Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 32
Einfaldur morgunmatur Hafragrautur er ein- faldur og einstaklega hollur morgunmatur. Aðeins tekur nokkrar mínútur að hita hann og gefur hann kraft sem endist út allan daginn. Tilvalið er að henda út í hann fræjum, hnetum eða þurrkuðum ávöxtum til tilbreytingar. Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR EFTIRRÉTT. Tiramisu þýðir „tak mig upp“ á ítölsku og vísar ef til vill til þeirrar upplyftingar sem orkuríkt innihald réttarins veitir, eða þá til þess hvernig hver munnbiti lyftir anda þess sem á bragðar í hæstu hæðir. Íslensk rifsber fara mjög vel með þessum eftirrétti. Byrjið á að skilja eggin. Þeytið eggjarauður og sykur vel saman og hrærið svo mascarpone-ostinum saman við. Stífþeytið í annarri skál þrjár af eggjahvítunum með ögn af salti og blandið þeim svo varlega saman við eggjarauðukremið. Rífið allt súkkulaðið niður með rifjárni. Setjið þunnt lag af kreminu í botninn á djúpu fati. Dýfið Ladyfingers- kexinu í kaffi og Kahlua-blöndu og þekið botninn með lagi af kökum. Setjið lag af kremi ofan á kökurnar, því næst lag af rifnu súkkulaði og þar ofan á annað lag af kökum sem einnig hafa fengið að kynnast kaffi- blöndunni. Endið með lagi af kremi sem er svo þakið rifnu súkkulaði. Skreytið með eins miklu af rifsberjum og ykkur lystir. Látið standa í um þrjár klukkustundir í ísskáp áður en rétturinn er borinn fram. ■ 5 egg salt 150 g sykur 500 g mascarpone-ostur 200 g suðusúkkulaði 11/2 pakki Ladyfingers-kex 1 glas sterkt kaffi (espresso kaffi best) 2 msk. Kahlua líkjör (má sleppa) Rifsber „Uppáhaldssveppurinn minn vex ekki á Íslandi,“ segir Ágúst Pét- ursson, kennari, sveppaáhuga- maður og matargúru að auki. „Sá sveppur heitir myrkill og er af- skaplega sérkennilegur í laginu, svona eins og hann sé á röngunni, og bragðið er sterkt og sérstakt. Þessi sveppur vex í sendnum jarð- vegi í frekar heitum löndum. En hann er sjaldgæfur og kílóið af honum þurrkuðum er á um 30.000 krónur. Flestir falla fyrir honum um leið og þeir bragða hann.“ Ágúst segir að skógarsveppirn- ir séu það sem fólk er að tína hér heima. „Það eru aðallega furu- sveppir og lerkisveppir og þeir sem eru lengra komnir fara í kantarellurnar og kóngssveppina. Það er að segja ef það veit hvar þá er að finna,“ bætir hann við, hlær leyndardómsfullur og harðneitar að gefa upp staðsetningar. „Ég get upplýst að þeir eru helst í gömlu skóglendi. En allir þessir sveppir hafa í sér svo mikið bragð af skógi, ekki síst kóngssveppurinn, það er bara eins og að borða skóg,“ segir hann hlæjandi. Ágúst matreiðir sveppina á margvíslegan hátt og segir þá alla jafn ljúffenga þegar þeir eru ein- faldlega steiktir í smjöri og hvít- lauk. „Þá eru þeir góðir í eggja- kökur og pasta og hægt að búa til úr þeim rjómasósur svo eitthvað sé nefnt.“ Hann mælir þó ekki með að þeir séu notaðir hráir. „Það eru ekki bara mennirnir sem elska sveppi, flugurnar verpa í þá þannig að helst vill maður steikja þá. Hægt er að geyma þá í frysti eftir að þeir hafa verið steiktir eða léttsoðnir.“ Það eru til sveppir á Íslandi sem hafa létt eitrunaráhrif þannig að Ágúst segir vissara fyrir byrj- endur að fá leiðsögn í sveppatínsl- unni. „Það er til ágætis sveppa- handbók sem gott er að hafa til leiðsagnar svo fólk sé ekki að taka neina sénsa. Furusveppina og lerkisveppina er maður alveg öruggur með og gott að byrja á þeim.“ Ágúst fær sérstakt glimt í augað þegar hann talar um sveppatínsluferðirnar og segist fá útrás fyrir veiðieðlið þegar hann tínir sveppi. „Ég fer ekki í sveppa- tínslu heldur á sveppaveiðar,“ segir hann og skellir upp úr. Sveppi er hægt að tína fram að fyrstu frostum. ■ Suður-Afríska vínið Namaqua hefur rokið upp sölulista víða um lönd, til að mynda í Bretlandi þar sem það er söluhæsta kassavínið. Ástæðan er að vínið er ákaflega aðgengilegt og þægilegt auk þess að vera á fantagóðu verði. Vínið er léttleik- andi og ljúft með miðlungs fyllingu. Eftirbragðið er leikandi, nokkuð milt með þægilega berjatóna. Hentar vel með grillsteikum hverskonar í BBQ eða köldum sósum, pasta- og pottréttum, fuglakjöti og mildum ostum. Eins er það mjög gott eitt og sér, eða með öðrum orðum: pottþétt partívín! Verð í Vínbúðum 3.340 kr. Namaqua Soft Red: Pottþétt partívín Nýtt í Vínbúðum Vínin frá Montes hafa lengi verið einhver vinsælustu vínin frá Chile hérlend- is og þar með í hópi allra mest seldu vína. Frá engu landi er flutt inn meira vín til Íslands en Chile. Suður-amerísk vín virðast hitta okkur í hjartastað líkt og töfraraunsæið í skáldskapnum úr álfunni. Mest seldu Montes-vínin heita Villa Montes og hafa fjölmörg vín úr þeirri vínlínu fengist hérlendis. Nú hefur hvítvín úr þrúgunni chardonnay bæst í flóruna í Vínbúðum. Hér ræður ávöxturinn ríkjum og Villa Montes Chardonnay er höfugt með krydduðum ávaxtakeim. Hentar ákaf- lega vel með einfaldari fiskréttum og kryddminni mat. Verð í Vínbúðum 990 kr. Villa Montes Chardonnay: Nýtt hvítvín frá Montes Hvítvín vikunnar Castello Banfi Col di Sasso 2002 var valið vín þessarar viku í víntímaritinu Wine Spectator. Hlaut það 87 stig af 100 mögulegum. Col di Sasso þýðir á íslensku „grýtt hæð“. „Yndislegt og ljúft ofur-Toskanavín með þroskaðan ávöxt og klassískan ítalskan stíl,“ segir vínrýnirinn Michael Franz í stórblaðinu Washington Post. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 1.190 kr. Castello Banfi Col di Sasso: 87 stig í Wine Spectator Rauðvín vikunnar Tími sveppaáhugamanna: Á sveppaveiðum í gömlu skóglendi Ágúst er nú þegar búinn að fara í eina „sveppaveiðiferð“ og á eftir að fara í fleiri áður en fer að frysta, enda er þá ekki lengur hægt að tína sveppi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Á laugardaginn verður farin sveppa- tínsluferð í Heiðmörk á vegum Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Leiðbeinandi í göngunni er Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógarvistfræðingur hjá Rannsóknar- stöðinni á Mógilsá. „Nú er sveppatíminn í algleymingi og um að gera að ná sér í sveppi fyrir vet- urinn,“ segir Bjarni. „Ég mun hitta fólk í Furulundi þar sem er grill og leik- aðstaða, norðarlega í Heiðmörkinni. Í göngunni ætla ég að veita fræðslu um sveppi, sveppatínslu og meðferð svep- pa. Aðalatriðið er að kenna fólki að þekkja helstu matsveppi en þessi ganga er fyrir þá sem langar að komast inn í skógana og sveppatínsluna, ekki síst byrjendur. Sveppatínsla er á Íslandi er mun einfaldari hér en í nágrannalönd- unum. Það er líka gaman fyrir fólk að vita að hér er hægt að tína flesta þá sveppi sem finnast í nágrannalöndun- um, sem eru margir hverjir seldir í gour- met-búðum fyrir tugþúsundir kílóið.“ Allir eru velkomnir í gönguna með Bjarna sem hefst sem fyrr segir stund- víslega kl. 10 á morgun. ■ Haustganga á laugardag: Sveppatínsla í Heiðmörk Kóngssveppurinn er mikið ljúfmeti og finnst víða á Íslandi. Furusveppurinn sem líka er kallaður smjörsveppur er algengastur íslenskra sveppa ásamt lerki- og birkisveppi. Álbakkar úr Europris: Upplagðir fyrir bláberin Álbakkar með álklæddu pappaloki fást nú í verslunum Europris. Þeir henta vel fyrir matvæli í frystinn, til dæmis bláber eða önnur ber sem geyma á til vetrarins. Það er nefnilega upp- lagt að frysta ber til að eiga í be r j a só su r , o s t a k ö k u r , bökur, og aðra smárétti, útá skyrið eða saman við hristinginn. Einnig henta bakkarnir auð- vitað vel undir matarafganga sem nýta á síðar. Bakkarnir fást í tveimur stærð- um, fimm og átta desilítra og eru í sex stykkja pakkningum. Hver pakkning kostar 195 krónur. ■ 32 (04) Allt matur 2.9.2004 16:21 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.