Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 57
Ska
utasvellið oðnað
REYKJAVÍK
p
Skellið ykkur á skauta, frábær skemmtun fyrir alla í fjölskyldunni.
Leigjum út skauta fyrir þá sem ekki eiga.
Skautasvellið í Egilshöllinni
er opið fyrir almenning
Skautasvellið er opið
fyrir almenning:
Þriðjudaga 13:00 – 15:00
Miðvikudaga 13:00 – 15:30
16:30 – 19:00
Fimmtudaga 13:00 – 15:30
16:30 – 19:00
Föstudaga 13:00 – 22:00
Laugardaga 13:00 – 18:00
Sunnudaga 13:00 – 18:00
Skólatímar
mánud. - föstud. 09:00 – 15:00
egilshollin@egilshollin.is • www.egilshollin.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
O
L
25
75
1
0
9/
20
04
FÖSTUDAGUR 3. september 2004
Stundum fæ ég hluti inn á borð til
mín sem ég hef aldrei heyrt um
eða í áður. Þetta eru oftast mest
spennandi plöturnar. Þá veit
maður að þær fara í tækið án
þess að minn búið sé að planta
einhverjum fordómum í minn
veika haus.
Þessi stúlka, Nina Nastasia, er
í uppáhaldi hjá Steve Albini,
heimsþekktum upptökustjóra
Nirvana og Ensími. Hann stjórn-
ar upptökum hér og hrósar henni
við hvert tækifæri. Hún er
kassagítarstúlka sem semur sín
eigin lög og syngur fallega. Svo
má alveg hrósa henni sérstaklega
fyrir fínar textasmíðar sem virð-
ast að mestu fjalla um eftirmála
sambandsslita á þessari plötu.
Ef ég ætti að reyna að teikna
mynd af hljóðheim hennar í haus-
inn á ykkur með orðasamlíkingum
myndi ég nota nöfnin Suzanne
Vega, Kristin Hersh (áður úr
Throwing Muses) og Calexico.
Þetta gefur þó bara hugmynd um
innihaldið, án þess að lýsa því ít-
arlega.
Þessi plata er alls ekki frumleg
en einlæg tónlist sem er útsett vel
og smekklega. Einfaldar strengja-
útsetningar skreyta einfalt gítar-
plokkið og tilfinningaþrunginn
sönginn. Smellpassar í Amerik-
ana-senuna sem er að vaxa í vin-
sældum í Bretlandi í dag. Þar í
landi virðast menn loksins vera
farnir að trúa því að til sé einlægt
fólk, sem sé bara einlægt, og ekki
að þykjast eða leika.
Nina Nastasia er svo sannar-
lega gerð úr við en ekki plasti. Al-
vörukona, sem fjallar um alvöru-
hluti og tjáir sig á almennilegan
hátt. Heilsteypt og falleg plata.
Birgir Örn Steinarsson
Nina fer ekki í hundana
NINA NASTASIA
DOGS
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Kynlífssveltur simpansi í dýra-
garði í Kína hefur tekið upp á því
að reykja og hrækja á gesti vegna
gremju sinnar. Apinn, sem heitir
Feili, er 13 ára kvendýr sem sýnir
gestum enga athygli, nema til
þess að sníkja af þeim sígarettur.
Hún sefur mestallan tímann, en
fer æst að rimlunum þegar hún
heldur að fólk ætli að gefa sér
rettur. Þegar hún fær ekki það
sem hún vill verður hún æst og
óróleg. Svo þegar hún á sígarettur
biður hún gesti um að kveikja í
hjá sér. Verði þeir ekki við beiðni
hennar hrækir hún á þá.
Talið er að apinn hafi byrjað að
reykja eftir að hafa séð til eins
starfsmanns dýragarðsins í reyk-
ingapásu.
Kínverskur drengur, sem var
gestur Zhengzhou-dýragarðsins á
dögunum, varð vitni að þessu.
„Túristi henti sígarettustubb á
jörðina rétt fyrir utan búrið og
hún reyndi að veiða stubbinn til
sín með spýtu,“ sagði drengurinn.
Dýragarðsstjórinn Lui Bing
segir simpansann hafa breyst úr
„góðri stúlku“ í „vandræðageml-
ing“ eftir að maki hennar, sem er
nú orðinn 41 árs gamall, gat ekki
lengur staðið undir kynlífskröfum
hennar. „Feili reykir af forvitnis-
sökum en ekki vegna þess að hún
er háð,“ segir Bing. „Hún lærði að
hrækja af dónalegum gestum
garðsins. Hún skapar mörg vand-
ræði fyrir dýragarðinn.“ ■
Simpansi í Kína er byrjaður að láta
kynlífssvelti sitt bitna á gestum.
■ SKRÝTNA FRÉTTIN
Simpansi reykir
vegna kynlífsskorts
56-57 (48-49) Fólk 2.9.2004 21:04 Page 3