Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 62
Rafsveitin Múm heldur uppi hefð- bundnum dúlluhætti og gaf út í vikunni lag sem samið var sér- staklega fyrir myndasögubók. Höfundar hennar eru skosku hjónin John og Sara sem kalla sig Metaphrog og er bókin sú fjórða í röðinni um snáðann Louis. Bókin heitir Dreams Never Die og með henni fylgir geisladiskur þar sem Múm endurvinnur lag sem heitir nafni bókarinnar og var samið af tónlistarmanninum Hey. „Þetta er myndasögubók um náunga sem býr í ævintýraveröld sem hefur hliðstæður við veröld- ina okkar,“ segir Örvar. „Hann býr í fasistaríki. Vinnur í verksmiðju og það er allt matað ofan í hann. Hann dreymir svo um að komast út úr þessu.“ Myndirnar eru, líkt og tónlist sveitarinnar, barnalegar og litrík- ar. Örvar segir söguþráðinn þó frekar dökkan, og er þannig ekki alveg viss um að tónlistin passi svo vel við söguna. „Mér finnst lögin bjartari en sagan. Louis er voðalega óhamingjusamur, en hann reynir samt að líta alltaf á björtu hliðarnar.“ Múmliðar voru aðdáendur Louis áður en tilboðið barst. „Það var náungi sem við þekkjum út í Berlín sem var að gera lag fyrir bókina. Hann bað okkur um að gera okkar útgáfu af þess lagi. Þá áttum við hinar þrjár bækurnar fyrir, þar sem ég les rosalega mikið af myndasögum. Þetta var ein uppáhalds persónan okkar, þannig að við tókum glöð þátt,“ segir Örvar að lokum. ■ 54 3. september 2004 FÖSTUDAGUR … fær menntamálaráðherra fyrir að opna loksins Þjóðminja- safnið, þrátt fyrir að það hafi tek- ið sinn tíma. HRÓSIÐ Um miðjan október hefur göngu sína á Skjá einum nýr umræðu- þáttur sem ber heitið Sunnudags- þátturinn. Þátturinn verður með nokkuð óhefðbundnu sniði því um- sjónarmenn hans eru beintengdir ákveðnum stjórnmálaöflum, ann- ars vegar Katrín Jakobsdóttir, for- maður Ungra vinstri grænna, og hins vegar Illugi Gunnarsson, að- stoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Þættirnir verða í hádeginu á sunnudögum. Illugi og Katrín munu þar bjóða til sín gestum sem þau vilja inna eftir svörum við því sem brennur á þeim. „Við erum alltaf að horfa á spjallþætti með spyrlum sem eiga að vera hlutlausir og svo fer fólk að rífast yfir því hvort þeir séu hlutlausir eða ekki. Í þessum þætti munum við umsjónarmennirnir tala við fólk og halda uppi okkar skoðunum. Fólk veit hvar við Ill- ugi stöndum í pólitík og fer því ekkert að velta því fyrir sér, þannig að við getum leyft okkur að vera með beittari umfjöllun og spurt áleitnari spurninga. Fólk muna vita að hverju það gengur. Ég hlakka til að taka þátt í þessu því ég held að þetta geti orðið virkilega áhugavert og spenn- andi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín eða Illugi skiptast á að hefja þáttinn með samræðum við gest. Eftir það taka við tveir blaða- menn sem bjóða til sín gestum og ræða atburðarás liðinnar viku á hlutlægari máta og svo mun annað hvort Katrín eða Illugi ljúka þætt- inum ásamt viðmælanda. Ekki er enn komið á hreint hvaða blaða- menn það verða en það skýrist á næstunni. „Hugmyndin gengur út á það að spyrlarnir séu ekki hlutlausir og að þeir bjóði til sín fólki sem er á öndverðum meiði í pólitíkinni. Það er gengið út frá því að þarna mætist gagnstæðar skoðanir. Það er þörf fyrir þátt eins og þennan því þáttastjórnendurnir hafa skoð- anir sem þeir eiga ekki að fela. Þarna getur því farið fram mál- efnaleg umræða milli andstæð- inga í pólitík,“ segir Illugi. Hann bætir við að þó að umfjöllun blaða- mannanna verði fréttatengdari sé samt verið að leita að mönnum með skoðanir á þjóðmálunum þó þær verði kannski ekki flokkspól- tískar. Skoðanaskipti og rökræður verða því einkenni allra hluta þátt- arins. Uppsetning þáttarins gerir það að verkum að umsjónarmennirnir geta undirbúið sig fyrir fram og leitt umræðuna inn á brautir sem geta komið viðmælandanum í opna skjöldu. Með þessari ný- breytni er búinn til grundvöllur fyrir gagnrýna pólitískri umræðu. Upp úr kafinu ættu því að geta komið óþekkt atriði sem auðveld- ara er að fela í lognmollu þar sem tekið er á stjórnmálamönnum af óþarflegri virðingu og spyrillinn er einungis áheyrandi að því sem stjórnmálamaðurinn kærir sig um að segja hverju sinni. ingi@frettabladid.is ■ MYNDLIST í dag Íslandsmeistara- mótið í strandblaki Bakkabræður keyptu risavillu á 85 milljónir Barnabarn Laxness er besti rapparinn MÚM Örvar segist hafa verið aðdáandi Louis áður en Múm var boðið að gera lag fyrir fjórðu bókina. Múm gerir tónlist fyrir myndasögu MYNDASAGA MÚM ■ Myndasögunni Louis: Dreams Never Die fylgir geisladiskur sem inniheldur eitt lag frá Múm. LOUIS Býr í ævintýraveröld í afar huggulegu fasistaríki. Reykjavík, París, Tókýó Verk listakonunnar Rúríar vakti mikla athygli á Feneyjartvíær- ingnum í fyrra, þar sem hún sýndi verkið Archive - endangered wat- ers, sem má segja að hafi verið nokkurs konar gagnasafn um fossa á hálendi Íslands. Í fram- haldi af sýningunni var henni boð- ið að setja upp tvær sýningar í París. Fyrri sýningin, Limpide, sem byggir á nýjum ljósmyndum Rúrí- ar var opnuð í Colette galleríinu þann 30. ágúst og verður sú sýning opin til 2. október. Í gær opnaði svo sýningin Archive - endangered waters í Passage du Désir og mun sýningin standa til 2. október. Verk Rúríar verða svo til sýnis hinum megin á hnettinum, þegar sýningin hennar Limpide 2 opnar í Comme des Garcons í Tókýó. Byggir sýn- ingin á ljósmyndum sem ekki hafa verið sýndar áður. ■ RÚRÍ Verk hennar Archive - endangered waters vakti mikla athygli á Feneyjatvíæringnum í fyrra og verður nú sett upp í París. „Mér finnst það skipta miklu máli að halda tengsl- um við menn- ingu þjóðar- innar og sögu,“ segir Stefán Bald- ursson þjóð- l e i k h ú s - stjóri.“ Það er mikilvægt að við þekkjum sögu okkar og fortíð og mikilvægt fyrir alla skólanemend- ur, æsku landsins, erlenda ferða- menn og alla sem vilja kynna sér þetta að Þjóðminjasafnið hafi opn- að. Ég var þarna staddur við opnun og útfærslan á safninu er lifandi, nútímaleg og skemmtileg. Ég komst ekki yfir að skoða það til hlít- ar en legg leið mína þangað aftur.“ „Það skiptir öllu fyrir okk- ur sem þjóð að safnið hafi verið opnað aftur og að það verði rek- ið af myndar- skap fram- vegis,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. „Þarna liggja rætur okkar og saga og margt það sem gerir okkur að þjóð og skapar sjálfsmynd okkar en auðvitað eiga bókmenntir okkar ekki minni þátt í þeirri sjálfsmynd. Ég hlakka mikið til að skoða safnið og að opna heim þess fyrir barna- börnunum í framtíðinni. „Já, tvímæla- laust,“ segir Signý Sæ- mundsdóttir óperusöng- kona. „Eins og var sagt við opnunina er þetta f j ö r e g g i ð okkar sem geymir gamlar minjar, þjóðararf- urinn. Ég hlakka bara til að fara og sjá hvernig til hefur tekist, bæði breytingar á húsnæðinu og upp- setningin. Þetta er menningarstofn- un sem er þjóðinni mikilvæg, bæði fyrir okkur og gesti okkar. Þarna getum við bent fólki á sögu okkar og söguna sem fylgir þeim hlutum sem þarna eru til sýnis.“ ■ Skiptir opnun Þjóðminja- safns máli fyrir menninguna? Fjöldi manns var viðstaddur opnun Þjóðminjasafnsins eftir sex ára lokun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Formaður Ungra vinstri grænna er annar af stjórnendum þáttarins. ILLUGI GUNNARSSON Aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra mun stjórna hluta þáttarins. Ill- ugi og Katrín munu ákveða hverja þau kalla til umræðna við sig í hvert sinn. Öðruvísi umræðuþáttur 62-63 (54-55) Fólk aftasta 2.9.2004 21:42 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.