Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 25

Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 25
25FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 Til : Viðskiptavina okkar • • taktu fleiri bita • • Allir á 8 Mb/s hraða um jólin! Það er sama í hvaða áskriftarflokk þú ert í hjá BTnet -þú verður á 8 Mb/s hraða til 1. janúar 2005. • • Á fullum hraða um jólin! V12 • • 3Mb/s tenging. • • Niðurhal innlands frítt. • • Niðurhal erlendis allt að 100MB frítt. • • 3 póstföng innifalin. • • Frír beinir • • Fyrsti mánuðurinn frítt Frítt á frídögum allt að 2GB frítt erlent niðurhal* Mánaðargjald 3.699,- kr. Verðdæm i 8Mb/s til 1. janúar! Kynntu þér málið á www.btnet.is eða hafðu beint samband í síma 558-1234. BTnet fæst í verslunum BT * Viðskiptavinir fá 500Mb af erlendu niðurhali frítt um helgar. * * Gegn 12 mánaða áskrift á kreditkort. „Stjórnmálamenn hlustuðu á okkur fiskifræðinga eftir hentisemi; á meðan á landhelgisdeilunni stóð tóku stjórnvöld fullt mark á okkur en ef málið sneri að innlendum veiðum snérust stjórnvöld öndverð við. Mér fannst þetta hentistefna,“ segir Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur og fyrrverandi forstjóri Hafrann- sóknarstofnunarinnar. „Ég hefði vilja sjá kerfið öðru vísi úr garði gert, til dæmis að veiddu menn ekki allan fiskinn ættu þeir að skila kvótanum og honum yrði svo end- urúthlutað. Þeir sem stóðu nær hagfræðinni sögðu það ekki koma til greina.“ Hann rifjar líka upp að kvótakerfi á rækju og síld höfðu skilað góðum árangri. „Við björguð- um síldarstofninum með kvótakerfi og horfðum mjög til þess þegar við lögðum til að þorskurinn yrði settur í kvóta.“ Frjálsa framsalið hefur alla tíð verið umdeilt enda áhrif þess mikil. „Ég var aldrei var við að menn gerðu sér grein fyrir að frjálsa framsalið hefði jafnmikil fjár- hagsleg áhrif og það hafði. Ég gerði það að minnsta kosti ekki. Við hugsuðum um það eitt að koma á kerfi sem gæti hamið sóknina.“ Jak- ob segir Halldór Ásgrímsson hafa gert gæfumuninn, hann hafi hlust- að á fiskifræðingana öfugt við flesta aðra sjávarútvegsráðherra. „Það var reyndar þægilegt að vinna með Kjartani Jóhannssyni en Lúð- vík Jósepsson vildi togara á hvert heimili.“ Jakob segir nauðsynlegt að meta gagnsemi kvótakerfisins með hlið- sjón af öðrum kerfum. „Hverju hefðu önnur kerfi skilað okkur? Kvótakerfið skilaði ekki því sem okkar björtustu vonir stóðu til en eigi að síður eru fiskistofnarnir við Ísland í mun skárra ástandi en ann- ars staðar og sjávarútvegurinn hér er ekki rekinn með jafnmiklum vandræðum og víða erlendis. Það hefði hins vegar munað öllu ef stjórnvöld hefðu tekið málin traust- um tökum strax í lok landhelgis- deilunnar. Sóknin datt niður þegar Englendingarnir fóru en síðan blússaði hún upp aftur þegar Lúð- vík flutti inn alla skuttogarana. Þeir voru náttúrulega nauðsynlegir, þeir bara þurftu ekki að vera svona margir.“ Hentistefna pólitíkusa Jakob Jakobsson: „Ég hafði ekki sterkar skoðanir á málinu þegar ég tók við embætti. Ég var vanur því að menn gætu gengið til veiða eftir því sem þeir vildu og vandist því að þeir sem sóttu fastast sjóinn stóðu sig best. Þess vegna mat ég sjómennskuna eftir dugnaði og hörku þeirra sem þar börðust um,“ segir Halldór Ásgrímsson sem varð sjávarútvegsráðherra í maí 1983 og er, öðrum stjórnmálamönnum fremur, ábyrgur fyrir kvótakerfinu. „Eftir að ég kom í sjávarútvegsráðuneytið áttaði ég mig á því að þeir tímar voru liðnir. Tækn- inni hafði fleygt mikið fram og það hafði verið gengið nærri ýmsum stofnum.“ Þó að Halldór hafi framan af staðið fyrir lagasetningu um kvótakerfið til eins og tveggja ára í senn vissi hann innst inni að kerfið væri komið til að vera. „Menn vildu trúa því að þetta væri tímabundið en sannleikurinn var sá að þegar menn hugsuðu dýpra var svo ekki. Ég man að ég viðhafði þau ummæli einhvern tíma á þessum tíma að kvótakerfið væri komið til að vera og það vakti upp umræður og mótmæli.“ Hann viðurkennir að hafa ekki séð í upp- hafi þau áhrif sem kerfið myndi hafa. „Í fyrstu vorum við fyrst og fremst uppteknir af því að skipta aflaheimildunum milli skipa með skynsamlegum og réttmætum hætti og reyna að draga úr kostnaðinum við sóknina og gera sem mest verðmæti úr aflanum. Það var hugsunin en menn sáu ekki strax fyrir verðmæti þess að fara út í breytinguna og sölu þessara rétt- inda.“ Halldór Ásgrímsson efast ekki um ágæti kvótakerfisins og telur það hafa skipt sköpum í þjóðlífinu. „Ég tel að kvótakerf- ið hafi bjargað því sem bjargað varð á þessum tíma og skapað stöðugleika, ekki aðeins í sjávarútvegi heldur einnig í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Við hefðum aldrei ráðið niðurlögum verðbólgunnar án þess að taka upp fiskveiðistjórnunar- kerfi, það gerði sjávarútveginn miklu öfl- ugri á erlendum mörkuðum.“ Halldór veit vel af þeirri óánægju sem víða ríkir með kvótakerfið og telur ógjörning að haga málum þannig að allir séu sáttir. „Ég held að aldrei náist algjör sátt um svo ríka hagsmuni sem liggja í þessu skipulagi. Það er búið að gera gíf- urlegar breytingar á kerfinu frá því sem fyrst var og reynt að miðla málum en full sátt næst aldrei.“ Halldór Ásgrímsson Kvótakerfið bjargaði því sem bjargað varð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.