Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 50
Silja Hauksdóttir kemur fyrir eins og hún hafi ekki gert annað um ævina en að leikstýra kvik- myndum. Í það minnsta talar hún um myndina sína Dís eins og hvert annað dagsverk. Hlýjan og væntumþykjan fer þó ekki milli mála, hún er bara svo eðlileg. Eins og ekkert sé sjálfsagðara en að gæða skáldsögu lífi, færa hana á hvítt tjald og sýna þeim sem sjá vilja. Þó að Dís sé fyrsta myndin sem Silja leikstýrir er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún vinnur við kvikmyndir. Nítján ára lék hún í Draumadísum og nokkrum árum síðar í Fíaskó. „Síðan hef ég unnið alls konar störf sem tengjast kvik- myndagerð.“ Silja bjó því að reynslu auk þess sem hún nam kvikmyndagerð í Tékklandi. „Maður lærir verklagið og ég nýtti mér það. Svo byggist þetta á innsæi.“ Dís verður til Skáldsaga Silju, Birnu Önnu Björnsdóttur og Oddnýjar Sturlu- dóttur um Dís kom út fyrir fjórum árum og segir frá ungri konu í Reykjavík, lífi hennar og draum- um. Var henni líst sem óvenjulega venjulegri stelpu. Bókin var skrif- uð sumarið 2000 og kvikmynda- handritið ári síðar. „Við skrifuð- um bókina saman á þrjár tölvur við eitt eldhúsborð en þegar kom að handritaskrifunum æxlaðist það þannig að í þau tvö ár sem verkið var í vinnslu var alltaf ein- hver okkar þriggja í útlöndum. Handritið er því mikið til skrifað í gegnum tölvupóst. Við margskrif- uðum þetta og fyrsta uppkastið var ekki mjög gott,“ segir Silja og glottir. Bókinni er ekki fylgt ná- kvæmlega eftir, raunar þvert á móti. „Dís situr eftir og nokkrar aðrar persónur og atburðarásin er einfölduð til muna.“ Þar sem þær stöllur bjuggu ekki að reynslu af handritaskrif- um leituðu þær til sérfræðings. „Við vorum með svokallaðan handritalækni sem kenndi okkur tökin á þessu og þróaði þetta með okkur. Það hjálpaði okkur auðvit- að mikið.“ Gefandi starf Auðheyrt er á Silju að hún hef- ur gaman af að búa til kvikmynd- ir. Næstum allt er skemmtilegt. „Það er bara allt þetta ferli, að fá að segja sögu og sjá hana verða að veruleika. Þetta er svo áþreifan- legt. Filmurúlla í dollu sem maður fer og sýnir fólki. Þetta er líka af- skaplega gefandi.“ Og það er greinilegt hversvegna Silja lagði leikstjórnina fyrir sig en ekki framleiðslustjórn. „Mér finnast praktísk mál leiðinlegust við kvikmyndagerð. Skipulagning og lausir endar.“ Skipulagið er þó lykilatriði því það er milljónafyrirtæki að búa til kvikmynd. Gerð Dísar kostaði í kringum 70 milljónir króna sem reyndar þykja ekkert sérlega miklir peningar þegar bíó er ann- ars vegar. Og um þrjátíu manns komu að verkinu. „Dís er fremur lítil og ódýr,“ segir Silja. Finnst þú hafir séð hana áður Sem kunnugt er fer Álfrún Örnólfsdóttir með hlutverk Dís- ar. Silja segir hana snemma hafa orðið fyrir valinu. „Hún kom strax til greina. Mér finnst hún nefnilega hafa svo augljóslega það sem við þurftum. Hún er sjarmerandi stelpa, greinilega vel gefin og vel máli farin. Svo er hún eitthvað svo kunnugleg og það er það sem vildum því þannig er Dís, þér finnst þú hafir séð hana áður.“ Dís er mikil kvennamynd að því leytinu til að fjöldi kvenna í starfsliðinu var meiri en gengur og gerist. „Þetta kom nú bara af sjálfu sér. Það var valinn maður í hverju rúmi og í þessu tilviki mikið af völdum konum. Það var okkur ekkert sérstakt kappsmál að hafa margar konur.“ Silja seg- ir að andinn á tökustöðunum hafi verið skemmtilegur. „Það var mjög góður mórall, allir frekar ungir en samt með reynslu og þekkingu og starfsgleðin var mikil. Við vorum mjög hress,“ segir Silja, hress sjálf og ánægð með lífið og tilveruna. bjorn@frettabladid.is 42 3. september 2004 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD Alien-myndirnar fjórar eru fáanlegar allar saman í feitum DVD-pakka með glás af áhugaverðu aukaefni. Fyrsta myndin markaði ákveðin þáttaskil í hryllingsmyndasögunni og þó þær sem fylgdu í kjölfarið séu ólíkar innbyrðis er ekki hægt annað en að hafa gaman af kynngimagnaðri geimófreskjunni sem ekkert fær stöðvað. Fyrstu myndirnar tvær, Alien og Aliens, eru skyldueign allra alvöru safnara en hinar meinlaus bónus. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ THE BOURNE SUPREMACY Gagnrýnandi Fréttablaðsins mælir ekki með því að fólk fari þunnt á annað ævin- týri Bourne. The Bourne Supremacy „Hraðinn er slíkur í atburðarás, klippingu og öðru að varla er hægt að mæla með því að fara á mynd- ina nema maður sé tiltölulega skýr í kollinum. Sem sagt ekki of þunnur eða með nefrennsli á háu stigi. Annars er hætt við að þráðurinn tapist. Reyndar má þó segja um þessa mynd að þó svo að þráðurinn tapist á stöku stað má samt hafa gaman að henni. Hún er nefnilega vel gerð, vel leikin og í alla staði hin ánægjulegasta afþreying.“ GS Capturing the Friedmans „Leikstjórinn dregur hvorki taum lögreglu né sak- bornings í málinu og áhorfandanum er treyst til að móta eigin hlið á sannleikanum. Myndefni sonar- ins, Seth, er allt í senn yfirþyrmandi, heillandi, við- bjóðslegt og forvitnilegt en nálgunin gerir það að verkum að heimsókn til Friedmans-fjölskyldunnar verður að upplifun sem er engri lík. Vægast sagt einstök heimildarmynd og því glæpur að láta hana framhjá sér fara.“ EÁ Saved! „Myndin er þroskasaga Mary og handritið tekst á við öll helstu ágreiningsmál kristinnar trúar í biblíubeltinu á mjög smekklegan og mannlegan hátt. Þrátt fyrir þessar grafalvarlegu pælingar um lífið og tilurð þess gleymir leikstjórinn og handrits- höfundurinn Brian Dannelly ekki að vera fyndinn. Saved! er mjög góð mynd, hefur það yfirbragð að vera skondin háskóla-unglingamynd, en er svo miklu meira en það. Spyr spurninguna hvort kristin trú sé eina rétta og gefur fallega og friðsamlega niðurstöðu í lokin.“ BÖS Hellboy „Það vantar ekki hasarinn og flottar tæknibrellurn- ar og þeir sem þekkja Hellboy úr myndasögublöð- unum virðast almennt sammála um að þessi lög- un að kvikmyndaforminu sé býsna vel heppnuð. Þar munar sjálfsagt mest um að myndin gefur húmornum mikið pláss og leyfir kostulegri per- sónu vítisengilsins góða að njóta sín en hann þarf til að mynda að glíma við ástina á milli þess sem hann bjargar heiminum. Þetta þýðir auðvitað að myndin missir dampinn inn á milli og þá er hætt við að þeim sem ekki þekkja kauða láti sér leiðast og finnist myndin vera ómarkviss og langdregin.“ÞÞ The Village „Þorpið er ekkert sérlega æsandi fyrir aðdáendur þess konar mynda, en það sem Shyamalan gerir betur í þessari mynd en í Sjötta skilningavitinu og Unbreakable að minnsta kosti er að koma í gegn ógnvænlegri sýn á eðli samfélaga í anda Thomas Hobbes; það er óttinn sem heldur samfélaginu saman, hversu einfalt sem það er.“ SS Fahrenheit 9/11 „Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifa- mikill og skilur vonandi engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru „í hópi hinna viljugu“ gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleym- anlegu heimildarmynd.“ KD Good Bye Lenin „Það var mikið búið að auglýsa hversu fyndin þessi mynd væri og hve óvenjulegt það væri fyrir þýska kvikmynd. Ég var ekki alveg að átta mig á þeim húmornum. Það breytir því ekki að fyrir mynd sem fór afar hægt af stað þróaðist hún í mjög hugljúfa fjölskyldusögu sem ég hafði ánægju af.“ SS King Arthur „Þjóðsagan um Artúr konung er ótrúlega safaríkur efniviður í ævintýraspennumynd með rómantísku ívafi og dass af tragedíu. Það er allt til staðar, göf- ugur konungur, glæsilegir riddarar, fögur mey, óút- reiknanlegur seiðkarl, galdrasverð, mystísk höll, ástarþríhyrningur o.fl. o.fl. Ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer er hins vegar samkvæmur sjálfum sér og valtar yfir allt sem heitir fágun og fínlegheit. Góður biti í hundskjaft.“ KD „Some people play hard to get. I play hard to want.“ - Rokkspæjarinn Ford Fairlane er ekkert að rembast við að krækja í dömurnar. Þetta er einfalt; komi þær sem koma vilji og fari þær sem fara vilja. Óvenjulega venjuleg stelpa Peter Jackson, leikstjóri Lord of the Rings, segir það vera æsku- draum sinn að fá að leikstýra end- urgerð myndarinnar King Kong. Tökur á myndinni hefjast í heimabæ hans Wellington á Nýja Sjálandi á mánudag. Jackson seg- ist fyrst hafa reynt að leikstýra King Kong þegar hann var ung- lingur. Notaði hann þá litla upp- tökuvél og pappalíkan af Empire State byggingunni. „Það er frá- bært að fá loksins að búa þessa mynd til,“ sagði Jackson. „Ég hef dýrkað hana síðan ég var krakki. Mig langaði til að verða leikstjóri eftir að ég sá King Kong fyrst.“ Gamanleikarinn Jack Black fer með hlutverk í myndinni. „Þegar ég horfði á Lord of the Rings hugsaði ég með mér: „Ég verð að komast í næstu mynd hans,“ sagði Black. „Síðan fannst mér það fáránlegt því allir ættu eftir að vilja gera það sama. Eftir það fékk ég tilboð um að leika í King Kong. Maður bíður alla ævi eftir því að fá svoleiðis boð.“ Talið er að King Kong muni kosta rúma níu milljarða króna. Lord of the Rings þríleikurinn kostaði um 21 milljarð króna en hann hefur halað inn um 210 milljarða víðsvegar um heiminn. Frumsýningardagur King Kong er áætlaður 14. desember á næsta ári. ■ Dís frumsýnd Kvikmyndin Dís eftir Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludótt- ur og Silju Hauksdóttur, í leik- stjórn þeirrar síðast nefndu var frumsýnd í gærkvöldi. Myndin er byggð á samnefndri bók sem kom út fyrir fjórum árum og hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum. Álfrún Örnólfsdóttir fer með hlutverk Dísar og Ilmur Krist- jánsdóttir leikur vinkonu hennar Blævi. Í öðrum meginhlutverkum eru Árni Tryggvason, Gunnar Hansson, Þórunn Erna Clausen, Ylfa Edelstein, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir og Ívar Örn Sverrisson. Fyrirtæki Baltasars Kormáks, Sögn/Blueeyes Productions fram- leiðir myndina. ■ JACKSON OG AÐALLEIKARNIR Peter Jackson, í miðjunni, á Nýja Sjálandi ásamt aðalleikurum King Kong, þeim Naomi Watts, Adrien Brody og Jack Black. Æskudraumur Jacksons að rætast AP /M YN D FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SILJA HAUKSDÓTTIR HANDRITSHÖFUNDUR OG LEIKSTJÓRI Hefur leikið í tveimur bíómyndum, unnið margvísleg önnur störf við kvikmyndir og lært kvikmyndagerð í Tékklandi. 50-51 (42-43) Bíósíða 2.9.2004 21:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.