Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 8
LYFJAVERÐ „Þessir samningar rík- isins um lækkun lyfjaverðs virka fyrst og fremst þannig, að ríkið er að taka sjúklingaafslættina eignarnámi. Svo má færa fyrir því rök, að ríkið sé einnig að gera upptækan hluta af vörubirgðum apótekanna,“ sagði Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Um mánaðamótin tók gildi áfangi samkomulags ríkisins og Félags íslenskra stórkaupmanna um lækkun lyfjaverðs um 200 milljónir króna. Áður hafði verið gert samkomulag sem kvað á um 300 milljóna króna sparnað. Talsmenn lyfjasmásala hafa gefið út, að vegna þessa séu sjúk- lingaafslættirnir í uppnámi, þar sem svigrúm apótekanna í þeim efnum hafi minnkað til muna. „Ég tel líklegt að sjúklingaaf- slættir apótekanna á lyfjum minnki verulega og hverfi jafn- vel í einhverjum apótekanna,“ sagði Sigurður. Hann bætti við að þessar aðgerðir orsökuðu verð- fellingu hluta af vörubirgðum ap- ótekanna, þar sem menn gætu ekki selt hana á því verði sem þeir hefðu ætlað þegar þeir keyptu hana inn. „En meginatriðið er, að til þess að ríkið næði þessum sparnaðar- markmiðum sínum, þá hafa menn orðið að ganga á hlut sjúkling- anna.“ ■ 8 3. september 2004 FÖSTUDAGUR Sparnaðarsamningar ríkisins um lyfjaverð: Eignarnám í afsláttum og vörubirgðum SKOÐANAKÖNNUN Samkvæmt þjóðar- púlsi Gallups fyrir septembermán- uð, þar sem spurt var um viðhorf til kvótakerfisins og afstöðu fólks til frjáls innflutnings á landbúnaðar- vörum, eru stuðningsmenn Fram- sóknarflokksins sáttastir við óbreytt fyrirkomulag í þessum málaflokkum. Einungis 16 prósent þeirra sögðust styðja frjálsan inn- flutning á landbúnaðarvörum og um 40 prósent þeirra segjast ánægð með kvótakerfið. Framsóknarmenn skera sig nokkuð úr þegar borið er saman við heildarniðurstöður. Þannig bendir könnunin til að einungis 18 prósent þjóðarinnar séu ánægð með kvóta- kerfið og að þriðjungur hennar vilji gefa innflutning á landbúnaðarvör- um frjálsan. Stuðningur við frjáls- an innflutning fer vaxandi. Síðast var spurt um viðhorf til kvótakerfisins árið 1998. Um 64 prósent sögðust óánægð með kvóta- kerfið nú í stað nærri 72 pósenta árið 1998. Ánægjan hefur að sama skapi aukist um 6 prósent, en hún var 12 prósent árið 1998 og mælist 18 prósent nú. Um 18 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með kvótakerfið. Sjálfstæðismenn eru næst- ánægðastir með kerfið, á eftir framsóknarmönnum, en um 29 pró- sent þeirra sögðust sátt. Hins vegar styðja einungis 11 prósent Samfylk- ingarfólks kvótakerfið og 5 prósent vinstri grænna. Karlar virðast mun ánægðari með kerfið en konur. Um 25 prósent karla styðja það, en einungis 10 prósent kvenna. Gallup hefur spurt um viðhorf til frjáls innflutnings á landbúnað- arvörum reglulega síðan 1993. Þá vildu 23 prósent frjálsan innflutn- ing og 31 prósent var alfarið á móti. Nú styður um þriðjungur þjóðar- innar frelsið og andstaðan er komin niður í 25 prósent. Mikill munur mælist á afstöðu kynjanna til máls- ins. Um 41 prósent karla er alfarið fylgjandi frjálsum innflutningi en einungis 24 prósent kvenna. Það eru helst stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem vill frjáls- an innflutning. Um 43 prósent þeir- ra eru fylgjandi því. Um 36 prósent sjálfstæðismanna vilja frjálsan inn- flutning og vinstri grænir virðast ekki vera svo mótfallnir hugmynd- inni heldur, a.m.k. ekki miðað við framsóknarmenn. Um 28 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja frjálsan innflutning, en ein- ungis 16 prósent framsóknar- manna, eins og áður segir. Könnunin var gerð dagana 11. til 24. ágúst. Úrtakið var 1.217 manns á aldrinum 18 til 75 ára, og var það valið með tilviljun úr þjóðskrá. Svarhlutfall var um 62%. gs@frettabladid.is Evrópuráðið: Mónakó fær aðild MÓNAKÓ, AP Sex árum eftir að Mónakó sótti upphaflega um að- ild að Evrópuráðinu hefur ráðið loks komist að þeirri niðurstöðu að lögum örríkisins við Miðjarð- arhaf hafi verið breytt nægilega mikið til að þau uppfylli kröfur sem ráðið gerir til aðildarríkja um stöðu mannréttindamála. Meðal þess sem þurfti að breyta voru lög um kosningarétt og peningaþvætti auk þess að fella úr gildi samkomulag við Frakkland sem tryggði frönsk- um þegnum ákveðinn hluta af öllum stöðum embættismanna í Mónakó. ■ SVONA ERUM VIÐ SKIPTING FLATARMÁLS ÍSLANDS Landsvæði Ferkílómetrar Ár 606 Birkiskógur og kjarr 1.165 Vötn 1.747 Jöklar 11.179 Mólendi, graslendi og ræktun 27.009 Votlendi 37.285 Mosagróður 37.285 Ógróið land og bersvæðisgróður 42.476 HEIMILD: HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS 2004 LATIBÆR FYRIR HÉRAÐSDÓMI – hefur þú séð DV í dag? Tekist á um ofsagróðann Þjóðarpúls Gallups: Ríkisstjórnin réttir úr kútnum SKOÐANAKÖNNUN Stuðningur við ríkisstjórnina eykst og fylgi stjórnarflokkanna fer upp á við, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Miðað við þjóðarpúls í ágústmánuði eykst fylgi við ríkisstjórnina um átta prósent og segjast nú 46 prósent styðja hana. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti stjórnmála- flokkurinn, með 33 prósenta fylgi, en Samfylkingin kemur fast á hæla hans með 32 pró- senta fylgi. Vinstri grænir missa þrjú prósent frá síðustu könnun og mælast nú með 16 prósenta fylgi. Framsóknar- flokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og fengi nú 14,5 prósent. Frjálslyndi flokkurinn mælist með rúmlega 4 prósenta fylgi, og dalar þar með um eitt prósent. Um 18 prósent tóku ekki af- stöðu eða neituðu að gefa hana upp og 7,5 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu ef kosningar færu fram í dag. Könnunin var gerð dagana 27. júlí til 29. ágúst 2004. Úrtak- ið var 2.773 manns á aldrinum 18 til 75 ára, og var það valið með tilviljun úr þjóðskrá. Svar- hlutfall var 63%. Vikmörk í könnuninni eru 1-3%. ■ SIGURÐUR JÓNSSON Ríkið tekur sjúklingaafslætti apótekanna eignarnámi og hluta af vörubirgðum þeirra. Framsóknar- menn sáttastir Kjósendur Framsóknarflokksins eru ánægðastir með kvótakerfið og mest mótfallnir því að gefa innflutning á landbúnaðarafurðum frjálsan, ef marka má niðurstöðu þjóðarpúls Gallups. FRAMSÓKN Á FLOKKSÞINGI Framsóknarmenn eru sáttastir við kvótakerfið og mest andsnúnir því að taka upp frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. - mest lesna blað landsins Á SUNNUDÖGUM Atvinnuauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 08-09 2.9.2004 21:16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.