Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 3. september 2004 Allardyce hefur unnið frábært starf hjá Bolton og breytt liðinu úr jójóliði í gott úrvalsdeildar- félag sem virðist hafa náð að festa sig þar í sessi. Talið er að hinn hreinskilni Allardyce sé tregur til að yfirgefa Bolton en hann er á tíu ára samningi þar og stefnir ótrauður að því að koma félaginu í fremstu röð. Síðan er auðvitað vafamál hvort forráðamenn Newcastle treysti Allardyce til starfans því hann hefur enga reynslu af því að stjórna félagi í fremstu röð. SAM ALLARDYCE Hann er einna efstur á óskalista Newcastle enda talinn einn af bestu framkvæmdastjórum deildarinnar. Hann leiddi Middl- esbrough til fyrsta titils félags- ins á síðasta tímabili þegar félag- ið hampaði sigri í Carling-bikar- keppninni. Því er talið afar ólík- legt að forráðamenn félagsins sleppi þessum fyrrverandi lær- lingi Sir Alex Ferguson. Nýleg ummæli McClarens taka í raun af allan vafa um vilja hans: „Ég er mjög ánægður hjá Middles- brough og hef ekki áhuga á að yfirgefa félagið.“ STEVE McCLAREN Bruce er fæddur í Newcastle og hefur aldrei farið leynt með að- dáun sína á félaginu. Hann hef- ur gert frábæra hluti með Birmingham og komið liðinu á kortið. Hann gerði fimm ára samning fyrir þetta tímabil. Vit- að er að forráðamenn Birming- ham gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í Bruce. Hins vegar er einnig vitað að Bruce er afar metnaðarfullur og ætlar sér að klifra upp fram- kvæmdastjórastigann og staðan hjá Newcastle er án efa ein sú stærsta í enska boltanum. STEVE BRUCE Dýrkaður og dáður í Newcastle og þar í borg er hann litinn nán- ast sömu augum og Maradona í Argentínu. Var framkvæmda- stjóri félagsins frá 1992 til 1997 og gerbylti öllu hjá félaginu. Liðið var á leiðinni niður í 2. deild þegar Keegan tók við en hann sneri við blaðinu og kom liðinu upp í úrvalsdeild. Hann er nú framkvæmdastjóri Man- chester City og forráðamenn þess félags vilja halda í hann. Aðdáendur Newcastle vilja Keegan aftur en forráðamenn félagsins eru meira efins. KEVIN KEEGAN Rauðhærði Skotinn þótti harður í horn að taka þegar hann var við stjórnvölinn hjá Southampton. Ákveðni hans og staðfesta gæti verið einmitt það sem Newcastle þarfnast. Á hinn bóginn er ekki vitað hvernig ástandi Strachan er í því hann yfirgaf Southampton þremur mánuðum áður en síðasta tímabili lauk og sagðist þarfnast hvíldar frá fótboltanum. Hann hefur þó gefið í skyn að hann vilji snúa aftur í slaginn og talið er lík- legt að draumastarf hans sé stjórnun skoska landsliðsins. GORDON STRACHAN Gæti verið draumablandan eða uppskrift að stórslysi. Shearer tilkynnti að nýhafið tímabil væri hans síðasta sem leikmanns og hefur greint frá áhuga á að snúa sér að þjálfun. Er þó ekki tilbú- inn til að taka við af Robson. Venables er reyndur, hefur farið víða. Hann þykir henta vel í að koma Shearer inn í starfið. Svo virðist sem forráðamenn New- castle horfi til Alans Shearer sem framtíðarstjóra. TERRY VENABLES ALAN SHEARER SIR BOBBY Bobby Robson var sagt upp störfum hjá Newcastle eftir aðeins fjórar umferðir. Leitin að arftakanum stendur yfir en margir eru hissa á því að hinum hæfa Bobby hafi verið vikið úr starfi. Hver tekur við? Leitin að arftaka Sir Bobby Robson hjá Newcastle stendur yfir. Margir eru undrandi á uppsögninni. Þó nokkrir koma til greina sem arftakar. FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarfélag- ið Newcastle hefur hafið leit að arftaka Sir Bobby Robson en hon- um var vikið úr stól fram- kvæmdastjóra félagsins á dögun- um eftir að hafa verið við stjórn- völinn í fimm ár. Aðalástæðan fyrir brottvikningu Robsons var sögð slæm byrjun Newcastle í deildinni en hins vegar hefur sterkur orðrómur verið á kreiki í þó nokkurn tíma um óánægju nokkurra leikmanna með gamla manninn. Forráðamenn Newcastle hafa látið hafa eftir sér að þeir muni taka sér þann tíma sem þeir þurfi til að ráða nýjan framkvæmda- stjóra – þeir vilji einfaldlega þann besta. Við skulum líta á nokkra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir framkvæmda- stjórar félagsins. 44-45 (36-37) Sport 2.9.2004 21:09 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.