Fréttablaðið - 03.09.2004, Page 47

Fréttablaðið - 03.09.2004, Page 47
FÖSTUDAGUR 3. september 2004 39 Lokakeppnin í Toyota-mótaröðinni í golfi Icelandair-mótið á Hellu 4. og 5. september Nánari upplýsingar og bókanir hjá Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100. Golfferð á Meistaramót meistaranna í Glasgow 30. september - 3. október Golf á þremur völlum, Windy Hill, Hilton Park Hotel og Buchanan Castle Gold Club, og kostur á morgumtíma á Balfron Golf Club. Gist á Kirkhouse Inn. *Innifalið í verði er flug, gisting í 3 nætur með morgunverði og 3ja rétta kvöld- verður öll kvöldin, golf á þremur goldvöllum, flugvallarskattar og eldsneytisgjald. Verð fyrir golfara 32.900 kr.* aðrir greiða 58.040 kr.* ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 25 72 9 0 9/ 20 00 4 Glæsileg verðlaun 9 efstu í karlaflokki og 3 efstu í kvennaflokki tryggja sér þátttökurétt í ferð með Icelandair á Meistaramót meistaranna í Glasgow. Síminn veitir viðurkenningu fyrir fæst pútt, hittar brautir o.fl. Hver verður Íslandsmeistari í golfi 2004? FÓTBOLTI Ungir FH-ingar ætla ekki að gefa þeim eldri neitt eftir á þessu sumri og um síðustu helgi tryggði 5. flokkur félagsins sér Ís- landsmeistaratitilinn eftir úrslita- leik við Skagamenn. Í 5. flokki gilda samanlögð úrslit úr leikjum A- og B-liða. FH-ingar unnu b-liðs- leikinn 4-2 og a-liðsleiknum lauk síðan með jafntefli, 2-2. Bjarni Guðmundsson skoraði þrennu fyrir b-liðið og Jakob Sæternes bætti fjórða markinu við en þeir Hjörtur Þórisson og Viktor Smári Regatta skoruðu fyrir a-liðið og komu í báðum til- fellum liðinu yfir í leiknum. Hjörtur, sonur Þóris heitins Jóns- sonar, var í miklu stuði og skor- aði 11 mörk í úrslitakeppninni. Það er óhætt að segja að FH- liðið hafi komið upp á réttum tíma því liðið varð í 4. sæti í deildarkeppninni en sló út öll þrjú liðin fyrir ofan sig í úrslita- keppninni sem skar úr um Ís- landsmeistaratitlinn. FH vann topplið Fylkis í átta liða úrslitum, sló út lið Fram, sem varð í 3. sæti, í undanúrslitunum og lagði loks Skagamenn í úrslitaleiknum en lið ÍA endaði í 2. sæti í deildar- keppninni. FH-ingar unnu 5. flokk karla nú í sjötta sinn en það var einmitt í þessum flokki sem fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins vannst fyrir 18 árum. „Það má kannski segja að við höfum lagt línurnar fyrir meist- araflokkinn og þeir hljóta að hafa fengið smá gæsahúð að sjá strák- ana fagna sigri,“ sagði Ásgeir Ólafsson, þjálfari FH-liðsins, í léttum tón en fjölmargir meist- araflokksmenn voru mættir til að sjá strákana hans verða Íslands- meistara og unnu síðan stóran sigur í Grindavík tveimur dögum seinna. Sá sigur er góður áfangi í að tryggja titilinn í Fjörðinn í fyrsta sinn. „Það var gaman fyrir strák- ana að fá svona mikinn stuðning í þessum leik, það var alls konar FH-fólk mætt til að hvetja þá, allt frá meistaraflokksstrákunum upp í bæjarfulltrúa í Hafnar- firði,“ sagði Ásgeir en strákarnir hans hafa unnið öll sex mótin sem þeir hafa tekið þátt í í sumar. „Þetta eru mjög sigursælir strákar. Við lentum reyndar í fjórða sæti í deildinni og þar hafði það einhver áhrif að við vorum aldrei með fullt lið, það vantaði alltaf nokkra út af sum- arfríum hjá fjölskyldum strák- anna. Nokkrir foreldrar höfðu einhverjar áhyggjur af þessu og ætluðu að fara að snúast í kring- um þessa leiki en ég sagði þeim að hafa engar áhyggjur því nóg væri til af mannskap,“ sagði Ás- geir, sem sér marga efnilega í sínum röðum. „Það er ljóst að þessir strákar eiga margir möguleika á að ná mjög langt en það er bara spurning hvernig þeir halda á spöðunum í fram- tíðinni,“ segir Ásgeir en að jafn- aði mæta 70 strákar á æfingar hjá flokknum svo knattspyrnuá- huginn er mikill í Hafnarfirði þessa dagana. „Það eru líka sterkir strákar í C- og D-liðinu og þeir hafa unnið mörg mót, líka í vetur. Þetta eru yngri strákar sem taka við hlut- verkunum í a- og b-liðunum á næsta ári og FH-liðið verður ekk- ert síðra þá,“ segir Ásgeir sáttur að lokum. ooj@frettabladid.is Fengu örugglega smá gæsahúð 5. flokkur FH varð Íslandsmeistari á dögum fyrir framan marga af meistaraflokksmönnum félagsins sem eru komnir langleiðina með að tryggja félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. ÍSLANDSMEISTARAR FH Í 5. FLOKKI KARLA 2004 Sitjandi frá vinstri: Magnús Óli Magnússon, Kári Þrastarson, Bjarni Guðmunds- son, Andri Magnússon, Sigmundur Sigurgeirsson. Á hnjám frá vinstri: Andri Gíslason, Viktor Smári Segatta, Einar Karl Ingvarsson, Alexand- er Ágústsson, Helgi Valur Pálsson, Gunnar Máni Arnarsson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Hjörleifur G. Bergsteinssson, Aron Þór Ragnars- son, Orri Ómarsson. Aftasta leikmannaröð: Ingi Þór Garðarsson, Hjörtur Þórisson, Gunnlaugur Jón Ingason, Jakob Sæternes, Davíð Sig- urðsson, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Kristján Gauti Emilsson, Ísak Rafnsson, Árni Björn Höskuldsson, Björn Berg, Emil Atlason. Aftast: Árni Freyr Guðnason aðstoðarþjálfari, Jón Páll Pálmason aðstoðarþjálfari, Ásgeir M. Ólafsson þjálfari. Fréttablaðið/E.Ól. ÍSLANDSBIKARINN Á LOFTI Fyrirliðar 5. flokks FH með bikarinn, Kári Þrastarson, fyrirliði A-liðs, til vinstri og Davíð Sigurðs- son, fyrirliði B-liðs. FLESTIR ÍSLANDSMEISTARA- TITLAR Í 5. FLOKKI KARLA Valur 9 KR 7 FH 6 Fram 5 Breiðablik 3 ÍA 3 FH vann einnig titilinn 1986, 1989, 1990, 1995 og 1996. KÖRFUBOLTI Líkur eru á að Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, sé á leið til Evrópu í atvinnumennsku. Hlynur, sem er á mála hjá Snæfelli í úrvalsdeild- inni, segir að vel hafi gengið í sumar og einhver áhugi hafi kviknað hjá erlendum liðum, sem hann vill ekki nefna. „Ef gæsin gefst verður hún gripin,“ sagði Hlynur og sagðist hafa mætt full- um skilningi hjá þjálfara og for- ráðamönnum Snæfells. „Það er eins með íþróttamenn og tónlist- armenn, ef tækifæri gefast verð- ur maður að grípa eitthvert körfu- boltalið og skella sér á tónleika- ferðalag,“ segir Hlynur og hlær. Málið er enn sem komið er á frumstigi en taldi Hlynur að helmingslíkur væru á að hann færi út. Landsliðið heldur utan í næstu viku og mun leika gegn Dönum á föstudaginn kemur en heldur svo heim til undirbúnings fyrir leik gegn Rúmenum 19. september. „Þetta eru þýðingarmiklir leikir því ef þeir vinnast erum við komnir upp í A-riðil og getum þá tekið þátt í Evrópukeppninni þar sem leikið er heima og heiman. Það yrði mjög skemmtilegt ef til þess kæmi,“ sagði Hlynur. Hlynur Bæringsson hugsanlega á leið til Evrópu? Gott gengi að skila sér Á LEIÐ TIL EVRÓPU Hlynur Bæringsson gæti verið á leið til Evrópu. 46-47 (38-39) Sport 2.9.2004 20:27 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.