Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 71

Fréttablaðið - 09.12.2004, Síða 71
Enn buslað í Kleifarvatni hann djúpur að fara niður í kjallara, ég mundi ekkert eftir meindýrun- um. En upp rifjaðist að ég bjó á þriðju hæð og vissi lítt um undir- djúpin. Einhvern veginn varð Arn- aldur að nefna skófluna til sögu. Ekki vil ég blanda mér í myndar- mál Eysteins og Árna Snævarr, finnst að vísu fúlt að ekki var valin mynd með mér á. En annað í grein Árna (Fréttablaðið 26.11) gefur til- efni, sú fullyrðing að við félagar hefðum í áratugi leynt eða reynt að leyna fyrir þjóðinni reynslu okkar af ástandi mála þar eystra. Ég játa ódugnað við að skrifa um þessi mál sem og við fjölmargt sem ég ætlaði að iðja mannkyni til heilla. Ein- hvern veginn finnst mér það vera mitt mál, sé ekki ástæðu til að biðja þjóð mína afsökunar, enda hefur hún ekki tekið eftir neinum missi og slík sjálfsgagnrýni er ekki til siðs í þessu landi. Hins vegar hef ég oft rætt þessi mál á samkomum og í fjömiðlum, m.a. við Árna Snævarr, og hvergi dregið af því sem ég þótt- ist vita. Enn er um meinta leynd mína að segja að allt sem máli skiptir kom fram í Morgunblaðinu vorið 1962. Hefur Árni Snævarr ekki frétt af því? Þar kemur það fram á þann hátt sem ekki verður betri, beint af skepnunni, hrátt og óslípað, með bæði fylliríi og kvennafari. Eins og þetta gerðist, þá vissi öll þjóðin um okkar frá- sagnir, einnig „skoðanabræður“ sem við reyndum skv. Árna að „leiða... á villigötur með þögn“. Mér finnst stundum Árni muna þetta í öðru orðinu en gleyma í hinu. Árni segir Eystein ekki hafa talað um þessi mál áratugum saman „ótil- neyddur“. Hann virðist meina að Eysteinn hafi verið neyddur til að tala þegar Árni tók viðtölin við hann vegna bókarinnar Liðsmenn Moskvu. Hann tók reyndar einnig viðtöl við mig á sama róli, ekki fannst mér ég vera þar tilneyddur, hafði heldur gaman af að tala við Árna og þá félaga, fann aldrei fyrir þumalskrúfum. Eitt fannst mér einna ógeðfelldast í mínum skóla þar eystra. Ef ekki tókst í umræð- um að nappa þá sem grunaðir voru um andstöðuhugsun, sökum þess að þeir vörðu sig með þögninni, þá var sagt að eitthvað væri bogið við þessa aðila þar eð þeir færu aldrei með lofgjörð um hin „blessuðu“ yfirvöld. Þessu lýsum við félagar í SÍA-skýrslunum. Mér finnst þessi klifan hjá Árna minna svolítið á þessa sömu kröfu: af hverju þegir mannhelvítið alltaf? Samt held ég ekki að Árni vilji koma hér upp þeim Stasi-sið að tukta til menn fyrir það sem þeir sögðu ekki. Ann- að mál væri, og ekki mitt einkamál, hefði ég framið morð, ég tala nú ekki um með skóflu. Verð þó að bæta við, svo að ég verði ekki sak- aður um undandrátt, að ég er bráð- flínkur að moka með skóflu. Hefði ég verið að reyna að leyna manns- morði, þá vita allir að það tekst aldrei, þökk sé Erlendi Sveinssyni og Arnaldi. ■ 27FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 Ábyrgðin er ráðherrans Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra kaus að svara sjónarmiðum mínum sem birt- ust í Fréttablaðinu á mánudag með grein sem birtist í gær. Grein Valgerðar einkennist af nokkurri vanstillingu og læt ég hjá líða að svara þeim þætti grein- arinnar sem sprottinn er af vanhugs- aðri reiði. Þar verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður. Valgerður gerir mikið úr því að ég hefði átt að ræða við hana áður en ég setti fram skoðanir um ummæli hennar. Það hefði ég gert ef um vinnslu fréttar hefði verið að ræða. Hins vegar beindist gagnrýni mín að sinnu- leysi ráðherrans við alvarlegri umræðu um íslenskt fjármála- kerfi. Ekki rengi ég ráðherrann um það að misskilnings hafi gætt milli hennar og frétta- manns og ummælin ekki rétt fram sett. Það breytir þó engu um kjarna gagnrýninnar sem sett var fram í sjónarmiðunum. Viðskiptaráðherra átti að svara fréttamanni efnislega um ranga umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt fjármálakerfi. Hafi hún ekki haft tíma til að kynna sér umfjöllunina er líklegt að ein- hver af hátt í þrjátíu embættis- mönnum ráðuneyta hennar hefði getað kynnt sér þessi skrif. Ummælin voru eftir henni höfð og höfðu staðið óleiðrétt í rúman sólarhring þegar um- rædd sjónarmið fóru í prentun. Vanrækslusyndir eru ekkert betri en aðrar og gagnrýni á ráðherrann beinist að því að hún leyfði röngum fullyrðingum um íslenskt fjármálakerfi að standa óhögguðum þar til í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þá höfðu fullyrðingarnar fengið að sveima í fimm daga. Hins vegar ber að fagna því að viðskipta- ráðherra tók af skarið og lýsti því að íslenskt fjármálakerfi lúti sömu reglum og lögmálum og fjármálakerfi í nágranna- löndunum. Fjármálakerfið er ein af stoðum samfélagsins. Traust og trúverðugleiki eru undirstaða þess. Þegar vegið er að þeirri undirstöðu getur við- skiptaráðherra ekki skotið sér undan ábyrgð með því að hún hafi ekki fylgst með. Henni bar að fylgjast með. Það er ein af þeim skyldum sem fylgja þessu háa embætti. ÞÓR VIGFÚSSON FYRRVERANDI SKÓLAMEISTARI UMRÆÐAN SKÁLDSKAPUR OG VERULEIKI SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR Da Vinci Code spili› N‡tt spil sem byggt er á metsölubókinni Da Vinci lyklinum eftir Dan Brown. Íslenskar lei›beiningar fylgja. 2.490 kr. Bókastóll Bókastandur, t.d. til- valinn í eldhúsi› undir matrei›slubókina. 2.990 kr. Rafhitu› gluggaskafa Jólagjöf bíleigandans! fia› hefur aldrei veri› jafn au›velt a› skafa af bílnum, flú tengir sköfuna í kveikjarann og ísinn brá›nar af... 1.995 kr. Sturtuútvarp me› klukku Vatnshelt sturtuútvarp me› klukku. AM/FM, gó›ur félagi í sturtunni. 2.490 kr. Lyklahaldari fyrir hann og hana Tilnefnd sem ein af bestu gjafahugmyndum ársins í Bretlandi! fiú t‡nir aldrei aftur lyklunum! fiú setur lykilinn sem fylgir me› á lyklakippuna flína og stingur honum í haldarann sem er festur á vegg. 1.995 kr. stk. Vínflöskutappime› glasi Í laginu eins og vínglas, helltu flér í glas og loka›u sí›an flöskunni. 2.495 kr. Salt & pipar staukar Skemmtun í hverju matarbo›i. Tvær beygjanlegar slöngur: ein fyrir salt og önnur fyrir pipar. Au›velt a› fylla á. 1.995 kr. Allt ö›ruvísi gjafir F í t o n / S Í A F I 0 1 1 3 8 0 Þökk Arnaldi Indriðasyni fyrir fína bók. Leiktjöld eru litrík, andrými og fólki lýst af nærfærni og innsæi. Meður því ég hóf nám í Leipzig 1956 og bjó á sama garði og Ey- steinn Þorvaldsson, reyndi ég að máta mig við persónur Arnalds, ár- angurslaust. En ég hef skelfing gaman af svona bókum. Hvort hann fer nógu djúpt? Ansi finnst mér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.