Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 53
45FÖSTUDAGUR 3. september 2004 Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari opnaði um síðustu helgi sýningu í Hafnarborg, menningarmið- stöðinni í Hafnarfirði. Sýning- una nefnir hún Minni, enda notar hún ljósmyndatæknina til þess að líkja eftir því hvernig minnið virkar. „Ég nota plastmyndavél sem heitir Holga en tók úr henni stykkið sem skiptir filmunni nið- ur í ramma. Þess vegna blæðir ljósið yfir á næstu mynd og það verða engin skil. Ég tek eina mynd, sný síðan filmunni áfram en fer samt ekki alla leið og tek svo aðra mynd. Sný síðan film- unni aðeins lengra og tek aftur mynd. Myndirnar koma hver ofan í aðra.“ Myndefnin eru hversdagsleg- ir hlutir sem allir kannast við, hús, gangstéttir, fólk, en sami hluturinn sést alltaf frá nokkrum sjónarhornum. „Með þessari aðferð verða myndirnar dálítið dularfullar og hálf súrrealískar, svipað og það sem maður sér fyrir sér í minn- inu eftir á. Maður sér hlutina ekki sem heild heldur meira eins og brot úr hlutum sem blandast saman.“ Katrín útskrifaðist sem ljós- myndari frá Boston árið 1993 og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða, bæði á samsýningum og einkasýningum í Bandaríkjun- um, Danmörku og hér á landi. „Ég hef búið mestmegnis í Ameríku en er nýflutt hingað heim.“ ■ BROT ÚR MYNDUM SEM BLANDAST SAMAN Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari sýnir verk sín í Hafnarborg, Hafnarfirði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ LJÓSMYNDASÝNING Líkt eftir minningum með myndum ÚR VERKI ÓLAFAR INGÓLFSDÓTTUR, MANWOMAN Nútímadanshátíð verður sett í Borgarleikhúsinu í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Danshátíð í örum vexti „Þetta er þriðja árið sem við höldum þessa hátíð,“ segir Ólöf Ingólfsdótt- ir, sem hleypti af stokkunum fyrstu nútímadanshátíðinni í Reykjavík árið 2002 ásamt nokkrum félögum sínum, þeim Jóhanni Björgvinssyni, Ástrósu Gunnarsdóttur, Svein- björgu Þórhallsdóttur, Nadíu Banine og Cameron Corbett. Þau höfðu velt því mikið fyrir sér hvað þau gætu gert til þess að efla danslistina á Íslandi. „Við fengum margar hugmyndir en komumst að þeirri niðurstöðu að þetta væri nokkuð sem við gætum gert til þess að skapa nýjan vett- vang fyrir dans á Íslandi. Og við bara drifum í því.“ Hátíðin hefur vaxið og dafnað ár frá ári og verður að teljast býsna öfl- ug í ár, þó enn sé hún í mótun. Í ár verða fumsýnd sjö íslensk verk, þar af þrjú á setningarathöfninni í kvöld. Það er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem setur hátíðina í Borgarleikhúsinu klukkan átta í kvöld. Að því búnu verða sýnd verkin „Án titils“ eftir Ástrósu Gunnarsdóttur, „Græna verkið“ eftir Jóhann Björgvinsson og „ManWoMan“ eftir Ólöfu Ingólfs- dóttur og Ismo-Pekka Heikinheimo. Önnur íslensk verk sem frum- sýnd verða á hátíðinni eru „Lít ég út fyrir að vera pallíettudula“ eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur, „Græna verkið“ eftir Jóhann Björgvinsson, „So“ eftir Cameron Corbett og „The Concept of Beauty“ eftir Nadiu Banine. „Þessi hátíð hefur tvímælalaust eflt sköpun íslenskra danshöfunda, og hún veitir líka fleiri dönsurum tækifæri til að koma fram.“ Ein erlend gestasýning verður á hátíðinni í ár. Það er sænska verkið „Where do we go from this?“ eftir Peter Anderson, sem verður frum- sýnt í Borgarleikhúsinu annað kvöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem er- lend gestasýning er á hátíðinni. Við stefnum að því að þetta verði al- þjóðleg hátíð á heimsmælikvarða í framtíðinni og þetta er fyrsta skrefið í þá átt.“ Hátíðin stendur yfir helgina og svo verður haldið áfram um næstu helgi líka. Dagskráin er fjölbreytt og forvitnileg, og fyrir utan dans- verk á sviði verða einnig sýndar nokkrar dansstuttmyndir eftir Hel- enu Jónsdóttur. ■ ■ DANSLIST 52-53 (44-45) Slanga 2.9.2004 20:29 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.