Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 64
Innipúki fékk að fljóta með í
Útivistarferð í Bása.
Að vera inni í Básum á björtu
kvöldi þegar tunglið er fullt og
trén skarta hvítu – það er ævin-
týralegt. Þetta fengu þeir að upp-
lifa sem fóru í árlega fjölskyldu-
ferð í Þórsmörk með Útivist
fyrstu helgina í aðventu. Ein-
staka innipúki fékk að fljóta
með. Aldursbilið var breitt,
kringum 80 ár, og fullkomin ein-
drægni ríkti í hópnum, sem Emil-
ía Magnúsdóttir og Marrit Mein-
tema leiddu. Flestir lögðu upp
frá Umferðarmiðstöðinni og eft-
ir stopp á Hvolsvelli lá leiðin inn
til landsins. Jólalögin hljómuðu í
hátölurum og þegar komið var í
Bása um klukkan 23 var allt upp-
ljómað því auk stjörnuskins og
tunglsljóss logaði þar á ótal kert-
um, lugtum og blysum.
Gott var að vakna eftir rólega
nótt í vistlegum skála Útivistar
og teyga ferskt fjallaloftið. Á
heiðskírum himni sáust bæði sól
og máni. Eftir morgunverð var
haldið í göngu inn úr Goðalandi,
þar sem hrímið skreytti kjarr og
kletta. Krakkarnir stóðu sig með
sóma í ratleik sem jólasveinn
nokkur hafði att þeim út í og eft-
ir ratleikinn fóru flestir í lengri
göngu upp á Kattahryggi, Foldir
og niður Hestagötur. Innipúkinn,
yngstu börnin og einstaka amma
sneru við þar sem hinir lögðu á
brattann. Eftir gönguna var boð-
ið upp á heitt súkkulaði og svo
var tekið til við að skreyta
skálana, sem eftir það ilmuðu af
greni, piparkökum og mandarín-
um. Allir lögðu til veisluföng svo
úr varð glæsilegt hlaðborð og
eftir matinn var kvöldvaka með
jólalegu ívafi og sungið við gítar-
spil langt fram á nótt. Á sunnu-
dagsmorgun var komin væta en
þeir sprækustu létu hana ekki
aftra sér frá útvist. Eftir var að
pakka saman, þrífa og halda
heim á ný eftir yndislega helgi í
faðmi fjalla.
gun@frettabladid.is
Matarofnæmi
Áður en þú leggur upp í ferðalag þarftu að huga að hvort þú ert með matarofnæmi. Ef þú
ert til dæmis með ofnæmi fyrir hnetum, reyndu þá að leggja á minnið hvernig hnetur eru
á tungumálinu í landinu sem þú ferðast til. Þannig getur þú forðast þá fæðutegund.[
Aðventuhátíð í faðmi fjalla
Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is
Færð þú MasterCard
Ferðaávísun?
Ef þú hefur gaman af íþróttum eða æskulýðsstarfi með
ævintýralegu ívafi er Camp USA rétta sumarstarfið.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2005
Allar nánari upplýsingar eru á www.exit.is
Spennandi sumarstörf í Bandaríkjunum
M
arg
fald
a›u punktana flína
Punkta›u fla› hjá flér!
5x20W + 1x40W hátalarar
Spilar: DVD, CD, CD-R, CD-RW,
MP3, JPEG og HDCD
Dolby digital
AM/FM útvarp me› 50 stö›va minni
Allar a›ger›ir s‡ndar á skjá
Fullkomin fjarst‡ring
FRÁ ACE ELECTRONICS
HEIMABÍÓ
Safnkortshafar borga a›eins:
Fullt ver›: 29.900 kr.
Ver›gildi punkta: x15
H
ám
ark
1000
punktar á hvert tilbo›
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
1
3
1
9
14.990 kr.
auk 1000 punkta
JÓLATILBO‹!
Bruce
almighty
á DVD
fylgir!
Ferðaþjónusta Iceland Express
Sími 5 500 600, icelandexpress.is
Kynnið ykkur skilmálana á icelandexpress.is
Nú geturðu notað MasterCard ferðaávísun upp í ferð með
Iceland Express! Þreföld ástæða til að brosa!
Nýir vinir Himinn og ha
f
-
S
Í
A
]
Útiloftið teygað á stéttinni áður en lagt var af stað í ratleik og göngu.
Norður- og suðureyjar Nýja-Sjálands
eru um margt ólíkar en báðar ein-
kennast þó af mikilli náttúrufegurð,
norðureyjan er grænni og suðureyjan
er hálendari. Hár fjallgarður gengur í
gegnum suðureyjuna frá norðri til
suðurs og því er mikið um langa krók-
ótta vegi en svo virðist
sem Nýsjálendingar
séu ekki mikið fyrir
jarðgangagerð. Þrátt
fyrir alla fjallvegina er
hámarkshraðinn á
þjóðvegunum 100 km
sem árlega kostar
hundruð manna lífið
en í enda nóvember
höfðu 380 manns lát-
ið lífið í umferðinni á
árinu. Algengt er að
sjá krossa meðfram
þjóðvegunum til
minningar um hina látnu og sem að-
varanir fyrir þá sem þar eiga leið um.
Nýsjálendingar kalla sjálfa sig „kiwis“
jafnt og Nýsjálendinga en sú nafnagift
er tilvísun í kiwi-fuglinn en ekki ávöxt-
inn. Kiwi-fuglinn finnst eingöngu á
Nýja-Sjálandi en hann er svo til
vængjalaus og getur því ekki flogið.
Víða er hægt að fara í ferðir og dýra-
garða sem bjóða upp á kiwi-skoðun
en fuglinn er sjaldséður og er víst ekki
mikið fyrir að láta elta sig uppi fyrir
myndatökur út í náttúrunni.
Nýsjálendingar eru mikið fyrir útivist
og láta hvorki veður né vinda stoppa
sig. Gönguferðir njóta mikilla vin-
sælda og á vissum leiðum eru ferðir
bókaðar langt fram í tímannn. Nýsjá-
lendingar virðast vera
miklir ofurhugar en
ýmsar jaðaríþróttir
eins og teygjustökk
eru upprunnar á Nýja-
Sjálandi. Queenstown
er vinsæll áfangastað-
ur fyrir adrenalínfíkla
en teygjustökk, fallhlíf-
arstökk, flúðasiglingar,
svifflug og margar aðr-
ar jaðaríþróttir njóta
vinsælda meðal ferða-
manna sem og heima-
manna. Queenstown
státar einnig af stórfenglegri náttúru
en þar voru fjölmörg atriði í Hringa-
dróttinssögu kvikmynduð. Myndirnar
hafa óneitanlegra beint augum
heimsins að landinu og ferðamönn-
um fer fjölgandi ár frá ári. Hvort sem
tilgangur ferðar til Nýja-Sjálands er að
svífa í frjálsu falli eða dást að náttúr-
unni verða sennilega fáir sviknir af
öllu því sem landið hefur upp á að
bjóða.
Heimsreisa
BRYNJA DÖGG FRIÐRIKSDÓTTIR
SENDIR PISTLA ÚR HEIMSREISU SINNI
„Kíwíar“ Nýtt fyrirkomulagá Hróarskeldu
Sala aðgöngumiða á Hróars-
kelduhátíðina á næsta ári er
hafin.
Sala miða á næstu Hróarskelduhátíð
hófst 1. desember og hefur farið vel
af stað.
Hjá Stúdentaferðum er opinber
miðasala hér á landi en miðinn kost-
ar sextán þúsund krónur. Sú breyting
verður nú að aðeins einn aðgöngu-
miði gildir fyrir alla hátíðina, bæði á
tjaldstæðin og tónleikana. Tjaldstæð-
in verða opnuð sunnudaginn 26. júní
klukkan 8 á næsta ári og hátíðin
hefst fimmtudaginn 30. júní klukkan
17. Miðinn gildir fyrir alla hátíðina.
Stúdentaferðir munu einnig selja
flugsæti á hátíðina á komandi dög-
um. Einnig selja þær „Hróarskeldu-
gjafabréf“ sem hægt er að panta á
vefnum. Hægt er að lesa allt um
miðasöluna á vefsíðunum roskilde-
festival.is og exit.is.
Einnig er sögusamkeppni Hróars-
keldu í fullum gangi. Þeir sem hafa
áhuga á að vinna miða á hátíðina
fyrir tvo geta sent sína sögu frá hátíð-
inni til Stúdentaferða. Skilafrestur á
sögunum er 18. desember en besta
sagan verður valin á Þorláksmessu.Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
FÖSTUDAGUR