Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR STAÐA HÁSKÓLA ÍSLANDS Málfundur um háskólastigið og stöðu Há- skóla Íslands verður haldinn í hátíðarsal skólans. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytur erindi, meðal annarra. Fundurinn hefst klukkan 13. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 9. desember 2004 – 336. tölublað – 4. árgangur NAUÐGANIR VOPN Í STRÍÐSÁ- TÖKUM Friðargæsluliðar og hjálparstarfs- menn hafa misnotað konur og stúlkur sem þeir áttu að vernda segir meðal annars í skýrslu Amnesty International. Sjá síðu 2 SKULDIR EIGA AÐ LÆKKA Í fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir lækkun skulda borgarsjóðs og engum nýjum langtímalánum. Ósk- hyggja segja sjálfstæðismenn. Sjá síðu 4 UNNIÐ AÐ SKIPULAGI VATNS- MÝRAR Vinna að heildarskipulagi Vatns- mýrar er að hefjast aftur eftir um tveggja ára hlé. Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefur skipað stýrihóp til að halda utan um skipu- lagið. Sjá síðu 2 VILJA VEIÐILEYFAGJALD Sveitar- stjórar vilja að veiðileyfagjald renni til sjáv- arbyggða sem hafa komið illa út úr upp- töku kvótakerfisins. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 46 Tónlist 38 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 34 Sjónvarp 48 ● jólin koma ● heimili ● tíska ● ferðir Sækir hitann í heimilistækin Ilmur Stefánsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ● skattaparadís ● hrokagikkir Svaðilfarir í Mið-Ameríku Erpur Eyvindarson: ▲ INNI Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG Jólalest kemur eftir daga 2 BJARTVIÐRI NORÐAUSTAN til, slydduél eða él sunnan- og vestanlands. Heldur kólnandi veður. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 www.postur.is 13.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu! Nýtt Hagkaupsblað fylgir Fréttablaðinu í dag SJÁVARÚTVEGUR Tuttugu ár eru síðan kvótakerfi í sjávarútvegi var komið á. Í fyrstu var kerfið hugsað til bráðabirgða og samþykkt til eins og tveggja ára í senn. Árið 1990 var það endanlega fest í sessi og þá var frjálst framsal kvóta einnig heimil- að. Fyrstu árin ríkti nokkur sátt um kerfið en með frjálsa framsalinu hefur óánægjan aukist og afleiðing- ar þess oft nefndar mesta löglega eignatilfærsla Íslandssögunnar. Í dag og næstu daga birtir Fréttablaðið úttekt á kvótakerfinu þar sem helstu sjónarmið eru dreg- in fram. Jakob Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar, segir að fiskifræðingar hafi bent á slælega stöðu þorskstofns- ins í nokkur ár en stjórnmálamenn jafnan skellt skollaeyrum við. „Ástandið var orðið það alvarlegt að það rann upp fyrir mönnum að það var ekki hægt að standa hjá að- gerðalaus,“ segir Jakob. „Ég tel að kvótakerfið hafi bjargað því sem bjargað varð á þessum tíma,“ segir Halldór Ás- grímsson. Sjá síðu 24 Úttekt Fréttablaðsins: Kvótakerfið í tuttugu ár Netháskóli: Köttur fékk MBA-gráðu BANDARÍKIN, AP Colan Nolby er kom- inn með MBA-gráðu án þess að hafa nokkurn tíma gengið í skóla. Colan er sex ára köttur í eigu rannsóknar- lögreglumanns í Harrisburg í Pennsylvaníu. Yfirvöld í Pennsylvaníu grunaði að lítið stæði á bak við gráður sem Trinity Southern-háskólinn í Texas gæfi út. Lögreglumaðurinn setti sig því í samband við skólann og keypti gráðu á átján þúsund krónur. Hann sagði Colan Nolby hafa reynslu af barnagæslu og innkaupastjórnun en tók ekki fram að Colan væri köttur. Þetta dugði kettinum til prófgráðu og einkunna. Tveir bræður sem standa að skólanum hafa verið ákærðir fyrir svindl. ■ HRÆ GRAFIÐ UPP VIÐ EYÐIBÝLIÐ SJÓNARHÓL Eitt hrossanna sem búið var að urða í landi Sjónarhóls var grafið upp í gær. Hræið verður brennt og svæðið sótthreinsað. MILTISBRANDUR Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undan- förnum dögum drepist úr miltis- brandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralækn- is. Það blæddi úr vitum, ytri kyn- færum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfir- læknir á sóttvarnasviði Landlækn- isembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn milt- isbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hross- unum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskip- að bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í til- kynningu frá embætti yfirdýra- læknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjár- eftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýs- inga. „Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf,“ segir Halldór. „Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í ein- hverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vit- um ekki hvort við megum það.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjón- arhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar. - th - jss Gagnrýnir viðbrögð vegna miltisbrands Bóndi á næsta bæ við Sjónarhól gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Grafa sem var notuð við að urða eitt hrossanna er nú austur í Þingvallasveit. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Skattkerfi tíu Evrópulanda: Ísland eitt án þrepaskatts EFNAHAGSMÁL Hátekjufólk á Íslandi greiðir lægri skatta og lágtekjufólk hærri skatta en almennt tíðkast í löndunum í kringum okkur og er tekjuskattur á Íslandi almennt lægri en gerist í þeim löndum, sam- kvæmt niðurstöðum útreikninga á tekjuskatti í tíu löndum í Evrópu. Flest önnur skattkerfi en hið ís- lenska byggja á þrepakerfi þar sem skattar fara stigvaxandi eftir tekj- um, en eftir niðurfellingu hátekju- skatts 2006 verður Ísland eina land- ið með aðeins eitt skattþrep. Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur Alþýðusambands Ís- lands, segir að með því að afnema hátekjuskatt sé verið að draga úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfis- ins. - sda Sjá F2 í miðju blaðsins 15 dagar til jóla Opið 10-18.30 í dag F2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.