Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 22
22 3. september 2004 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Karl Wernersson, banka- ráðsmaður í Íslandsbanka, hefur ásamt systkinum sínum gengið frá 7,72 prósenta hlut í bankanum. Hluturinn var í framvirkum samn- ingum við Íslandsbanka og Lands- bankann sem verið hefur lokað. Framvirki samningurinn var í félaginu Milestone Import Export. „Nú lokum við þessum samningum og færum eignina inn í Milestone ehf. sem er íslenskt félag,“ segir Karl Wernersson. Þar með er meirihluti 12, 28 pró- senta eignar fjölskyldunnar í Ís- landsbanka orðin eign inni í félag- inu. 3,5 prósent eru í framvirkum samningum við Straum fjárfesting- arbanka. Góður hagnaður hefur verið af fjárfestingunni í Íslands- banka. Gengi bankans var 10 krón- ur á hlut við lok á markaði í gær. Gengishagnaður fjölskyldunnar af kaupunum í Íslandsbanka er því orðinn hátt í þrír milljarðar króna, ef tekið er tillit til hárrar arð- greiðslu bankans eftir aðalfund í vor. Fjölskyldan er stærsti einstaki hluthafinn í Íslandsbanka. Næst á eftir kemur Lífeyrissjóður verslun- armanna og því næst Helgi Magn- ússon, en Landsbankinn hefur kauprétt á hlut hans á gengi sem er talsvert undir núverandi markaðs- gengi. ■ VIÐSKIPTI Með umræðu um lækk- andi raunvexti hefur vaknað um- ræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. „Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma,“ segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greining- ardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann „Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin.“ Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki af- leit. „Það sem skiptir einstakling- inn eða fyrirtækið sem tekur lán- ið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá get- um við búist við því að lánveitand- inn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum.“ Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. „Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða.“ Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breyti- legum vöxtum og verðbólguvænt- ingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. „Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eigin- leika.,“ segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. „Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti.“ Hagfræðingarnir segja lækk- andi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíð- indi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði af- numin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna. haflidi@frettabladid.is GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,15 -0,06% Sterlingspund 129,47 -0,23% Dönsk króna 11,81 -0,08% Evra 87,86 -0,08% Gengisvísitala krónu 122,24 -0,37% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTA- BRÉF Fjöldi viðskipta 314 Velta 8.339 milljónir ICEX-15 3.410 0,49% MESTU VIÐSKIPTIN Íslandsbanki hf. 6.820.408 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 516.875 Flugleiðir hf. 190.389 MESTA HÆKKUN Opin kerfi group hf. 6,94% Kögun hf. 3,01% Actavis hf. 1,49% MESTA LÆKKUN Fiskmarkaður Íslands -3,77% Medcare flaga hf. -1,49% Bakkavör group hf. -0,74 ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.178,9 0,10% Nasdaq * 1.854,7 0,23% FTSE 4.51806 0,36% DAX 3.833,5 0,41% NIKKEI 11.152,8 0,23% S&P * 1.107,8 0,17% * Bandarískar vísitölur kl. 16.50 ÓVISSAN UM YUKOS EYKST Nú er talið að fátt komi í veg fyrir gjaldþrot rússneska olíufyrirtækisins Yukos. Félagið skuldar hundruð milljarða í skatta. Óttast er að framleiðsla stöðvist á næstu vikum. Eignarhald Íslandsbanka: Gengið frá fram- virkum samningum EIGNARHLUTIR FÆRÐIR Karl Wernersson og systkini hans hafa gengið frá meirihluta eignarhlutar síns í Íslandsbanka. Tæplega átta prósenta hlutur er nú í eigu íslensks eignarhaldsfélags þeirra, Milestone ehf. BIG FOOD SVEIFLAST Gengi Big Food Group hækkaði í gær eftir lækkun daginn áður í kjölfar lækkaðs verðmats greiningar- fyrirtækis. Baugur á 22% hlut í félaginu og á breska markaðnum hefur verið orðrómur um að Baugur hyggi á yfirtöku fyrir- tækisins. SAXBYGG EYKUR HLUT SINN Félagið Saxbygg, sem keypti hlut Baugs í Flugleiðum í maí, jók í gær hlut sinn í Flugleiðum. Eftir viðskiptin á Saxbygg tæplega 650 milljón hluti í félaginu sem er rúmlega 27 prósent. ENGINN SAMDRÁTTUR HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI Umsóknum um lán hjá Íbúðalánasjóði fækkaði ekki í síðustu viku þrátt fyrir að bankarnir hafi þá kynnt ný húnsæðislán með 4,4 prósent vöxtum. Í Morgunkorni greining- ardeildar Íslandsbanka í gær kemur fram að í vikunni 23. til 31. ágúst hafi umsóknir verið að meðaltali 42 á dag samanborið við 48 í ágúst í fyrra. ■ VIÐSKIPTI RÝNT Í LÁNSKOSTINA Margir eru að skoða hug sinn þessa dagana varðandi fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Eitt af því sem fólk veltir fyrir sér er verðtryggingin sem tryggir það að lánin hækki í takt við verðlag í landinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Hluthafar í Oracle: Í mál við stjórnendur SAN FRANCISCO, AP Dómstólar í Bandaríkjunum hafa á ný tekið til athugunar mál sem hluthafar tölvufyrirtækisins Oracle höfð- uðu á hendur félaginu og helstu stjórnendum. Meðal ásakanna er að Larry Ellison forstjóri hafi nýtt sér inn- herjaupplýsingar þegar hann seldi hlutabréf fyrir 900 milljónir dala (um 60 milljarða króna) í mars árið 2001. Skömmu eftir það tilkynnti Oracle að rekstrarstaða félagsins væri verri en búist var við. Dómarar á lægra dómstigi höfðu áður vísað kröfu hluthaf- anna frá og sagt að sönnunargögn væru ekki næg til að halda mætti áfram með málshöfðunina. ■ VIÐSKIPTI Greiningardeild Íslands- banka telur líklegt að ný íbúðar- lán bankanna muni leiða til þess að fjárfestingar aukist í hluta- bréfum. Það getur haft þau áhrif að verð á hlutabréfum haldi enn áfram að hækka. „Þetta eru vangaveltur og mað- ur hefur ekki endilega fast land undir fótum ef maður nefnir tölur í þessu samhengi,“ segir Ingólfur Bender forstöðumaður greining- ardeildar Íslandsbanka. „Það er alveg viðbúið að þetta hafi einhver áhrif. Rétt eins og það hefur áhrif á eftirspurn og neyslu þá er líklegt að eitthvað af því fé sem heimilin taka út úr íbúðarverðinu leiti inn á hluta- bréfamarkaðinn,“ segir hann. Íslenski hlutabréfamarkaður- inn hefur hækkað mun hraðar heldur en markaðir í nágranna- löndunum á síðustu misserum. Vísitala hlutabréfa á Íslandi hefur hækkað um ríflega sextíu prósent það sem af er ári. Á sama tíma hefur hlutabréfamarkaðurinn í Bretlandi hækkað um 5,6 prósent, svo dæmi sé tekið. ■ Íbúðalán geta haft áhrif á hlutabréfamarkaði: Gætu valdið verðhækkunum INGÓLFUR BENDER Forstöðumaður greiningardeildar Íslands- banka telur líklegt að auknir lánamöguleik- ar einstaklinga geti haft í för með sér hækkun á verði hlutabréfa. Afnám verðtryggingar tryggir ekki lægri lán Verðtrygging lána er mörgum þyrnir í augum. Hún er að mati hagfræðinga ekki jafn slæm og margir vilja vera láta. Óstöðugleikinn í íslensku efnahagslífi er vandamálið. Hagfræðingur hjá Landsbanka segir að víða erlendis sé verið að taka upp verðtryggingu í lánaviðskiptum. Verðmæti eigna: Methækkun líkleg í ár EFNAHAGSMÁL Vísitala eignaverðs hefur hækkað hratt á þessu ári. Bæði fasteignir og hlutabréf hafa hækkað mjög. Í Hálffimm frétt- um KB banka í gær kemur fram að eignaverðsvísitala KB banka hafi hækkað um 22 prósent frá júlí 2003 til sama mánaðar í ár. Vísitalan mælir verð húsnæðis, hlutabréfa og skuldabréfa. Fram kemur hjá KB banka í gær að hækkunin nú í ár sé töluvert meiri en í uppsveiflunni í kringum alda- mót. Þá nam hækkunin mest 15 prósentum að raunvirði en hefur farið í 25 prósent nú í ár. ■ 22-23 2.9.2004 21:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.