Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 2
MANNBJÖRG Þremur mönnum var bjargað úr gúmbát um borð í ís- fisktogarann Kaldbak um klukku- stund eftir að leki kom að stál- bátnum Kópnesi ST-46 frá Hólma- vík um fimmleytið í gærmorgun. Víðir Benediktsson, fyrsti stýrimaður á Kaldbaki frá Akur- eyri, segir skipverja hafa heyrt neyðarkall og þegar siglt á stað- inn. Leki hafi komið upp í véla- rúmi Kópnessins eftir að það varð vélarvana. Það hafi marað í hálfu kafi stuttu eftir að skipverjarnir voru komnir um borð í Kaldbak. „Þar sem mennirnir voru við góða heilsu ákváðum við að fylgj- ast með Kópnesinu þar til það sykki. Það gerðist sjö mínútur yfir níu, fjórum tímum eftir að lekinn kom upp í vélarúminu,“ segir Víðir. Bátnum verður ekki bjargað af hafsbotni. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var einnig kölluð út en var snúið eftir um 20 mínútna flug þegar ljóst var að mönnunum hafði verið bjargað. Kópnes var á úthafsrækjuveið- um á Húnaflóa, um 30 sjómílur norðvestur af Skagatá. Um borð voru eigandi bátsins, einn sona hans sem og vélstjóri. Kaldbakur silgdi með þá til Siglufjarðar þar sem þeir voru sóttir. Þeir bíða sjó- prófs. ■ 2 3. september 2004 FÖSTUDAGUR SLYS Starfsmaður Þjónustumið- stöðvar Hafnarfjarðar var hepp- inn að sleppa lifandi eftir að hafa fengið raflost frá ellefu þúsund volta háspennustreng í gær- morgun. Maðurinn var að grafa fyrir umferðarmerki í Áslands- hverfi þegar það blossaði frá rifnum strengnum. Hann brann á andliti og fótum. S t r e n g u r i n n rifnaði þegar skurðurinn var grafinn með vél- gröfu og tók þá að blossa frá honum. Strengurinn flyt- ur ellefu þúsund volt af rafmagni. Þrátt fyrir það var maðurinn, G u ð m u n d u r Freyr Gunnars- son, sendur niður í skurðinn með skóflu til að hreinsa betur úr skurðinum. Hann var fullvissaður um það áður en hann hóf verkið að straumurinn væri farinn af há- spennustrengnum en skömmu síð- ar tók aftur að blossa frá honum. Guðmundur segir að sér hafi fundist sem mikil sprenging hafi orðið og sér hafi verið mjög brugðið. ,,Ég hljóp upp úr skurðinum í einum grænum því ég vissi ekkert hvað var að gerast“. Hann fékk fyrsta stigs bruna og var fluttur á sjúkrahús en var útskrifaður skömmu síðar. Lögreglan og Vinnu- eftirlitið rannsaka tildrög slyssins. Háspennukaplar eiga að vera grafnir níutíu sentimetra niður í jörð en Guðmundur segir að ekki hafi verið dýpra en hálfur metri niður á þennan kapal. Reynir Kristjánsson, yfir- verkstjóri hjá Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar, segir að vinnu- hópurinn hafi ekki vitað af há- spennustreng á þessu svæði. Við óhappið fór rafmagn af stór- um hluta Hafnarfjarðar. ghg@frettabladid.is Kjaramál sjómanna: Enginn árangur KJARAMÁL „Það hefur ekki náðst saman um nokkurt einasta atriði enn sem komið er,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands. Sjómenn fund- uðu um kjaramál sín með útvegs- mönnum hjá ríkissáttasemjara í gærdag en Sævar segir engan ár- angur hafa verið af þeim fundi. Sjómenn hafa nú verið samnings- lausir í átta mánuði. „Útvegsmenn vilja að við tökum á okkur enn frekari kjaraskerðingu en verið hefur og það segir sig al- veg sjálft að það sættir sig enginn við slíkt. Sjómenn hafa þegar orðið fyrir mikilli launaskerðingu vegna aflasamdráttar og út í hött að fara fram á meiri skerðingu.“ ■ ,, Ég hljóp upp úr skurðinum í einum grænum því ég vissi ekkert hvað var að ger- ast. „Við erum með þrjá Dani, þannig að það er útilokað. Annars væri ég alveg til.“ Ólafur Jóhannesson er þjálfari FH-inga sem hafa leikið 21 leik í röð í deild, bikar og Evrópukeppni án þess að tapa og eiga mesta möguleika á að verða Íslandsmeistarar. SPURNING DAGSINS Ólafur, á ekki bara að senda FH-liðið í landsleikinn gegn Búlgörum? Breytingar á Birtu: Betri dagskrá ÚTGÁFA Birta kemur út í dag með miklu viðameiri sjónvarpsdagskrá en verið hefur. Dagskrá íslensku sjón- varpsstöðvanna eru gerð betri skil en áður en auk þess hefur dagskrá er- lendra sjónvarpsstöðva verið bætt við umfjöllunina. Yfirlit um bíómynd- ir vikunnar er einnig á meðal nýjunga sem sjónvarpsáhorfendur eiga ef- laust eftir að kunna að meta. Unnið hefur verið að breytingum á útliti blaðsins að undanförnu og er stækkun dagskrárinnar liður í þeim breytingum. Birta í dag er 72 síður og auk sjónvarpsdagskrárinnar er þar að finna margvíslegt lesefni og dægradvöl. Meðal efnis er viðtal við aðal- leikkonur kvikmyndarinnar Dís sem frumsýnd er í dag, viðtal við fim- leikakappann Rúnar Alexandersson, grein um listasmiðju á Selfossi og umfjöllun um tónlist og bækur svo fátt eitt sé talið. ■ Leki kom að 200 brúttótonna stálbát sem sökk: Þremur mönnum bjargað úr sjávarháska Blæjubann í skólum: Áhyggjurnar voru óþarfar FRAKKLAND, AP Áhyggjur manna af því að til átaka kynni að koma við franska skóla í gær vegna banns við notkun trúar- tákna á borð við blæjur og h ö f u ð k l ú t a m ú s l i m a - kvenna virð- ast hafa verið óþarfar. Ekki er vitað til þess að nokk- urs staðar hafi komið til átaka og sárafáar múslimskar stúlkur neit- uðu að fara að lögunum. Þrátt fyrir að lögin banni öll trúartákn í skólum er ljóst að þeim er beint gegn blæju múslima- kvenna. Því hafði verið búist við hörðum mótmælum. Víðast felldu stúlkur þó blæjuna þegar þær gengu inn í skólann en einhverjar sneru við þegar þær áttu að fella blæjuna. ■ BLÆJAN SETT UPP Múslimsk stelpa setur upp blæjuna að loknum skóladegi. LÁNSAMUR VERKAMAÐUR Guðmundur Freyr Gunnarsson fékk fyrsta stigs bruna á andliti og fótum. Á innfeldu myndinni má sjá skurðinn sem Guðmundur Freyr var að vinna í þegar slysið varð. M YN D /S TE FÁ N Heppinn að sleppa lifandi eftir raflost Var fullvissaður um að spenna væri farin af strengnum. Rafmagn fór af hluta Hafnarfjarðar. VIÐSKIPTI Lögfræðistofa í Banda- ríkjunum hefur auglýst eftir fólki til þátttöku í málsókn á hendur stjórnendum DeCode. Í fréttatilkynningu félagsins, sem send var á miðvikudag, segir að málið muni byggjast á þeirri staðhæfingu að stjórnendur DeCode hafi gefið frá sér rangar upplýsingar í þeim tilgangi að hækka verð hlutabréfa. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, segir að lögmannastofan hafi lifibrauð af því að kæra félög á hluta- bréfamarkaði. Stofan notist við tölvuforrit sem fylgist með sveiflum á Nasdaq og ákvarðan- ir um málsókn séu teknar á grundvelli þess að tiltekin mynstur komi fram. Hann segir ekkert hæft í áskökunum félags- ins og að öll félög á bandarískum markaði geti átt von á slíkum málsóknum. „Það er ekki verið að höfða mál vegna þess að þeir viti að við höfum gert eitthvað rangt. Ekki af því að þá gruni að við höfum gert eitthvað rangt. Þarna er verið að höfða mál af því að þeir vona að við höfum gert eitthvað rangt,“ segir Kári. Í tilkynningunni er því meðal annars haldið fram að hluta- bréfaverð í DeCode hafi lækkað um 58 prósent frá því að endur- skoðunarskrifstofan Pricewater- houseCoopers sagði upp samn- ingi við félagið. Kári bendir á að þetta sé rangt. Verð bréfa hafi lækkað um átta prósent eftir þá tilkynningu en hækkað aftur síðan. Verð á bréfum í DeCode hækkaði í gær. ■ nr. 35 2004 Í HVERRI VIKU bíó heilabrot bækur fólk stjörnuspá matur SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 3. - 9 . s ep tem be r - hefur ekki séð son sinn í tvö ár Rúnar Alexandersson Dísir í krísu - fjórar Dísardísir teknar tali bragð • fjölbreytni • orka grillaður kjúklingur caprese og Toppur 599 kr. + Valur Gunnarsson Robert Jackson Laufey Ólafsdóttir SLEPPT ÚR FANGELSI Dómari fyrir- skipaði að nær 500 mótmælendum skyldi sleppt úr haldi, nær þremur dögum eftir að þeir voru handtekn- ir við mótmæli í tengslum við flokksþing repúblikana í New York. Dómarinn skammaði borgar- lögmann New York fyrir að vera ekki þegar búinn að sjá til þess að fólkinu yrði sleppt úr haldi. ■ BANDARÍKIN Bandarísk lögmannastofa kærir DeCode: Kári segir ekkert til í ásökunum KALDBAKUR Skipverjar Kaldbaks björg- uðu þremur mönnum úr gúmbát um borð í tog- arann. KÁRI STEFÁNSSON Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, móður- félags DeCode, segir að fyrirtæki á banda- rískum markaði geti alltaf átt von á lög- sóknum á borð við þá sem nú er boðuð. 02-03 2.9.2004 22:31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.