Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 28
Hvíld
Þó að jólin séu yndislegur tími eru þau samt svolítið stressandi.
Fáðu nógan svefn dagana fyrir jól svo þú getir notið sjálfra
jólanna í botn.[
Úrvalið breytilegt dag frá degi
Jólamarkaður Sólheima er í kjallaranum í verslunarhúsinu Iðu í Lækjargötu 2a.
Sveinbjörn að afgreiða á markaðinum. Fyrir aftan hann er mynd af Sesselju Sigmundsdóttur en hún stofnaði Sólheima og á
næsta ári, nánar tiltekið 5. júlí, fagna Sólheimar 75 ára afmæli sínu.
„Allir hlutirnir eru framleiddir á
Sólheimum en þar eru sex vinnu-
stofur. Þetta eru mikið til einstak-
ir hlutir og má segja að úrvalið í
versluninni sé breytilegt frá degi
til dags,“ segir Sveinbjörn Péturs-
son hjá jólamarkaðinum.
„Þessi markaður hefur verið í
mörg, mörg ár á mismunandi
stöðum í gegnum tíðina. Nú erum
við í kjallaranum á Iðu og vil ég
koma sérstökum þökkum til Arn-
dísar Bjargar Sigurgeirsdóttur
fyrir að bjóða okkur að vera hér.
Og auðvitað eigum við fastakúnna
sem hafa heimsótt markaðinn á
hverju ári og eru farnir að kíkja
núna eftir jólagjöfum,“ segir
Sveinbjörn og hvetur fólk til að
koma snemma í jólagjafainnkaup.
„Í síðustu vikunni fyrir jól er
alltaf löng biðröð og engum finnst
gaman að bíða í biðröð.“
Jólamarkaðurinn er opinn alla
daga til jóla til klukkan 22 á kvöld-
in. Á Sólheimum er kertagerð,
smíðastofa, leirgerð, listasmiðja,
jurtastofa, vefstofa og garðyrkju-
stöðin Sunna og má kaupa allar
vörur á markaðinum sem þar eru
framleiddar. „Svo er þetta líka
ódýrt. Við erum með margt undir
fimm hundruð eða þúsund krón-
um,“ segir Sigurbjörn og bætir
við að hér sé um gott málefni að
ræða þar sem allur ágóði rennur
til starfsins á Sólheimum.
Lykilatriði á Sólheimum er
endurvinnsla en allt sem hendi er
næst er endurnýtt ef það nýtist
ekki í daglegu amstri. Til dæmis
er að finna óróa úr hjólaumgjörð,
arinkubba úr dagblöðum og lampa
úr hrútshorni. Því miður er líf-
rænt ræktaða grænmetið búið en
seldar eru niðursuðuvörur og
hamingjuegg úr frjálsum hænum
á Sólheimum. ■
Sími 587 3400
burek@burek.is
www.burek.is
HEILDSÖLUDREIFING:
Ljósakross
Það er ódýrara að kaupa
ljósakross en að leigja hann
Fást um land allt!
Hvítu plastkrossarnir frá Búrek henta þeim
sem vilja annast lýsinguna fremur en að
leigja sér kross. Þeir eru með innbyggðu
ljósi og tengjast rafmagnsleiðslu í görðunum
eða rafhlöðu sem endist í allt að 20 daga.
Jólagjafir jólaföt
Gott úrval
Opið laugard. frá 10-18 • sunnud. frá 13-18
Laugavegi 51 • s: 552 2201
silkislæður og treflar
velúrgallar
Sparitoppar og bolir
GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217
Gamaldags hillur
í miklu úrvali!!
Verð frá 7.500, -kr
Mikið úrval af gamaldags
og fallegri gjafavöru.
Munið heimasíðuna www.virka.is
Skólavörðustíg 21 • Sími 551 4050 • Reykjavík
Rúmföt í miklu úrvali
Silki - damansk
]
Skemmtilegar skálar úr pappamassa – litríkar og fínar. Litlar á 300 krónur, mið-
stærðin á 600 krónur og bátalaga á 1.200 krónur.
Kertagerð er mikil á Sólheimum en Olís-
stöðvarnar safna kertastubbum fyrir
gerðina. Rauða kertið er á 250 krónur,
það græna á 350 krónur og háa
píramídakertið á 410 krónur.
Öðruvísi jólakort á 250 krónur stykkið.Sniðugar jólagjafir í smápakka. Fjallagrasasápa og kaffisápa á 490 krónur stykkið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Fallegir og skemmtilegir merkimiðar á
150 krónur stykkið.