkland. Erdogan sagði að boðað yrði til sérstaks aukafundar í tyrkneska þinginu á sunnudag til að samþykkja um- bæturnar. ■ ■ KJARAMÁL Viðræður um aðild Tyrkja að ESB hefjast fljótlega: Síðasta hindrunin úr vegi ERDOGAN HJÁLPAR PRODI Tyrkneski forsætisráðherrann að- stoðaði forseta framkvæmdastjórn- arinnar, sem átti í vandræðum með hátalarastandinn sinn. EIRÍKUR JÓNSSON Segir breytingar á kennsluskyldu, verk- stjórnarþætti og launapotti ófrávíkjanlegar kröfur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.