Fréttablaðið - 24.09.2004, Qupperneq 51
FÖSTUDAGUR 24. september 2004 35
Mazda6
– bíllinn sem þú verður að prófa
Opið frá kl. 12-16 laugardaga
Gravesen bestur hjá VG
Daninn snjalli skýtur mönnum eins og Henry, Reyes og Okocha ref
fyrir rass í einkunnagjöf norska blaðsins.
FÓTBOLTI Danski miðjumaðurinn
Thomas Gravesen, sem leikur
með Everton, er efstur í ein-
kunnagjöf norska dagblaðsins VG
þegar sex umferðir eru búnar af
ensku úrvalsdeildinni. Gravesen
hefur leikið skínandi vel með
Everton það sem af er og er með
7,6 í meðaleinkunn í leikjunum
fimm sem hann hefur spilað með
liðinu á tímabilinu. Besti leikur
hans var gegn Crystal Palace í
annarri umferð en þá skoraði
hann tvö mörk og lagði upp eitt í
3-1 sigri Everton. Fyrir þann leik
fékk hann níu í einkunn en hann
hefur skorað tvö mörk og lagt upp
tvö í leikjunum fimm.
Fjórir leikmenn koma síðan í
humátt á eftir Gravesen með 7,5
í meðaleinkunn. Það eru þeir
Dennis Bergkamp og Thierry
Henry hjá Arsenal, Muzzy Izzet
hjá Birmingham og Jay Jay
Okocha, fyrirliði Bolton. Frakkinn
Thierry Henry heldur uppteknum
hætti frá því í fyrra en þá var
hann markahæsti leikmaður
deildarinnar og átti einnig flestar
stoðsendingar. Hann hefur nú
skorað fimm mörk í sex leikjum
Arsenal og átt sjö stoðsendingar,
þremur meira en næsti maður
sem er félagi hans hjá Arsenal,
Fredrik Ljungberg.
Næstur í einkunnagjöf VG
er spænski framherjinn Jose Ant-
onio Reyes hjá Arsenal. Hann
hefur fengið 7,4 í meðaleinkunn
en hann er markahæsti leikmaður
deildarinnar með fimm mörk
ásamt Henry og Nicolas Anelka
hjá Manchester City.
Tveir Íslendingar eru á listan-
um. Hermann Hreiðarsson, sem
hefur átt fast sæti í vörn Charlton
það sem af er tímabilinu, er í 86.
sæti listans með 6,5 í meðaleink-
unn. Hermann hefur hæst fengið
sjö í einkunn, alls fjórum sinnum,
en lægst fimm fyrir leikinn gegn
Bolton í fyrstu umferðinni sem
Charlton tapaði, 4-1. Eiður Smári
Guðjohnsen er í 139. sæti listans
með 6,2 í meðaleinkunn. Hann
hefur byrjað inn á í fjórum leikj-
um af sex í framlínu Chelsea,
skorað eitt mark sem var gegn
Manchester United í fyrstu um-
ferðinni og fékk sína hæstu eink-
unn eða sjö fyrir leikinn gegn
Tottenham um síðustu helgi sem
endaði með markalausu jafntefli.
Framherjinn Dwight Yorke,
sem gekk nýverið til liðs við
Birmingham frá Blackburn, er
með verstu einkunnina af þeim
leikmönnum sem hafa leikið fjóra
leiki eða meira. Yorke er með 5,0 í
meðaleinkunn og tókst að komast
upp í fimmuna um síðustu helgi
þegar hann skoraði jöfnunarmark
Birmingham gegn Charlton og
fékk sex í einkunn.
oskar@frettabladid.is
THOMAS GRAVESEN Bestur í ensku úrvals-
deildinni það sem af er að mati norska dag-
blaðsins VG. BESTIR Í ENSKU ÚRVALSDEILD-
INNI AÐ MATI NORSKA DAG-
BLAÐSINS VG.
Thomas Gravesen, Everton 7,6
Dennis Bergkamp, Arsenal 7,5
Thierry Henry, Arsenal 7,5
Muzzy Izzet, Birmingham 7,5
Jay Jay Okocha, Bolton 7,5
Jose Antonio Reyes, Arsenal 7,4
Ricardo Fuller, Portsmouth 7,33
Ledley King, Tottenham 7,33
Bruno N'Gotty, Bolton 7,33
Paul Robinson, Tottenham 7,33
Radhi Jaidi, Bolton 7,25
Patrick Berger, Portsmouth 7,2
Darren Huckerby, Norwich 7,17
Alan Stubbs, Everton 7,17