Tíminn - 17.03.1974, Qupperneq 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 17. marz 1974.
Björg sést hér við höggmyndaiöju slna.
— rætt við Björg ísaks-
dóttur, móiara, mynd-
höggvara og forstöðu-
konu saumastofu Leik-
félags Reykjavíkur
búningasögu og fleira og fleira.
Þegar Sigrún Sigurðardóttir kom
frá Sviþjóð úr námi, auglýsti hún
námskeið i fatateiknun og ég sló
til. Siðar sótti ég einnig fram-
haldsnámskeið hjá henni.
Sagði Björg að saumaskapur-
inn væri ekki hennar aðaláhuga-
mál. Hún sagðist lita á hann sem
sitt brauðstrit.
— Neyðin kennir naktri konu
að spinna, og ég get að nokkru
tekið undir þau ágætu orð, þvi ég
giftist ung og varð að vinna við
saumaskap i igripum.
— Hvernig likar þér að vinna i
leikhúsi?
— Ég hef alla tið haft ánægju
og skemmtun af leiklist. Og þó
saumakunnáttan verði að vera til
staðar i minu starfi, þá býður það
upp á annaö og meira. Ég fæ
tækifæri til aö fylgjast meö þróun
leikrita og hvernig það er unnið
lið fyrir lið. Starfið er skemmti-
legt og i leikhúsi byggist allt á
samvinnu og samhjálp þeirra
sem þar vinna.
Björg gerir nú augnabliks hlé á
máli sinu, hellir i bollana og
kveiktir i nettum dömuvindli.
— Almenningur gerir sér ekki
grein fyrir öllum þeim mikla
undirbúningi, sem þarf að ynna af
hendi áður en frumsýning byrjar.
Búningar, leiksvið og leikmunir,
allt þarf þetta að falla inn i sömu
myndina, þannig aö útkoman
verði ein heild.
Eilif leit
— Ég hef teiknað frá barn-
æsku, en þegar ég var i Kvenna-
skólanum kenndi mér Vigdis
innritaðist i Myndlistaskólann og
hef verið þar nær óslitið siðan.
t Myndlistaskólanum vann
Björg mikið með vatnslitum og
krit.
Við stóðum upp frá kaffibollun-
um, gengum um ibúðina og hún
sýndi mér málverkin, stór og
smá.
Sagði Björg að fólki likaði bezt
þau málverk. sem gætu kallazt
draumkenndar hugdettur, eöa
eitthvað i þá átt.
Ekki er hægt að flokka myndir
Bjargar undir neina ákveðna
myndlistarstefnu. Hún leitar viða
fanga, en á öllu má sjá, aö lit-
næmi hefur hún til að bera.
— Mér finnst allt leiðinlegt,
sem er formfast og vani, segir
hún með áherzluþunga.
t einu horninu eru abstrakt
myndir og ég segi henni, að mér
finnist falleg sú bláa. Hún lætur
hrósið sem vind um eyru þjóta og
gengur fram i forstofu. Bendir
mér á stórt málverk.
— Sólarlagið er oft fallegt
hérna á Nesinu. Þessa mynd mál-
aði ég i baðherberginu, þegar
litadýrðin var ómótstæðileg.
Við settumst aítur.
— t byrjun var málunin ein-
göngu áhugamál, en núna er hún
svolitið meira. Ég geri meiri
kröfur til min en áður. Mér er
ómögulegt að ganga að þessu.
eins og að skúra gólf.
Björg hélt sina fyrstu einkasýn-
ingu i febrúar siðast liöinn á
Mokkakaffi hér i borg. Áöur haföi
hún tekið þátt i samsýningum
Myndlistaklúbbs Seltjarnarness,
en þær sýningar eru haldnar ár-
lega.
ff • •
en
í lcikhúsinu er nóg að starfa. Það eru leikararnir Pétur Einarsson
og Helgi Skúlason sem á myndinni eru að ræöa við Björgu.
þá lenti ég í
öðrum skóla"
Björg ísaksdóttir er ein af þess-
um dugandi húsmæðrum, sem
lúta bernskudrauma sína verða
að verulcika, þegar börnin fljúga
úr hrciðrinu. Núna er hún i Mynd-
listarskólanum, málar af hjart-
ans lyst, vinnur að höggmynda-
gerð, og veitir forstöðu sauma-
stofu Leikfélags Keykjavíkur.
Björg tsaksdóttir er fædd 31.
mai 1928 a’ Bjargi á Seltjarnar-
nesi. Hún er fimm barna móðir og
gift Vilhjálmi Jónassyni.
Við Tfmamenn litum inn á
heimili hennar um daginn. Vild-
um fala af henni viðtal. Við rák-
um strax augun i fjölda málverka
og höggmynda, sem voru viðs
vegar á heimilinu. Kaffi og
meðlæti var borið á.borð.
Neyðin kennir naktri
konu að spinna
— Haustið 1967 var augiýst eft-
ir saumakonu til starfa hjá Þjóð-
leikhúsinu og ég vann þar um
nokkurt skeið. Þetta var lausráð-
in staða og nokkuð ótrygg, hóf
Björg til máls.
Sagði hún, að á siöastliðnu
hausti hefði hún ráðiö sig til Leik-
félags Reykjavikur, en áður haföi
hún meðal annars verið verk-
stjóri hjá fyrirtækinu Dúkur h.f.,
auk þess sem hún rak verzlun i
samvinnu við aðra konu.
— Verzlunin seldi aðallega
sniðinn fatnaö og við rákum hana
i þrjú ár undir nafninu Bjargar-
búð.
— Hver er menntun þin á þessu
sviði?
Að mestu leyti er ég sjálf-
menntuð. Ég las mikið erlendar
bækur. blöö og timarit, sem lúta
að saumaskap. Ég hef lesið
Kristjánsdóttir og það var hrein
gullnáma að nema undir hennar
tilsögn.
Sagði Björg, að hún hefði verið
að hugsa um þaö i alvöru að
leggja stund á myndlist, eftir
nám i Kvennaskólanum...
—.... en þá lenti ég i öðrum
skóla, gifti mig og ekkert varð úr
námi. Siðar, eöa 1966 gerði ég
drauminn aö veruleika og
— Geturðu ekki sagt mér eitt-
hvað um þennan Myndlista-
klúbb?
— Það var i janúar 1971, sem
fólk á Seltjarnarnesi með mynd-
listaráhuga kom saman og stofn-
aði þennan klúbb. Við sem búum
hérna litum gjarnan á Nesið, sem
smáþjóðfélag og samstaða er
sennilega meiri hér en viða i
einstökum borgarhlutum.
..Sólarlagið er oft fallegt hérna á Nesinu, þessa mynd málaði ég i
baöherberginu, þegar litadýrðin var ómótstæðileg”.
Timamyndir: Róbert
/■