Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 45
ég sýningu á Thorvaldsen. Ég er mjög ánægður með þær myndir en annars á ég ógrynni af myndum sem ég er mjög ángæður með. Hvað myndbönd varðar er Long Face myndbandið með Mínus í miklu uppáhaldi en ég gerði það með vini mínum Hálfdáni Pedersen leik- myndahönnuði,“ segir Börkur aðspurð- ur um uppáhaldsverkin. Skyldi hann aldrei fá leið á starfinu? „Nei, ég er blessunarlega laus við það. En auðvitað efast ég oft um eign getu. Sérstaklega þegar ég horfi á snill- ingana úti í heimi,“ segir hann og nefn- ir nafn leikstjórans Jonathans Glazer. „Ég er mikill aðdáandi hans. Hann var lengi einn færasti tónlistarmynd- bandaleikstjóri samtímans en er nú kominn yfir í kvikmyndagerð. Hann gerði til dæmis Birth með Nicole Kid- man og Sexy Beast. Hans verk eru af- skaplega spennandi að mínu mati. Af ljósmyndurunum finnst mér Gregory Crewdson einn sá færasti. Hann leggur gríðarlega vinnu í hverja mynd og bygg- ir oft heilu sviðsmyndirnar fyrir hverja ljósmynd. Svo er ég mjög hrifinn af því sem Helmut Newton gerði og Philip- Lorca diCorcia. Taryn Simon er banda- rískur ljósmyndari. Þó hún sé bara nokkrum árum eldri en ég er hún kom- in óskaplega langt. Hún hefur gert ógeðslega margar flottar herferðir og svo eru hennar persónulegu verk ekki síðri.“ Börkur vill alls ekki gefa upp hvað sé fram undan. Bransinn er fullur af leynd- armálum. Hann viðurkennir þó að vera með nokkur myndbönd í vinnslu og að skrifa handrit að stuttmynd og þó það sé kominn desember er hann ekki í neinu jólaskapi. „Ég fer aldrei í jólaskap fyrr en 23. desember. Jólaskapið kemur með skötu- lyktinni. Annars finnst mér desember alltaf frekar niðurdrepandi. Það breytist ekkert hjá manni nema það er kaldara og dimmara. Að setja upp jólaseríur í byrjun desember finnst mér svolítið eins og að setja plástur á beinbrot. Þetta er allt hálfgerð blekking.“ ● Þeir sem vilja fræðast betur um myndir Barkar geta farið inn á slóðina www.borkur.deluxe.is F211FIMMTUDAGUR 9. desember 2004     Gerry Butler tekur sig vel út. Sprite-herferðin er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Mikael Torfason rithöfundur og ritstjóri er stór áhrifavaldur í mínu lífi, utan ömmu minnar sál- ugu Margrétar Eggertsdóttur sem ól mig upp fyrstu árin þegar foreldrar mínir ungir héldu utan til náms og las heil ósköp fyrir mig,“ segir skáldið Jökull Vals- son, sem nú gefur út sína fyrstu skáldsögu; hryllingssöguna Börn- in í Húmdölum. „Fyrsta bók Mikaels, Falskur fugl, var auðvitað brautryðj- andaverk og í henni kvað við tón sem hafði ekki heyrst áður. Reyndar var sagt um þá bók að íslenskar bók- menntir hefðu misst svein- dóminn við útkomu henn- ar. Sjálfur var ég sammála; þetta var nýjungakennt hjá Mikael og margir sem hafa byggt á hans tóni síð- an. Bókin hafði þau áhrif á mig að ég sannfærðist um að hægt væri að fara aðrar leiðir en þær hefðbundnu og þegar ég byrjaði að skrifa var hermdi ég dálítið eftir raunsæisstíl Mikaels, en hann skrifaði í talstíl; eins og fólk talar í raun og veru. Svo var það umfjöllunarefnið og hvernig Mikael nálgaðist það. Fram að útgáfu Falsks fugls hafði allt sem tengdist dópi og sora mannlífsins verið skrifað í prédik- unartóni. Slíkt var ekki til staðar þarna og ég dáðist að því. Svo þró- ar maður óhjákvæmilega sinn eigin stíl, en ég á Mikael margt að þakka.“ Áhrifavaldurinn Á Mikael margt að þakka Jökull Valsson rithöfundur Segir Mikael Torfason hafa mótað hann sem rithöfund með talstíl og raunsæi. Mikael Torfason rithöfundur og ritstjóri. Braut blað í íslenskri skáldsagnagerð með bók sinni Fölskum fugli að mati Jökuls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.