Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 30

Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 30
9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Ekkert fúsk í konfektgerðinni Guðrún í Kokku lærði allt um rétta meðhöndlun á súkkulaði og hvernig á að gera konfektjólatré. Guðrún var einbeitt á svip þar sem hún meðtók fróðleik meistarans um súkkulaði og spreytti sig svo sjálf í listinni. „Við ákváðum að hrista saman hóp- inn í vinnunni og gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi verslunarinnar Kokku, en hún var ein þeirra sem sátu einbeitt á svip á námskeiði hjá Ásgeiri Sandholt í Sandholtsbakaríi og Hafliða Ragn- arssyni, þar sem viðfangsefnin voru skreytt jólatré úr fylltu súkkulaði, ásamt trufflum og köku- skreytingum. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef nú oft verið að fúskast í konfektgerð heima hjá mér en aldrei vitað almennilega hvað ég var að gera. Hér fáum við ekki bara ómetanlegan fróðleik um súkkulaði, eðli þess og meðhöndl- un, heldur er maður í návígi við meistarana og getur spurt í þaula. Svo tekur maður auðvitað til hend- inni sjálfur og lærir þetta þannig. Við gerum öll eitt jólakonfekttré og nokkrar trufflur og svo lærum við sitthvað um kökuskreytingar og hvernig á að gera súkkulaðiblæ- vængi og mynstur sem maður heldur að sé alveg rosalega flókið. En auðvitað snýst þetta bara um að læra réttu handtökin. Mótin að jólatrénu fylgja námskeiðinu þan- nig að maður gerir þetta ótrauður heima hjá sér í framtíðinni.“ Guðrún hefur rekið verslunina Kokku á fjórða ár og í desember hefur allur hennar tími farið í vinnu. „Fyrstu árin var ég að strögglast þetta meira og minna ein en nú er ég með frábært starfs- fólk og hef þar af leiðandi meiri frí- tíma. Hann nota ég til að undirbúa jólin með börnunum mínum þrem- ur. Það finnst mér ákaflega mikil- vægt og ég bý enn að minningum úr æsku þegar við systurnar vor- um að búa til piparkökuhús og und- irbúa jólin. Ég þríf ekkert sérstak- lega fyrir jól, það er alveg nóg að kveikja bara á kertum og hafa daufa lýsingu,“ segir Guðrún og hlær. Ég er svo heppin að eiga ynd- islegan eiginmann sem er mjög lið- tækur á heimilinu, þannig að á að- fangadag loka ég versluninni á há- degi, fer heim og legg mig og vakna svo til að fara í freyðibaðið og sparifötin. Að því búnu sest ég að hátíðarborðinu sem hann Steini minn hefur töfrað fram eins og honum einum er lagið.“ ■ glerlist leirlist hreindýraskinn lopapeysur jólasveinar Hafnarstræti 19 S.551-1122 Undirföt, náttföt, náttbuxur dömu og Herra Kringlunni 8-12 - sími 553 3600 - www.olympia.is Calvin Klein Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Jólaföt á 0-4 ára Saumagallerí JBJ Laugavegi 8, s.552 5455 Súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði. Ásgeir Sandholt veit allt um súkkulaði og nýtur þess að miðla kunnáttu sinni. Ævaforn kínversk tækni Í versluninni Allt í blóma á Laugavegi 61 fást handmálaðar jólakúlur frá Kína. „Ég byrjaði að flytja þessar kúlur inn á síðasta ári og þær seldust gjörsamlega upp. Strax þá var fólk farið að velta fyrir sér að safna þessum kúlum enda svolítið dýrt að kaupa margar í einu,“ segir Áslaug Jensdóttir, eigandi versl- unarinnar. „Þessar kúlur eru kínverskar og eru málaðar innan frá, í gegnum gatið ofan á sem hankinn er á. Þetta er gert með litlum bognum burstum en þetta er eldgömul kínversk tækni. Kúlurnar eru úr sterku gleri. Þess vegna þola þær aðeins meira og brotna til dæmis ekki þegar þær skellast saman,“ segir Áslaug, sem hefur sjötíu tegundir af jólakúl- um á boðstólum í ár og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hver kúla kostar 980 krónur. ■ Áslaug segir kúlurnar vera afar vinsælar enda mjög sérstakar. Sjötíu mismunandi tegundir er hægt að fá af kúlunum. Starfsfólk Kokku horfði hugfangið á aðferðir Hafliða Ragnarssonar konditormeistara við konfektgerðina. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Bómull: svartir og rauðir Satín blóma: svartir, rauðir og dökkbláir. Flauel: svartir og brúnir (stærðir 35-41) JÓLASKÓR Einnig mikið úrval af blómaskóm í mörgum litum og stærðum Sendum í póstkröfu. Mikið úrval af kínaskóm í barna- og fullorðins- stærðum. Tilboð Eitt par kr. 1290,- Tvö pör kr. 2000,- Stærðir 27-41

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.