Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 23
23FÖSTUDAGUR 3. september 2004
Evrópusambandið:
Lausari tök
á fjárlögum
BRUSSEL, AP Búist er við að Evrópu-
sambandið kynni í dag tillögur um
minni kröfur til aðildarríkja evr-
unnar um stöðugleika í ríkisfjár-
málum. Fyrir tveimur árum sagði
þáverandi formaður fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins að reglurnar væru
heimskulegar.
Stærstu aðilarríki evrunnar,
Frakkland og Þýskaland, hafa ít-
rekað skilað fjárlögum með meiri
halla en heimilt er samkvæmt
sáttmálanum og neitað að sætta
sig við refsingar vegna þess.
Hagfræðingar eru flestir á því
að stöðugleikasáttmálinn svokall-
aði sníði aðildarríkjunum of þröng-
an stakk en samkvæmt honum má
fjárlagahalli ekki nema meira en
þremur prósentum af landsfram-
leiðslu. Gerist það þrjú ár í röð má
grípa til refsiaðgerða. ■
■ VIÐSKIPTI
HÖFUÐSTÖÐVAR ESB Í BRUSSEL
Gert er ráð fyrir að nýjar reglur um stöðug-
leika í ríkisfjármálum aðildarríkja verði
kynntar í dag.
VIÐSKIPTI „Þetta er að sjálfsögðu
afar ánægjuleg þróun en á það ber
að líta að okkar söluhæsta lyf kom
á markaðinn í byrjun ársins og
ólíklegt að sami vöxtur verði út
árið,“ segir Halldór Kristmanns-
son, forstöðumaður innri og ytri
samskipta hjá lyfjafyrirtækinu
Actavis.
Fram kemur á heimasíðu Sam-
taka iðnaðarins að verðmæti
lyfjaútflutnings hefur vaxið svo
mjög á árinu að hann er 1,2 millj-
örðum króna meiri en lyfjainn-
flutningur. Eru verðmæti ís-
lenskra lyfja það sem af er árinu
alls 5,4 milljarðar króna. Actavis
er einn stærsti útflytjandi lyfja
hérlendis.
„Tekjur okkar hafa aukist um
tæp 50 prósent á þessu ári og
áfram er stefnt að auknum um-
svifum félagsins en sú veltuaukn-
ing mun að mestu eiga sér stað er-
lendis í formi sóknar á nýja mark-
aði. Þrátt fyrir að þetta sýni að við
getum selt annað en fiskinn okkar
erum við ekki að sjá sömu tölur
fyrir seinni hluta ársins.“
Til samanburðar eru verðmæti
sjávarafurða fyrstu sjö mánuði
ársins rúmlega 70 milljarðar
króna. ■
Lyf að verða mikilvæg útflutningsvara:
Verðmæti lyfjaútflutnings
vex hröðum skrefum
ÚTFLUTNINGUR
Hluti lyfja vex statt og stöðugt sem útflutn-
ingsauðlind fyrir Íslendinga.
Viðskiptahallinn eykst:
Tvöfaldast
frá í fyrra
EFNAHAGSMÁL Viðskiptahallinn á
fyrstu sex mánuðum ársins nam
27,8 milljörðum króna. Í fyrra nam
viðskiptahallinn á sama tímabili
14,3 milljörðum. Þetta kemur fram
í bráðabirgðauppgjöri Seðlabank-
ans sem birt var í gær.
Á öðrum ársfjórðungi nam hall-
inn 16,7 milljörðum en var 14,5
milljarðar í fyrra.
Streymi fjár inn til landsins um-
fram það sem fór út úr landinu var
þó 29,1 milljarður króna, fyrst og
fremst vegna kaupa erlendra aðila
á íslenskum skuldabréfum.
Áhugi útlendinga á íslenskum hluta-
bréfum virðist þó fara minnkandi. ■
RÁÐSTEFNA UM SAMKEPPNIS-
REGLUR Lögfræðiskrifstofa
Reykjavíkur og Euphoria standa
fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um
samkeppnisreglur föstudaginn
10. september. Ráðstefnan verður
á Nordica hótelinu. Þar munu
sérfræðingar fjalla um breyting-
ar á samkeppnisreglum Evrópu-
sambandsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Fjármálaráðuneytið um
stimpilgjöld:
Ekki há
hérlendis
EFNAHAGSMÁL Stimipilgjöld eru
lægri á Íslandi en víðast í ná-
grannalöndunum. Þetta kemur
fram í vefriti fjármálaráðuneytis-
ins.
Þar segir að ráðuneytið hafi
aflað sér upplýsinga um stimpil-
gjöld í kjölfar umræðu undanfar-
inna daga. Í ljós hafi komið að sé
litið til heildarkostnaðar við
stimpilgjöld séu þau lægri hér en
víðast. Bent er á að við eignakaup
þurfi bæði að líta til stimpilgjalda
vegna lánsskjala og einnig vegna
eignayfirfærslu á fasteignum.
Bretland og Norðurlöndin eru
tekin sem dæmi í umfjöllun ráðu-
neytisins. ■
22-23 2.9.2004 21:13 Page 3