Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 3. september 2004 39 Lokakeppnin í Toyota-mótaröðinni í golfi Icelandair-mótið á Hellu 4. og 5. september Nánari upplýsingar og bókanir hjá Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100. Golfferð á Meistaramót meistaranna í Glasgow 30. september - 3. október Golf á þremur völlum, Windy Hill, Hilton Park Hotel og Buchanan Castle Gold Club, og kostur á morgumtíma á Balfron Golf Club. Gist á Kirkhouse Inn. *Innifalið í verði er flug, gisting í 3 nætur með morgunverði og 3ja rétta kvöld- verður öll kvöldin, golf á þremur goldvöllum, flugvallarskattar og eldsneytisgjald. Verð fyrir golfara 32.900 kr.* aðrir greiða 58.040 kr.* ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 25 72 9 0 9/ 20 00 4 Glæsileg verðlaun 9 efstu í karlaflokki og 3 efstu í kvennaflokki tryggja sér þátttökurétt í ferð með Icelandair á Meistaramót meistaranna í Glasgow. Síminn veitir viðurkenningu fyrir fæst pútt, hittar brautir o.fl. Hver verður Íslandsmeistari í golfi 2004? FÓTBOLTI Ungir FH-ingar ætla ekki að gefa þeim eldri neitt eftir á þessu sumri og um síðustu helgi tryggði 5. flokkur félagsins sér Ís- landsmeistaratitilinn eftir úrslita- leik við Skagamenn. Í 5. flokki gilda samanlögð úrslit úr leikjum A- og B-liða. FH-ingar unnu b-liðs- leikinn 4-2 og a-liðsleiknum lauk síðan með jafntefli, 2-2. Bjarni Guðmundsson skoraði þrennu fyrir b-liðið og Jakob Sæternes bætti fjórða markinu við en þeir Hjörtur Þórisson og Viktor Smári Regatta skoruðu fyrir a-liðið og komu í báðum til- fellum liðinu yfir í leiknum. Hjörtur, sonur Þóris heitins Jóns- sonar, var í miklu stuði og skor- aði 11 mörk í úrslitakeppninni. Það er óhætt að segja að FH- liðið hafi komið upp á réttum tíma því liðið varð í 4. sæti í deildarkeppninni en sló út öll þrjú liðin fyrir ofan sig í úrslita- keppninni sem skar úr um Ís- landsmeistaratitlinn. FH vann topplið Fylkis í átta liða úrslitum, sló út lið Fram, sem varð í 3. sæti, í undanúrslitunum og lagði loks Skagamenn í úrslitaleiknum en lið ÍA endaði í 2. sæti í deildar- keppninni. FH-ingar unnu 5. flokk karla nú í sjötta sinn en það var einmitt í þessum flokki sem fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins vannst fyrir 18 árum. „Það má kannski segja að við höfum lagt línurnar fyrir meist- araflokkinn og þeir hljóta að hafa fengið smá gæsahúð að sjá strák- ana fagna sigri,“ sagði Ásgeir Ólafsson, þjálfari FH-liðsins, í léttum tón en fjölmargir meist- araflokksmenn voru mættir til að sjá strákana hans verða Íslands- meistara og unnu síðan stóran sigur í Grindavík tveimur dögum seinna. Sá sigur er góður áfangi í að tryggja titilinn í Fjörðinn í fyrsta sinn. „Það var gaman fyrir strák- ana að fá svona mikinn stuðning í þessum leik, það var alls konar FH-fólk mætt til að hvetja þá, allt frá meistaraflokksstrákunum upp í bæjarfulltrúa í Hafnar- firði,“ sagði Ásgeir en strákarnir hans hafa unnið öll sex mótin sem þeir hafa tekið þátt í í sumar. „Þetta eru mjög sigursælir strákar. Við lentum reyndar í fjórða sæti í deildinni og þar hafði það einhver áhrif að við vorum aldrei með fullt lið, það vantaði alltaf nokkra út af sum- arfríum hjá fjölskyldum strák- anna. Nokkrir foreldrar höfðu einhverjar áhyggjur af þessu og ætluðu að fara að snúast í kring- um þessa leiki en ég sagði þeim að hafa engar áhyggjur því nóg væri til af mannskap,“ sagði Ás- geir, sem sér marga efnilega í sínum röðum. „Það er ljóst að þessir strákar eiga margir möguleika á að ná mjög langt en það er bara spurning hvernig þeir halda á spöðunum í fram- tíðinni,“ segir Ásgeir en að jafn- aði mæta 70 strákar á æfingar hjá flokknum svo knattspyrnuá- huginn er mikill í Hafnarfirði þessa dagana. „Það eru líka sterkir strákar í C- og D-liðinu og þeir hafa unnið mörg mót, líka í vetur. Þetta eru yngri strákar sem taka við hlut- verkunum í a- og b-liðunum á næsta ári og FH-liðið verður ekk- ert síðra þá,“ segir Ásgeir sáttur að lokum. ooj@frettabladid.is Fengu örugglega smá gæsahúð 5. flokkur FH varð Íslandsmeistari á dögum fyrir framan marga af meistaraflokksmönnum félagsins sem eru komnir langleiðina með að tryggja félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. ÍSLANDSMEISTARAR FH Í 5. FLOKKI KARLA 2004 Sitjandi frá vinstri: Magnús Óli Magnússon, Kári Þrastarson, Bjarni Guðmunds- son, Andri Magnússon, Sigmundur Sigurgeirsson. Á hnjám frá vinstri: Andri Gíslason, Viktor Smári Segatta, Einar Karl Ingvarsson, Alexand- er Ágústsson, Helgi Valur Pálsson, Gunnar Máni Arnarsson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Hjörleifur G. Bergsteinssson, Aron Þór Ragnars- son, Orri Ómarsson. Aftasta leikmannaröð: Ingi Þór Garðarsson, Hjörtur Þórisson, Gunnlaugur Jón Ingason, Jakob Sæternes, Davíð Sig- urðsson, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Kristján Gauti Emilsson, Ísak Rafnsson, Árni Björn Höskuldsson, Björn Berg, Emil Atlason. Aftast: Árni Freyr Guðnason aðstoðarþjálfari, Jón Páll Pálmason aðstoðarþjálfari, Ásgeir M. Ólafsson þjálfari. Fréttablaðið/E.Ól. ÍSLANDSBIKARINN Á LOFTI Fyrirliðar 5. flokks FH með bikarinn, Kári Þrastarson, fyrirliði A-liðs, til vinstri og Davíð Sigurðs- son, fyrirliði B-liðs. FLESTIR ÍSLANDSMEISTARA- TITLAR Í 5. FLOKKI KARLA Valur 9 KR 7 FH 6 Fram 5 Breiðablik 3 ÍA 3 FH vann einnig titilinn 1986, 1989, 1990, 1995 og 1996. KÖRFUBOLTI Líkur eru á að Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, sé á leið til Evrópu í atvinnumennsku. Hlynur, sem er á mála hjá Snæfelli í úrvalsdeild- inni, segir að vel hafi gengið í sumar og einhver áhugi hafi kviknað hjá erlendum liðum, sem hann vill ekki nefna. „Ef gæsin gefst verður hún gripin,“ sagði Hlynur og sagðist hafa mætt full- um skilningi hjá þjálfara og for- ráðamönnum Snæfells. „Það er eins með íþróttamenn og tónlist- armenn, ef tækifæri gefast verð- ur maður að grípa eitthvert körfu- boltalið og skella sér á tónleika- ferðalag,“ segir Hlynur og hlær. Málið er enn sem komið er á frumstigi en taldi Hlynur að helmingslíkur væru á að hann færi út. Landsliðið heldur utan í næstu viku og mun leika gegn Dönum á föstudaginn kemur en heldur svo heim til undirbúnings fyrir leik gegn Rúmenum 19. september. „Þetta eru þýðingarmiklir leikir því ef þeir vinnast erum við komnir upp í A-riðil og getum þá tekið þátt í Evrópukeppninni þar sem leikið er heima og heiman. Það yrði mjög skemmtilegt ef til þess kæmi,“ sagði Hlynur. Hlynur Bæringsson hugsanlega á leið til Evrópu? Gott gengi að skila sér Á LEIÐ TIL EVRÓPU Hlynur Bæringsson gæti verið á leið til Evrópu. 46-47 (38-39) Sport 2.9.2004 20:27 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.