Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 09.12.2004, Qupperneq 64
Innipúki fékk að fljóta með í Útivistarferð í Bása. Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu – það er ævin- týralegt. Þetta fengu þeir að upp- lifa sem fóru í árlega fjölskyldu- ferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Ein- staka innipúki fékk að fljóta með. Aldursbilið var breitt, kringum 80 ár, og fullkomin ein- drægni ríkti í hópnum, sem Emil- ía Magnúsdóttir og Marrit Mein- tema leiddu. Flestir lögðu upp frá Umferðarmiðstöðinni og eft- ir stopp á Hvolsvelli lá leiðin inn til landsins. Jólalögin hljómuðu í hátölurum og þegar komið var í Bása um klukkan 23 var allt upp- ljómað því auk stjörnuskins og tunglsljóss logaði þar á ótal kert- um, lugtum og blysum. Gott var að vakna eftir rólega nótt í vistlegum skála Útivistar og teyga ferskt fjallaloftið. Á heiðskírum himni sáust bæði sól og máni. Eftir morgunverð var haldið í göngu inn úr Goðalandi, þar sem hrímið skreytti kjarr og kletta. Krakkarnir stóðu sig með sóma í ratleik sem jólasveinn nokkur hafði att þeim út í og eft- ir ratleikinn fóru flestir í lengri göngu upp á Kattahryggi, Foldir og niður Hestagötur. Innipúkinn, yngstu börnin og einstaka amma sneru við þar sem hinir lögðu á brattann. Eftir gönguna var boð- ið upp á heitt súkkulaði og svo var tekið til við að skreyta skálana, sem eftir það ilmuðu af greni, piparkökum og mandarín- um. Allir lögðu til veisluföng svo úr varð glæsilegt hlaðborð og eftir matinn var kvöldvaka með jólalegu ívafi og sungið við gítar- spil langt fram á nótt. Á sunnu- dagsmorgun var komin væta en þeir sprækustu létu hana ekki aftra sér frá útvist. Eftir var að pakka saman, þrífa og halda heim á ný eftir yndislega helgi í faðmi fjalla. gun@frettabladid.is Matarofnæmi Áður en þú leggur upp í ferðalag þarftu að huga að hvort þú ert með matarofnæmi. Ef þú ert til dæmis með ofnæmi fyrir hnetum, reyndu þá að leggja á minnið hvernig hnetur eru á tungumálinu í landinu sem þú ferðast til. Þannig getur þú forðast þá fæðutegund.[ Aðventuhátíð í faðmi fjalla Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Færð þú MasterCard Ferðaávísun? Ef þú hefur gaman af íþróttum eða æskulýðsstarfi með ævintýralegu ívafi er Camp USA rétta sumarstarfið. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2005 Allar nánari upplýsingar eru á www.exit.is Spennandi sumarstörf í Bandaríkjunum M arg fald a›u punktana flína Punkta›u fla› hjá flér! 5x20W + 1x40W hátalarar Spilar: DVD, CD, CD-R, CD-RW, MP3, JPEG og HDCD Dolby digital AM/FM útvarp me› 50 stö›va minni Allar a›ger›ir s‡ndar á skjá Fullkomin fjarst‡ring FRÁ ACE ELECTRONICS HEIMABÍÓ Safnkortshafar borga a›eins: Fullt ver›: 29.900 kr. Ver›gildi punkta: x15 H ám ark 1000 punktar á hvert tilbo› F í t o n / S Í A F I 0 1 1 3 1 9 14.990 kr. auk 1000 punkta JÓLATILBO‹! Bruce almighty á DVD fylgir! Ferðaþjónusta Iceland Express Sími 5 500 600, icelandexpress.is Kynnið ykkur skilmálana á icelandexpress.is Nú geturðu notað MasterCard ferðaávísun upp í ferð með Iceland Express! Þreföld ástæða til að brosa! Nýir vinir Himinn og ha f - S Í A ] Útiloftið teygað á stéttinni áður en lagt var af stað í ratleik og göngu. Norður- og suðureyjar Nýja-Sjálands eru um margt ólíkar en báðar ein- kennast þó af mikilli náttúrufegurð, norðureyjan er grænni og suðureyjan er hálendari. Hár fjallgarður gengur í gegnum suðureyjuna frá norðri til suðurs og því er mikið um langa krók- ótta vegi en svo virðist sem Nýsjálendingar séu ekki mikið fyrir jarðgangagerð. Þrátt fyrir alla fjallvegina er hámarkshraðinn á þjóðvegunum 100 km sem árlega kostar hundruð manna lífið en í enda nóvember höfðu 380 manns lát- ið lífið í umferðinni á árinu. Algengt er að sjá krossa meðfram þjóðvegunum til minningar um hina látnu og sem að- varanir fyrir þá sem þar eiga leið um. Nýsjálendingar kalla sjálfa sig „kiwis“ jafnt og Nýsjálendinga en sú nafnagift er tilvísun í kiwi-fuglinn en ekki ávöxt- inn. Kiwi-fuglinn finnst eingöngu á Nýja-Sjálandi en hann er svo til vængjalaus og getur því ekki flogið. Víða er hægt að fara í ferðir og dýra- garða sem bjóða upp á kiwi-skoðun en fuglinn er sjaldséður og er víst ekki mikið fyrir að láta elta sig uppi fyrir myndatökur út í náttúrunni. Nýsjálendingar eru mikið fyrir útivist og láta hvorki veður né vinda stoppa sig. Gönguferðir njóta mikilla vin- sælda og á vissum leiðum eru ferðir bókaðar langt fram í tímannn. Nýsjá- lendingar virðast vera miklir ofurhugar en ýmsar jaðaríþróttir eins og teygjustökk eru upprunnar á Nýja- Sjálandi. Queenstown er vinsæll áfangastað- ur fyrir adrenalínfíkla en teygjustökk, fallhlíf- arstökk, flúðasiglingar, svifflug og margar aðr- ar jaðaríþróttir njóta vinsælda meðal ferða- manna sem og heima- manna. Queenstown státar einnig af stórfenglegri náttúru en þar voru fjölmörg atriði í Hringa- dróttinssögu kvikmynduð. Myndirnar hafa óneitanlegra beint augum heimsins að landinu og ferðamönn- um fer fjölgandi ár frá ári. Hvort sem tilgangur ferðar til Nýja-Sjálands er að svífa í frjálsu falli eða dást að náttúr- unni verða sennilega fáir sviknir af öllu því sem landið hefur upp á að bjóða. Heimsreisa BRYNJA DÖGG FRIÐRIKSDÓTTIR SENDIR PISTLA ÚR HEIMSREISU SINNI „Kíwíar“ Nýtt fyrirkomulagá Hróarskeldu Sala aðgöngumiða á Hróars- kelduhátíðina á næsta ári er hafin. Sala miða á næstu Hróarskelduhátíð hófst 1. desember og hefur farið vel af stað. Hjá Stúdentaferðum er opinber miðasala hér á landi en miðinn kost- ar sextán þúsund krónur. Sú breyting verður nú að aðeins einn aðgöngu- miði gildir fyrir alla hátíðina, bæði á tjaldstæðin og tónleikana. Tjaldstæð- in verða opnuð sunnudaginn 26. júní klukkan 8 á næsta ári og hátíðin hefst fimmtudaginn 30. júní klukkan 17. Miðinn gildir fyrir alla hátíðina. Stúdentaferðir munu einnig selja flugsæti á hátíðina á komandi dög- um. Einnig selja þær „Hróarskeldu- gjafabréf“ sem hægt er að panta á vefnum. Hægt er að lesa allt um miðasöluna á vefsíðunum roskilde- festival.is og exit.is. Einnig er sögusamkeppni Hróars- keldu í fullum gangi. Þeir sem hafa áhuga á að vinna miða á hátíðina fyrir tvo geta sent sína sögu frá hátíð- inni til Stúdentaferða. Skilafrestur á sögunum er 18. desember en besta sagan verður valin á Þorláksmessu.Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is FÖSTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.