Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 1
AFVOPNUNARMÁL „Við höfum nú- orðið nokkuð góða mynd af því magni kjarnavopna sem til er í heiminum. Við höfum ekki jafn góða yfirsýn yfir efnavopn og enn síður lífefnavopn. Til að mynda eru fjögur svæði í Rússlandi sem við höfum ekki enn fengið aðgang að,“ segir Richard Lugar, formað- ur utanríkismálanefndar öldunga- deildar bandaríska þingsins. Hann var gestur á fundi for- manna utanríkismálanefnda þinga Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna sem haldinn var í gær. Rússar hafa gert grein fyrir 40 þúsund tonnum af efnavopnum sem geymd eru á sjö stöðum. „Í einu efnavopnabyrgi í Rússlandi eru 1,9 milljónir efnavopna – sprengjur sem geymdar eru á viðarhillum í timburgeymslum,“ segir Lugar. Í augnablikinu er öryggisgæsla á svæðinu en öll þessi efnavopn þarf að gera óvirk, að sögn Lugar. Það er vandasamt verk og mun að öllum líkindum taka um sex ár. „Hér er aðeins um að ræða eina geymslu- stöð af sjö en þetta gefur góða mynd af því gríðarlega verkefni sem fram undan er,“ segir Lugar. Eitt helsta vandamálið sem takast þarf á við er sala og dreif- ing Norður-Kóreumanna á hráefn- um og sérþekkingu sem nýta má til þess að framleiða kjarnorku- vopn, að sögn Lugar. Hann segir að jafnframt leiki ekki nokkur vafi á því að Íranar séu með áætl- un um smíði kjarnavopna þrátt fyrir að þeir neiti því. Þá búi Pakistanar og Indverjar yfir kjarnavopnum og hafa landamæri ríkjanna verið nefnd hættuleg- asta svæði heims. Sjá síðu 14. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR LANDSLEIKUR Á VÍKINGSVELLI Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leik- mönnum yngri en 21 árs leikur gegn Búlgaríu á Víkingsvelli. Leikurinn, sem er liður í undankeppni Evrópukeppninnar, hefst klukkan 17. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA RIGNING EÐA SKÚRIR Horfur á vaxandi vindi við norðausturströndina síðdegis. Hiti víðast 10-15 stig. Sjá síðu 6. 3. september 2004 – 239. tölublað – 4. árgangur RAFLOST FRÁ HÁSPENNUSTRENG Starfsmaður Þjónustumiðstöðvar Hafnar- fjarðar var heppinn að sleppa lifandi þegar hann fékk raflost frá rifnum háspennustreng í skurði sem hann vann í. Sjá síðu 2 DECODE KÆRT Lögfræðistofa í Banda- ríkjunum hefur auglýst eftir fólki til þátt- töku í málsókn á hendur stjórnendum DeCode. Forstjóri DeCode gefur lítið fyrir kæruna. Sjá síðu 2 ÓTTAST HAMFARIR Flórídabúar óttast miklar hamfarir þegar fellibylurinn Frances gengur á land í kvöld. Fólk ýmist flýr heimili sín eða reynir að styrkja þau fyrir átökin fram undan. Sjá síðu 6 VILJA LAGABREYTINGU Breyting á lögum um nauðungarvistun og sviptingu sjálfræðis mikið geðsjúkra er nauðsynleg, að mati Geðhjálpar. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 42 Tónlist 48 Leikhús 48 Myndlist 48 Íþróttir 34 Sjónvarp 52 nr. 35 2004 Í HVERRI VIKU bíó heilabrot bækur fólk stjörnuspá matur SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 3. - 9 . s ep tem be r - hefur ekki séð son sinn í tvö ár Rúnar Alexandersson Dísir í krísu - fjórar Dísardísir teknar tali bragð • fjölbreytni • orka grillaður kjúklingur caprese og Toppur 599 kr. + Valur Gunnarsson Robert Jackson Laufey Ólafsdóttir Hefur ekki séð son sinn í tvö ár birta Rúnar Alexandersson: ▲Fylgir Fréttablaðinu dag ● Dísir í krísu ● Ljósanótt ● matur ● tilboð María Björk Sverrisdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Er algjör matarfíkill Ríkið gæti sparað 745 milljónir króna Um 745 milljónir króna gætu sparast við útboð á fjarskiptaþjónustu ríkisins næðist sami árangur og hjá Reykjavíkurborg. Lögum samkvæmt þarf ríkið ekki að leita hagstæðasta verðs og efla samkeppni á fjarskiptamarkaði. VIÐSKIPTI Ríkið gæti sparað allt að hálfum milljarði króna í fjar- skiptakostnað næðist sami árang- ur og af útboði Landspítala - há- skólasjúkrahúss. Væri árangurinn sá sami og Reykjavíkurborg áætl- ar við útboð fjarskipta væri sparn- aður ríkisins um 745 milljónir króna, sé miðað við tölur um fjar- skiptakostað ráðuneyta og annarra æðstu stofnana ríkisins árið 2002. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir útboðsgögn í undirbúningi. Gert sé ráð fyrir að þau verði tilbúin í október og útboð geti farið fram í kjölfarið. Tilboðstíminn verði 52 dagar og úrvinnsla tilboða og samningagerð taki einnig sinn tíma. „Hvað kemur út úr útboðunum vitum við ekkert um og eru getgátur,“ segir Júlíus. Pétur Pétursson, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála hjá OgVodafone, segir að um ára- bil hafi verið unnið að því að fá ríkið til að bjóða út fjarskiptaþjón- ustuna. „Ég velti fyrir mér hvað ræður seinagangi ríkisins, sér- staklega þegar höfð er í huga stefna stjórnvalda um að ná fram sparnaði í rekstri með útboðum.“ Júlíus segir samninga um fjar- skiptaþjónustu undanþegna útboð- um samkvæmt lögum um opinber innkaup frá árinu 2001: „Það er ein ástæðan fyrir því að útboð þjón- ustunnar hefur ekki farið fram. Einnig má nefna að samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið tak- mörkuð, sem getur haft áhrif á hvort útboð skilar árangri.“ Júlíus segir að í undirbúningi sé rammasamningsútboð þar sem gert sé ráð fyrir tveggja ára samn- ingi með möguleika á framleng- ingu. Aðeins tvö útboð hafa farið fram á fjarskiptaþjónustu ríkis- fyrirtækja. Auk Landspítala - há- skólasjúkrahúss hefur Íslands- póstur boðið út þjónustuna. Örfá önnur ríkisfyrirtæki hafa einnig leitað tilboða á markaði að frum- kvæði stjórnenda sinna. gag@frettabladid.is UNNIÐ VIÐ HAFNARGERÐ OG LANDFYLLINGU Vinna við miklar landfyllingar og hafnargerð við Sundahöfn er nú í fullum gangi. Með land- fyllingunni mun athafnasvæðið við höfnina stækka til muna en þar er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir vöruflutninga- og sjávarútvegsfyrirtæki. Á hafnar- bakkanum á Klettasvæðinu við Laugarnes munu stærstu skipin sem hingað koma geta lagst að bryggju, til dæmis stærstu skemmtiferðaskipin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 53%66% Vopnaður ræningi: Lögga rændi þrjá banka BANDARÍKIN, AP Lögreglumaður í Atlanta í Bandaríkjunum hefur játað við yfirheyrslur að eiga sök á þremur vopnuðum bankarán- um sem hafa verið framin í borg- inni síðustu tvo mánuði. Stanley Street ógnaði gjaldkerum með byssu og sagði þeim að afhenda sér peningana sem þeir væru með, en alls stal hann að andvirði rúmum sex milljónum króna. Lögmaður mannsins segir þó að hann muni lýsa sig saklausan þegar hann verður dreginn fyrir dómstóla og dregur skýrslu um yfirheyrslu yfir honum í efa. Talsmaður lögreglunnar í Atl- anta harmaði fréttirnar og sagði slæmt að einn maður eyðilegði fyrir starfsfélögum sínum með því að brjóta svona af sér. ■ Norður-Ossetía: Gíslarnir enn í haldi BESLAN, AP Nokkur hundruð manns eru enn í gíslingu tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna eftir að gærdagurinn leið án þess að árangur næðist í samninga- viðræðum yfirvalda við gísla- tökumennina. Gíslatökumenn slepptu þó 26 gíslum í haldi, en það voru konur með mjög ung börn sem fengu að yfirgefa skólann. Aðrir fengu að hírast í húsinu sem fyrr og biðu þeir þess sem verða vildi. Skömmu áður en gíslunum var sleppt heyrðist í sprengjum í ná- grenni skólans. Þeim skutu gíslatökumenn að bílum sem þeim fannst hætta sér of nærri húsinu. Sjá síðu 4 Richard Lugar, einn helsti sérfræðingur heims í afvopnunarmálum: Gríðarmikið óunnið í afvopnunarmálum 01 Forsíða 2.9.2004 22:19 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.