Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 24

Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 24
Húsnæðiskerfið hér er óskapnaður sem á engan sinn líka, enda tekur það öll mið af Bjarti í Sumarhús- um. Það er einungis lánakerfi sem lánar fé gegn ábyrgð þriðja aðila. Geti fólk ekki borgað er lausnin nauðungaruppboð og útburður. Leiguíbúðir voru strax bannaðar í þessu kerfi því allir áttu að vera sjálfstæðir bændur! Afleiðingin er skuldsettasta þjóð í heimi og skipu- lagsrugl vegna flatrar útþenslu borgarinnar sem veldur því að borgin þarf að skera niður þjón- ustu eins og almenningssamgöngur og sorphirðu! Flutningar fólks til borgarinnar voru kallaðir flótti og fólkið meðhöndlað sem flóttamenn. Enn hefur þetta fólk ekki fullan kosningarétt! Borgin hefur byggst upp af fólkinu sjálfu í andstöðu við stjórnvöld. Leiguíbúðir voru og eru aukaíbúðir einstaklinga, hana- bjálkar, kjallarar og bílskúrar og yfirleitt skammtímaleiga. Eigandi gat hent fólkinu út eins og öðru rusli, enda giltu hér engin húsa- leigulög fyrr en undirritaður stofn- aði Leigjendasamtökin fyrir 26 árum til að berjast gegn illri með- ferð á fólki. Er verkamannabú- staðir risu um 1970 eignaðist borg- in nokkur hundruð skuldlausar íbúðir og leigði fátækasta fólkinu, mest öryrkjum. Er „félagshyggju- öflin“ náðu völdum í borginni seldu þau íbúðirnar, hækkuðu leiguna og hófu útburð á bjargarlausu fólki og enn er haldið áfram með þátttöku Vinstri grænna og finnst þá mörgum fokið í flest skjól. Nýlega urðu blaðaskrif vegna útburðar á Jóhannesi Bjarnasyni sem barist hefur við krabba í 16 ár. Reynt var að hafa af honum sjálfsvirðinguna með því að afneita sjúkdómnum og gera hann að ærulausum róna! Það er rétt hjá Fréttablaðinu: Útburður skapar stærri vanda en honum var ætlað að leysa. Jóhannes var raun- ar borinn út strax við fæðingu því móðirin afneitaði honum, sagði föðurinn hafa nauðgað sér. Hann var ættleiddur strax en 12 ára gamall hafði hann misst báða fósturforeldrana og stóð þá einn í heiminum. Barnaverndarnefnd sótti hann og lokaði hann inni í tukthúsinu „svo hann týndist ekki.“ Hann var svo sendur á Upptöku- heimili ríkisins í Breiðuvík. Þaðan kom hann unglingur og fór strax að vinna, eignaðist konu og 4 börn. Konan yfirgaf síðar heimilið og skildi hann einan eftir með börnin. Jóhannes vann fyrir sér og börnun- um þar til krabbinn kom í veg fyrir að hann gæti unnið. Flestum þykir víst nóg að berjast við illvíg- an sjúkdóm, þótt annað bætist ekki við. Jóhannes Bjarnason er vel gerður maður sem má kannski sjá af því að hann skuli enn vera uppi- standandi þrátt fyrir öll spörkin frá samfélaginu. Það er til nokkuð sem heitir samfélagsábyrgð og það er Félagsþjónustunni til skammar að hafa ekki leyst þetta mál farsæl- lega fyrir löngu. Opinber húsnæð- isstefna getur ekki haft annað markmið en að tryggja öllum við- unandi húsnæði. Jóhannes Bjarna- son gæti sagt eins og Bólu-Hjálm- ar: „Haf þú Akrahreppur grey heila þökk fyrir meðferðina.“ ■ Nú að stólaskiptum afloknum verður spennandi að sjá hvað framsóknarmenn með forystu ætla að gera í málefnum táknmálsins og heyrnarlausra al- mennt. Þeim til upplýsinga um málefnið get ég sagt það að í þessum málaflokk hafa sjálf- stæðismenn skilið eftir sig sviðna jörð. Þeir hafa einfald- lega slökkt lífsneistann í heyrn- arlausu fólki til þess að lifa og hrærast í íslensku þjóðfélagi til jafns við aðra þjóðfélagsþegna. Þeir hafa útilokað heyrnarlausa frá því að fá sömu atvinnutæki- færi, og svipt þá möguleika að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu af sama móð og aðrir landsmenn eru að gera núna. Þeir hafa sett heyrnarlausa og táknmálið í félagslega einangrun á valda- tíma sínum. Máli mínu til stuðn- ings gæti ég svosem farið langt aftur í tímann og nefnt hina margfrægu nefnd sem núver- andi umhverfisráðherra úr röð- um sjálfstæðismanna gegndi for- mennsku, sú formennska stóð í 6 ár án þess svo mikið að koma ein- um staf í orð eða framkvæmd heyrnarlausum til hagsbóta, eins og megintilgangur nefndarinnar var í upphafi. En ég held það taki því varla að fara svo langt aftur, það er of sárt að vera að nefna og rifja upp öll hin sviknu loforð. Mér nægir það eitt að nefna nú- verandi stöðu. Staðan í dag er þannig að heyrnarlausir fá ekki túlk í at- vinnuviðtal. Þeir fá ekki túlk til að taka þátt í tómstunda- eða íþróttastarfi barna sinna. Þeir fá ekki túlk til að kaupa og selja íbúð. Þeir fá ekki túlk til að fara til endurskoðanda. Þeir fá ekki túlk til að sinna áhugamálum sínum og fræðast meira um þau. Þeir fá ekki túlk til að fara til lögfræðings og leita réttar síns ef þeim finnst stjórnvöld eða aðrir vega illa að þeim. Þeir fá ekki túlk til að geta kynnst fjöl- skyldu sinni eða tekið þátt í gleði þeirra og sorg á þeim stundum sem við á. Þeir fá ekki túlk til þess að leita að sínu innra sjálfi eins og hver maður getur. Ég þarf ekki að útlista nákvæmlega hvað túlkur gerir og er, þjóðin er nú þegar upplýst um þau mál. Allt þetta er nú ekki vegna þess að skortur er á túlkum, heldur vegna þess að fyrrverandi for- ystan hefur hunsað óskir heyrn- arlausra um að fé til félagslegrar túlkunar verði aukið, þeir hafa jafnvel hunsað frumvarp til laga um að táknmálið verði gert að fyrsta máli heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Þeir hafa líka hunsað textunar- frumvarp sem ætlað er að stuðla að því að stórbæta upplýsingar- aðgengi 10% þjóðarinnar. Sam- félag heyrnarlausra og tákn- málið er nú orðið afar seinþreytt á að vera snuprað af ráðandi stjórnvöldum sí ofan í æ. Ég get ekki hætt að skrifa fyrr en ég er búin að nefna það sem forsætisráðherra lofaði opinber- lega í mars 2003 þegar heyrnar- lausir mættu í Alþingishúsið að mótmæla þessu sama og ég er að gera núna. Hann lofaði að stofn- uð yrði nefnd sem ætti að heita Nefnd um aðgerðaráætlun ríkis- stjórnarinnar í málefnum heyrn- arlausra. Ekkert bólar á þeirri nefnd. Í apríl 2004 þegar mér auðnaðist að fá fund um málefni heyrnarlausra og táknmálsins með þáverandi forsætisráðherra nefndi hann þessa nefnd aftur og ætlaði að stofna hana. Enn sem komið er bólar ekkert á henni, og reikna ég með að það verði varla í bráð. Nú er komið að framsókn- armönnum. Stóra spurningin er: Hvað ætlið þið að gera í málefn- um heyrnarlausra og táknmáls- ins? Þau mál eru svo sannarlega ekki í góðum farvegi eins og dæmin sýna. Ætlið þið að rétta hlut táknmálsins í íslensku samfélagi eða ekki? Ég ráðlegg ykkur að koma þessum málum á hreint sem fyrst og gera það í fullri samvinnu við heyrnar- lausa, táknmálsnotendur sjálfa, gleymið forræðishyggjunni um stund. Þetta er heilbrigt fólk með heilbrigðar skoðanir á þessum málum. Höfundur er varaþingmaður Frjálslynda flokksins í SV-kjör- dæmi. 24. september 2004 FÖSTUDAGUR24 Útburðir mannlífsins ýlfra þar hátt Fyrir um 3 árum fóru þroskaþjálf- ar í verkfall í um sex vikur. For- eldrar fatlaðra barna þurftu í flestum tilvikum að hafa börnin heima vegna verkfallsins. Núna eru kennarar farnir í verkfall og aftur verða foreldrar fatlaðra barna að upplifa verkfalls- martröðina. Það sem gerir þetta svo erfitt fyrir börn með fötlun er að þau þola illa, og sum hver alls ekki, þá röskun sem verður á þeirra daglegri rútínu sem er þeim svo nauðsynleg til að höndla tilveruna. Nú eru sumir kannski farnir að hugsa: „Æ, á nú enn einu sinni að fara að tala um hvað þessi fötluðu börn eiga erfitt.“ Ég bið það fólk að reyna að setja sig í spor foreldra fatlaðra barna sem enn á ný þurfa að taka frí í vinnu eða skóla til að vera með börnin heima. Ég hef heyrt að sumir foreldr- ar annarra barna hafi komið sér saman um að skiptast á að passa fyrir hvort annað, jafnvel með 3-4 börn yfir daginn. Slíkt kæmi aldrei til greina fyrir foreldra með fötluð börn þar sem þau börn þurfa oft manninn með sér. Sum fyrirtæki hafa líka boðið upp á dagvistun fyrir börn starfs- manna. Ég leyfi mér að efast um að foreldrar fatlaðra barna, ef þeir vinna hjá þessum fyrirtækj- um, geti nýtt sér þessa umdeildu þjónustu því börn með fötlun þurfa sérhæfða þjónustu sem slík bráðarbirgðarþjónusta gæti aldrei veitt. Fyrir utan er svona þjónusta ekki til að flýta fyrir að samningar leysist, þar sem þetta minnkar áhrif verkfalls til muna og getur leitt til þess að það verði lengur en ella. Og á hverjum kemur það síðan harðast niður á? Að sjálfsögðu lendir þetta verst á börnum sem falla ekki inn í þetta þrönga „norm“ sem þjóðfélagið hefur skapað. Í grunnskólum og sérskólum starfa þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar sem ekki eru í verkfalli og verða því að sjálfsögðu að mæta til vinnu. En börnin mega samt ekki mæta í skólann þar sem kennarar bera ábyrgð á kennslunni og aðrir mega ekki grípa inn í þau störf. Þar eru engar undantekningar leyfðar. Þroskaþjálfar og stuðn- ingsfulltrúar mæta því í vinnuna í tóma skólana til að gera ekki neitt. Það er eitthvað ekki rétt við þetta, eitthvað svo dapurt og rangt og alltaf bitnar þetta á þeim sem minnst mega sín. En svona er þetta bara í verkföllum og við verðum víst bara að kyngja því. Við hjónin eigum fatlað barn og erum bæði í Kennaraháskólan- um í þroskaþjálfa- og grunnskóla- námi, þar sem 80% mætingar- skylda er í öllum fögum. Við erum bæði á námslánum. Ef við mætum ekki í skólann dettum við út úr kúrsum, fyrir utan er námið hjá okkur báðum þannig að stór hluti námsefnisins er kennt í tímunum og stuðst við lesefni. Með öðrum orðum dugar ekki „bara“ að lesa skruddurnar. Ef við náum ekki 75% af fögunum þá fáum við ekki full námslán, sem þýðir að við getum ekki stundað skólann. Við erum nýbúin að ganga í gegnum verkfallsvesen þegar þroskaþjálf- arar fóru í verkfall. Þá vorum við að vísu bæði úti á vinnumarkaðn- um sem var að mörgu leyti auð- veldara. Nú fara kennarar í verkfall og aftur þurfum við að taka þátt í verkfalli með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum fyrir fjölskylduna. Höfundur er kennaraháskóla- nemi. UMRÆÐAN SIGURÐUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM SKÓLAMÁL FATLAÐRA Fatlaðir í þjóð- félagi allsnægta SIGURLÍN M. SIGURÐARDÓTTR VARAÞINGMAÐUR UMRÆÐAN MÁLEFNI HEYRNARLAUSRA Staðan í dag er þannig að heyrnar- lausir fá ekki túlk í atvinnu- viðtal. Þeir fá ekki túlk til að taka þátt í tómstunda- eða íþróttastarfi barna sinna. Þeir fá ekki túlk til að kaupa og selja íbúð. Þeir fá ekki túlk til að fara til end- urskoðanda. Þeir fá ekki túlk til að sinna áhugamál- um sínum og fræðast meira um þau. ,, JÓN FRÁ PÁLMHOLTI GJALDKERI LEIGJENDASAMTAKANNA UMRÆÐAN HÚSNÆÐISMÁL Í REYKJAVÍK Hvað nú, framsóknarmenn? ÆVINTÝRI GRIMS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.