Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 54
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum hófst á dögunum. Er hún sú 61. í röðinni og stendur yfir í ellefu daga. Fjölmargar stórstjörnur úr Hollywood hafa þegar látið sjá sig til að kynna nýjustu myndir sínar, þeirra á meðal John Travolta, Meryl Streep og leikstjórarnir Spike Lee og Jon- athan Demme. Rómantíska gamanmyndin The Terminal var opnunarmynd hátíðarinnar í fyrrakvöld en hún tekur ekki þátt í baráttunni um Gullna ljónið. Skartar hún Tom Hanks í aðalhlutverki en við stjórnvölinn er leikstjórinn sí- vinsæli Steven Spielberg. Mynd- in hlaut blendnar viðtökur gagn- rýnenda á forsýningu. Á meðal mynda sem keppa um aðalverðlaunin eru Birth með Nicole Kidman í aðalhlut- verki, Mar adentro, sem fjallar um tilraunir lamaðs manns til að fremja sjálfsvíg, og Vanity Fair. Formaður dómnefndar er leik- stjórinn John Boorman sem meðal annars hefur leikstýrt Hope and Glory og The Tailor of Panama. Gullna ljónið verður af- hent þann 11. september. ■ 46 3. september 2004 FÖSTUDAGUR Þessi kom víst út í fyrra en skaust framhjá mér. Ég lifi í þeirri trú að góð tónlist skili sér alltaf á réttan stað, eflaust er bunki af frábærum plötum sem þessari sem skilar sér aldrei inn á borð til mín, sama þó að ég reyni yfirleitt að hafa radarinn uppi. Það er nú ekki hægt að segja að það spili beint með sveitinni að heita svona erfiðu nafni, The Cooper Temple Clause... hljómar ekki spennandi. Svo þegar maður sér plötuumslagið fer maður að velta því fyrir sér hvort þessir menn vilji selja plötur yfir höfuð? Það er hrein hörmung... ekki einu sinni forvitnilegt á listrænan hátt. Samt virðast þeir hafa ratað á rétta staði í Bandaríkjunum því þeir voru á meðal þeirra fjölmörgu sveita sem vottuðu The Cure virð- ingu sína á Curiosa-farandtónleika- hátíðinni um landið. Þetta er rokktónlist og ekki er hægt annað en að líkja þessu við Radiohead. Þetta eru þó engar eftir- hermur, því þeir líkjast ekki bresku undrabörnunum í lagasmíðum, flutning eða tjáningu... heldur út- setningum. Þannig minnir lokalag plötunnar Written Apology þó- nokkuð á hinn frábæra hljóðheim Climbing Up the Walls, einu besta lagi OK Computer. Þetta er mjög bíómyndaleg tónlist á köflum. Aðall sveitarinnar er ást þeirra á laglínunni og vel útsett elektróníkin í bland við rokkið. Í Bandaríkjunum er greinilega að myndast ný indie- rokk sena sem finnst gaman að skreyta hugsmíðar sínar með tölv- um. Söngvarinn er líklegast ekki allra, hefur angurværa, mjúka en viðkvæma rödd. Meinar hverja einustu nótu, þannig að ég heillaðist auðveldlega með. Tékkið endilega á þessari. Birgir Örn Steinarsson Góð plata, hörmulegt nafn THE COOPER TEMPLE CLAUSE KICK UP THE FIRE & LET THE FLAMES BREAK LOOSE Full búð af nýjum vörum follow your heart Laugavegi 83 • s. 562 3244 [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN VÆLANDI GÍTARAR Gítarleikarinn Carlos Santana og Henry Garza, liðsmaður hljómveitarinnar Los Lonely Boys, létu gítarana væla á æfingu fyrir hin árlegu latínó-Grammy-verðlaun sem voru haldin í gærkvöldi. Athöfnin fór fram í Los Angeles. Simon Cowell, dómarinn vægðar- lausi úr þáttun- um American Idol, vill búa til nýjan raunveru- leikaþátt með bresku kyn- bombunnni Jord- an í aðalhlut- verki. Samþykki hún að taka þátt fær hún tæpar 260 milljónir króna í vasann. Cowell er æstur í að fá Jordan, eða Kate Price eins og hún réttu nafni, í lið með sér. „Mér líkar vel við hana og met mikils hreinskilni hennar, „sagði hann. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og Jordan myndi smellpassa í hlutverkið.“ ■ Jordan í raunveruleikaþætti ■ SJÓNVARP ■ KVIKMYNDIR Stjörnuskin í Feneyjum HANKS Á BÁTI Bandaríski leikarinn Tom Hanks kom á hótel sitt á báti og vakti mikla athygli fyrir vikið. Hanks fer með aðalhlutverkið í The Terminal, sem var opnunarmynd kvikmyndahátíðar- innar í Feneyjum. TRAVOLTA OG JOHANSSON Vel fór á með leikaranum John Travolta og ungstirninu Scarlett Johansson við kynn- ingu á nýjustu mynd þeirra, A Love Song for Bobby Long. Sú mynd keppir ekki um aðalverðlaunin. VEIFAR AÐDÁENDUM Leikkonan margverðlaunaða Meryl Streep veifar til aðdáenda sinna í Feneyjum. Myndin hennar, The Manchurian Candidate, mun ekki keppa um Gullna ljónið. Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur komið af stað nýrri tísku í íþróttaheiminum sem tengist herferð hans gegn krabbameini. Með hjálp íþróttavörufram- leiðandans Nike hafa samtök hans, Lance Armstrong Founda- tion, sett í umferð gul armbönd, sem kallast Livestrong, til styrkt- ar baráttunni gegn krabbameini. Takmarkið er að safna fimm millj- ónum dollara, eða um 350 milljón- um króna, sem munu renna til samtakanna. Kosta armböndin að- eins um 70 krónur. Nike hefur hvatt íþróttamenn sem klæðast varningi fyrirtækis- ins til að nota armböndin og hafa þau meðal annars sést á Thierry Henry, franska fótboltasnillingn- um hjá Arsenal. Lance Armstrong greindist með eistnakrabbamein árið 1996 en tókst að sigrast á því. Frá árinu 1999 hefur hann af miklu harð- fylgi unnið sex Tour de France- mót í röð en þau eru talin erfið- ustu hjólreiðamót í heimi. Arm- stong klæðist alltaf gulri treyju þegar hann keppir og því var ákveðið að armböndin skyldu vera eins á litinn. Guli liturinn er einnig tákn um von og hugrekki. Armböndin fást ekki hér á landi en hægt er að kaupa þau í gegnum netið á síðunni wearyellow.com. Einnig er hægt að læra meira um starfsemi Lance Armstrong Foundation á síðunni www.live- strong.org. ■ Tákn vonar og hugrekkis LANCE ARMSTRONG Armstrong heldur hendinni á lofti í Tour de France-hjólreiðakeppninni. Gula armband- ið er vitaskuld á sínum stað. THIERRY HENRY Frakkinn Thierry Henry er á meðal frægra íþróttamanna sem hafa notað Livestrong- armbandið. 54-55 (46-47) Fólk 2.9.2004 20:30 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.