Fréttablaðið - 09.12.2004, Page 79
FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 35
Það er kannski ekki furða að einhverj-
ir spyrji sig þessarar spurningar eftir að
Knattspyrnusamband Íslands vildi ekki
framlengja samninginn við Helenu
Ólafsdóttur, þjálfara kvennalandsliðs-
ins í knattspyrnu. Helenu var tjáð að
ástæðurnar hefðu verið þær að hún
hefði misst virðingu leikmanna auk
þess sem árangur á heimavelli hefði
verið slakur á árinu. Það er auðvitað
gott og blessað að hafa metnað fyrir hönd kvennalandsliðsins í knattspyrnu og
ber að hrósa forystu KSÍ fyrir það en það skýtur skökku við að Helena skuli vera
látin gjalda fyrir „lélegt“ gengi kvennalandsliðsins á meðan Ásgeir Sigurvinsson
og Logi Ólafsson sitja sem fastast sem þjálfarar karlalandsliðsins þrátt fyrir að
hafa aðeins unnið einn leik af níu á árinu og hrapað um 32 sæti á styrkleika-
lista Alþjóða knattspyrnusambandsins það sem af er árinu, nokkuð sem engin
önnur þjóð í heiminum getur státað af.
Ásgeir og Logi hafa flotið áfram á góðu gengi í kjölfar þess að þeir tóku við af
Atla Eðvaldssyni og væru sjálfsagt varla í starfi nema vegna þess að tveir leikir
gegn Færeyingum og einn gegn Litháum unnust og jafntefli náðist gegn Þjóð-
verjum. Eftir þann leik hefur leiðin legið í frjálsu falli niður á við en forysta sam-
bandsins hefur kosið að sitja aðgerðarlaus á meðan karlalandsliðið skipar sér á
bekk með ekki „ómerkari“ þjóðum en Tógó og Túrkmenistan á styrkleikalista Al-
þjóða knattspyrnusambandsins. Í Laugardalnum hafa menn
engar áhyggjur heldur sitja með hendur í skauti, að-
gerðarlausir, og vonast til að þetta blessist allt.
Öðru máli gegnir með kvennalandsliðið. Þar
var liðið tveimur leikjum frá því að komast í úr-
slitakeppni Evrópumótsins en vegna slæmra
úrslita gegn þremur stórþjóðum, Frakklandi,
Rússlandi og Noregi, var ákveðið að grípa til að-
gerða strax. Engu máli skiptir þótt Ásthildur
Helgadóttir, sem er að öðrum ólöstuðum yfir-
burðamaður í liðinu, væri meidd og fjarverandi.
Úrslitin voru ekki ásættanleg fyrir forystu KSÍ.
Fjarvera Ásthildar er svipuð og ef Eiður Smári
Guðjohnsen væri ekki með karlalandsliðinu. Menn
geta rétt ímyndað sér hversu gáfulegur leikur liðsins
yrði ef hans nyti ekki við og þau væru ekki mörg mörkin
sem við værum búnir að skora í undankeppni HM ef við
hefðum hann ekki.
Forysta KSÍ ætti að sjá sóma sinn í því að vera sjálfri sér
samkvæm. Ísinn er brotinn, fyrsti þjálfarinn er farinn og
það væri við hæfi og reyndar mjög eðlilegt að Eggert
Magnússon, formaður KSÍ, gengi nú alla leið og hreinsaði
til hjá karlaliðinu. Annars er það ljóst að kröfurnar til
kvennalandsliðsins eru meiri en til karlalandsliðsins og
menn geta spurt sjálfa sig hvort það sé eðlilegt og hvort
jafnréttisbaráttan sé ekki kominn út í öfgar.
oskar@frettabladid.is
ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON
ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR
UTAN VALLAR
KRÖFUR KSÍ Á KARLA- OG
KVENNALANDSLIÐ ÍSLANDS
Keflavík mætir Madeira í Portúgal í kvöld:
Þrettán stig í forgjöf
KÖRFUBOLTI Keflavík sækir portú-
galska liðið CAB Madeira heim í
bikarkeppni Evrópu í körfuknatt-
leik í kvöld. Liðin mættust á
heimavelli Keflvíkinga 10. nóv-
ember sl. og unnu heimamenn ör-
uggan sigur, 114-101. Madeira
hefur ekki staðið undir vænting-
um og aðeins unnið tvo leiki, tap-
að þremur og vermir botnsæti rið-
ilsins fyrir leikinn í kvöld. Liðið
tapaði óvænt fyrir Reims í fyrra-
kvöld og minnkaði þar með mögu-
leika sína á að komast áfram.
Ef Keflavíkurliðið ber sigur úr
býtum tryggir það sér annað sæti
riðilsins og er öruggt áfram.
Madeira þarf hins vegar að leggja
Keflavík með meira en 13 stiga
mun til að næla sér í annað sætið.
Tapi Keflvíkingar með meira
en 13 stiga mun í kvöld á liðið
engu að síður möguleika á að kom-
ast áfram þar sem tvö bestu liðin í
þriðja sæti riðlanna tryggja sér
áframhaldandi þátttöku. ■
NICK BRADFORD Treður með tilþrifum.
Hann náði sér ekki á strik í síðasta leik og
skoraði aðeins 9 stig.
Gerir KSÍ meiri kröfur
til kvennalandsliðsins?