Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 26
Ekki er nóg með að íraska þjóðin
hafi að undanförnu þurft að færa
blóðfórnir og búa við harðstjórn
innrásarliðs. Sögu hennar hefur
einnig verið tortímt. Jafnframt
verður saga alls mannkyns fátæk-
ari. Írak er eitt elsta menningar-
ríki heims og þar eru yfir 10.000
minjastaðir. Allur þessi menning-
ararfur er nú í hættu og margt
hefur þegar glatast vegna aðgerða
hernámsliðsins. Hin sögufræga
borg Babýlon hefur orðið fyrir
spjöllum vegna hersetunnar.
Fornar borgir Súmera hafa einnig
orðið fyrir óafturkræfum spjöll-
um. Gögn um sögu síðari alda hafa
einnig eyðilagst þar sem þjóð-
skjalasafn landsins liggur undir
skemmdum. Áður en tilefnislaust
árásarstríð Bandaríkjanna og
Bretlands gegn Írak hófst sl. vor
bentu margir fræðimenn á hætt-
una sem myndi fylgja árásum á
eitt elsta menningarríki heims. En
eyðilegging af hálfu stríðsins var
ekkert miðað við hvað hefur gerst
síðan landið var hernumið.
Sprengjuárásirnar í fyrra
beindust ekki að merkum minja-
stöðum, enda vildu ráðamenn í
Washington forðast neikvætt um-
tal vegna slíks. Hlutur fornleifa-
fræðinga í að skipuleggja
sprengjuárásirnar hefur ekki
farið hátt, en í viðtali við tímaritið
Archaeology í fyrrasumar kom
fram að Bandaríkjastjórn hefði
fengið lista yfir 5000 staði sem
ætti að hlífa. Má raunar segja að
þar hafi starfsstéttin verið á afar
gráu svæði siðferðilega, eins og
bent hefur verið á, m.a. af Yannis
Hamilakis sem gagnrýndi þetta í
tímaritinu Public Archaeology.
Eftir að Bandaríkjamenn og
Bretar hernámu Írak hófst hins
vegar eyðileggingin fyrir alvöru.
Frægt varð þegar þjóðminjasafnið
í Bagdad var rænt sl. vor en á
meðan stóðu bandarískir hermenn
aðgerðalausir. Um 13.000 forn-
gripir hurfu þá og hafa ekki komið
fram í dagsljósið síðan. Undir her-
námsstjórninni hefur ástandið þó
versnað til muna. Zainab Bahrani,
prófessor í listasögu og fornleifa-
fræði við Columbiaháskóla í
Bandaríkjunum ritaði grein í
breska blaðið The Guardian 31.
ágúst þar sem hún bendir á
nokkur verstu dæmin um eyði-
leggingu minja í Írak. Hin sögu-
fræga Babýlon var ein af helstu
borgum heimsins í rúm 1000 ár.
Nebúkadnesar konungur ríkti þar
á 6. öld fyrir Krist og lét byggja
þar hengigarðana, eitt af sjö
undrum veraldar. Í Babýlon hafa
bandarískir hermenn grafið í
forna hauga og fjarlægt þá. Slíkt
rask hefur haldið áfram þrátt
fyrir að hernámsstjórnin hafi
lofað því að slíkum framkvæmd-
um yrði hætt þá þegar í júní síð-
astliðnum. Bandaríska her-
námsliðið reisti þyrlupall í miðri
Babýlon og hefur eyðilagt jarðlög
sem varðveita ómetanlegar forn-
leifar. Einnig voru dýrmætar
minjar frá 6. öld fyrir Krist eyði-
lagðar vegna þyrluferða á þeim
slóðum. Þá notar Bandaríkjaher
grískt leikhús frá tímum Alexand-
ers mikla sem geymslustað fyrir
farartæki og stórar vélar sem
óhjákvæmilega veldur á því
spjöllum. Hið fjölmenna her-
námslið í Írak hefur ekki heldur
gert ráðstafanir til að vernda
minjastaði landsins. Því hafa ræn-
ingjar látið greipar sópa um þá. Í
leiðinni vinna ræningjarnir spjöll
á fornum mannvirkjum og munum
og eyðileggja ómetanleg vísinda-
leg gögn. Engin landamæragæsla
er í Írak þannig að ránsfengurinn
hverfur úr landi en birtist á ný í
Genf, London, New York og Tokyo
þar sem markaður fyrir stolin
listaverk blómstrar. En það eru
ekki einungis minjar frá fornöld
sem nú eru að hverfa. Saga síðari
alda í Írak er einnig að verða
rýrari. Þjóðarbókhlaðan og þjóð-
skjalasafnið í Bagdad liggja undir
skemmdum vegna hernámsins.
Gögn frá valdatíma tyrkneska
Ósmanaveldisins, 16.-20. öld,
skemmdust í flóðum í fyrra og eru
nú að eyðast. Til að forða frekari
spjöllum voru þau sett í frysti-
kistur í húsi sem áður var í eigu
Baathflokksins. Þar sem stöðugur
rafmagnsskortur ríkir nú í Bagdad
þá er töluverð hætta á að þessi
skjöl eyðileggist. Svipaða sögu má
segja um nær öll skjalasöfn lands-
ins. Stríðið hefur gert það að verk-
um að það verður erfitt að skrifa
stjórnmálasögu Íraks á 20 öld af
einhverju viti, svo dæmi sé tekið.
Með því hverfa raunar gögn sem
kynnu að verða óþægileg fyrir
stjórnmálamenn, viðskiptajöfra
og hergagnaframleiðindur víða á
Vesturlöndum. Engin fordæmi eru
fyrir þeirri eyðileggingu sögu-
legra minja sem hefur átt sér stað
í Írak undanfarna 15 mánuði. Ljóst
er að sú eyðilegging er á ábyrgð
hernámsliðsins, skv. bæði Genfar-
og Haagsáttmálunum. Þrátt fyrir
fögur fyrirheit hafa ráðamenn
hernámsþjóðanna brugðist
skyldum sínum. Þjóðir heimsins
eiga heimtingu á því að þeir verði
látnir svara fyrir það með viðeig-
andi hætti. Bandaríkjamenn og
Bretar eiga ekki aðeins í stríði við
almenning í Írak. Þeir eru líka í
stríði við mannkynssöguna. ■
3. september 2004 FÖSTUDAGUR26
Í stríði við menningar-
sögu alls mannkyns
Mannleg samskipti
Eitt af mörgum mikilvægum
ákvæðum jafnréttislaganna (laga
um jafna stöðu og jafnan rétt kven-
na og karla nr. 96/2000) er að at-
vinnurekendur vinni að því að
jafna stöðu kynjanna innan fyrir-
tækja sinna og stuðli að því að störf
flokkist ekki í sérstök kvenna- og
karlastörf.
Til þess að koma til móts við það
samþykkti bæjarstjórn Akureyrar
sl. vor reglur um ráðningar sem
miða að því að jafna hlut beggja
kynja í störfum hjá bænum. Af
sömu ástæðu var einnig efnt til
hvatningarátaks þegar auglýst
voru sumarstörf á vegum bæjar-
ins og auglýsing birt á heimasíðu
bæjarins og í auglýsingamiðlum
svæðisins þar sem væntanlegir
umsækjendur voru hvattir til að
sækja um störf sem ekki teljast
dæmigerð fyrir kyn þeirra. Í aug-
lýsingunni voru karlar t.d. hvattir
til að sækja um umönnunarstörf á
leikskólum og dvalarheimilum
aldraðra og konur hvattar til að
sækja t.d. um störf við gatnagerð
og í sorphirðu. Þá voru þau sem
réðu til sumarstarfanna hvött til
þess að skoða umsóknir og ráða til
starfa með opnum huga.
Þrátt fyrir þessa hvatningu
voru umsóknir að mestu leyti
hefðbundnar þ.e. stelpur/konur
sóttu um störf í öldrunarþjónustu,
á leikskólum og við útplöntun
sumarblóma á meðan strák-
ar/karlar sóttu um störf hjá fram-
kvæmdamiðstöð bæjarins, eink-
um í gatnagerð. Ánægjulegt var
þó að sjá að mun fleiri karlar en
áður sóttust eftir störfum á leik-
skólum og á sambýlum fatlaðra.
Umsækjendum um sumarstörf
hjá Akureyrarbæ gefst kostur á
að velja allt að fjóra möguleika og
virðist ákveðin tilhneiging vera til
að gerast djörf/djarfur í þriðja og
fjórða vali og merkja þá við störf
sem eru ekki dæmigerð fyrir kyn
umsækjanda.
Áhugavert er að velta fyrir sér
ástæðum fyrir starfsvali kynjanna
og reyna að átta sig á hvort um-
sækjendur sæki um þau störf sem
þeim finnst mest spennandi eða
sem þau telja mestar líkur á að fá.
Með öðrum orðum, finnst umsækj-
endum áhugaverðast að vinna við
störf sem teljast hefðbundin fyrir
þeirra kyn eða sækjast þau eftir
þeim vegna þess að þau telja lík-
legra að vera ráðin til starfa í þau?
Mjög líklegt er að reynsla ungs
fólks af sumarstörfum hafi áhrif á
námsval þeirra. Þess vegna er
mikilvægt að stelpur og strákar
fái reynslu af atvinnulífinu og séu
ekki sett í bása eftir kyni, hvorki
af sér sjálfum né vinnuveitanda.
Flestir umsækjenda um
sumarstörf hjá Akureyrarbæ
koma úr kynjaskiptu skólakerfi
framhaldsskóla og háskóla. Í ís-
lensku skólakerfi er mikil kynja-
skipting milli deilda þar sem
stelpur/konur eru fáar í verk- og
tæknigreinum og strákar/karlar
fáir á brautum sem tengjast heil-
brigðisfræðum og kennslu.
Íslenskur vinnumarkaður er
mjög kynskiptur og launamunur
kynjanna staðreynd. Í nýlegri
skýrslu nefndar um efnahagsleg
völd kvenna er rætt um mikilvægi
þess að dregið sé úr hólfaskipt-
ingu vinnumarkaðarins eftir kyni
til þess að vinna gegn launamun
kynjanna. Þar skiptir auðvitað
máli hið kynbundna námsval og
hefðbundið starfsval þegar kem-
ur að því að safna í reynslubank-
ann með sumarvinnu.
Akureyrarbær mun því halda
áfram að gera sitt besta til þess að
hvetja umsækjendur um sumar-
störf sem og önnur störf hjá bæj-
arfélaginu til að velja óhefð-
bundið. Með því aukast möguleik-
ar á að opna augu stelpna og
stráka fyrir námsvali sem ekki
telst dæmigert og þar með auka
möguleikana á jafnari framgangi
kvenna og karla á vinnumarkaði. ■
Margt hefur verið rætt og ritað um
stöðuveitingu félagsmálaráðherra
í starf ráðuneytisstjóra og er þar
ýmislegt tínt til, jafnvel er pólitík
blandað í málið. Þetta er einkenni-
leg umræða í ljósi þess að menn
virðast á einu máli um að Helga
Jónsdóttir borgarritari hafi aug-
ljóslega verið hæfust umsækjenda,
miðað við menntun og reynslu.
Í gær, 30. ágúst, birtist í
Fréttablaðinu grein með yfir-
skriftinni „Sótti um í blálokin“,
þar sem blaðamaður veltir mál-
inu fyrir sér frá ýmsum sjónar-
hornum. Það var vegna millifyrir-
sagnar í greininni sem ég fann
hjá mér hvöt til að skrifa þessar
línur, en það er fyrirsögnin
„Mannleg samskipti“. Þar segir í
upphafi að Helga hafi alla tíð þótt
afar ákveðin kona og fylgin sér
og sínum sjónarmiðum og sumir
segi „frek“. Einhverntíma hefði
nú þessi lýsing á karlmanni, að
hann væri afar ákveðinn og fylg-
inn sér og sínum sjónarmiðum,
þótt hinn mesti kostur á embætt-
ismanni. Aftur á móti virðist það
ekki vera kostur á konu, heldur
„frekja“.
Í greininni er einnig vitnað í
orð félagsmálaráðherra, en þar
segir hann m.a.: „Þegar ég var
búinn að fara yfir það sem fólk
hefur skrifað, gert og sagt í viðtöl-
um, auk hliðsjónar af þeim verk-
efnum sem framundan eru í ráðu-
neytinu, svo og mannlegum sam-
skiptum og öðru sem hafa þarf í
huga og taka með inn í svona
ákvörðun...“ Það eru einmitt þessi
orð um mannleg samskipti sem
eru þess valdandi að ætla má að
Helgu sé þar ábótavant. Mikið
vildi ég nú að þeir/þau sem um
ráðninguna sáu hefðu talað við
mig/okkur, „hinn almenna starfs-
mann“, sem næst Helgu vinnum.
Þá hefði verið hægt að upplýsa að
í daglegum samskiptum við hinn
almenna starfsmann er ekki hægt
að hugsa sér þægilegri og hlýlegri
manneskju í umgengni, mætir
alla morgna í vinnuna með góða
skapið og alltaf í jafnvægi, hversu
mikið sem annríkið er.
Félagsmálaráðuneytið hefur
sannarlega misst af hæfasta um-
sækjandanum. ■
Höfundur er Móttökuritari
KATRÍN BJÖRG RÍKARÐSDÓTTIR
JAFNRÉTTISRÁÐGJAFI AKUREYRARBÆJAR
UMRÆÐAN
ATVINNULÍF OG
KYNJASKIPTING
UMRÆÐAN
GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR SKRIFAR UM
RÁÐNINGU RÁÐUNEYTISSTJÓRA
NÝSTÚDENTAR Á AKUREYRI Mjög líklegt er að reynsla ungs fólks af sumarstörfum hafi
áhrif á námsval þeirra, segir greinarhöfundur.
Áhugavert er að
velta fyrir sér ástæð-
um fyrir starfsvali kynjanna
og reyna að átta sig á hvort
umsækjendur sæki um þau
störf sem þeim finnst mest
spennandi eða sem þau
telja mestar líkur á að fá.
,,
Ungt fólk í kynja-
skiptu atvinnulífi
SVERRIR JAKOBSSON
SAGNFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
ÍRAKSSTRÍÐ OG
MENNINGARMINJAR
BANDARÍSKUR BRYNVAGN Í ÍRAK Hernám Bandaríkjamanna í Írak hefur umturnað
öllu þjóðlífi í landinu.
HELGA JÓNSDÓTTIR Ekki hægt að hugsa sér þægilegri og hlýlegri manneskju í um-
gengni, segir greinarhöfundur.
Lokastaða fiskveiðiárs
enn óljós
Ari Arason, Fiskistofu, skrifar:
Með vísan til fréttar í Fréttablaðið í dag
„Mikill óveiddur kvóti á árinu“
þá virðist sá misskilningur uppi í frétt-
inni að „heildaraflamarksstaða“ sem var
á vef Fiskistofu 1. september sl. hafi ver-
ið lokastaða fiskveiðiársins 2003/2004.
Svo er að sjálfsögðu ekki. Skulu hér
tilgreindar nokkrar ástæður:
1. Þar sem aðstæður á löndunarhöfn-
um eru mismunandi þá má að jafn-
aði reikna með nokkurri tímatöf þar
til löndunartölur berast til Fiskistofu.
2. Sama gildir um mismunandi afla.
T.a.m. getur löndun afurða úr vinnslu-
skipi tekið daga og að löndun lokinni
á eftir að reikna nýtingu veiðiferðar
og bakreikna svo afurðir til afla.
3. Aðilar hafa frest til 15. september til
að millifæra aflamark ársins. Fiski-
stofa og ofanritaður eru til þjónustu
reiðubúin en ólíklegt er að ljóst verði
hver lokastaða fiskveiðiársins
2003/2004 verður fyrr en að
nokkrum dögum liðnum, þó að
megindrættirnir sjáist að sjálfsögðu
núna. ■
Bandaríkjamenn og
Bretar eiga ekki að-
eins í stríði við almenning í
Írak. Þeir eru líka í stríði við
mannkynssöguna.
,,
BRÉF TIL BLAÐSINS
26-27 Umræða+ Tölvl. forsíða 2.9.2004 16:25 Page 2