Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 14
ÍRAK Dánartíðni særðra banda- rískra hermanna hefur aldrei verið lægri en í stríðinu í Írak. Í Persaflóastríðinu og Víetnam- stríðinu lést fjórði hver hermaður sem særðist en núna er það hlut- fall komið niður í tíunda hvern hermann, að því er fram kom í frétt Washington Post. „Áður fyrr töldum við að mannfall endurspeglaði ofsa stríðsins. Nú sýnir tala látinna hversu vel læknum tekst að bjarga lífum,“ sagði skurðlæknir- inn Atul Gawande í viðtali við blaðið. Hann sagði hina hliðina á því hversu mörgum lífum væri bjargað að eftir væru hlutfalls- lega fleiri mjög illa bæklaðir her- menn. ■ 14 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR BJARGAÐ EFTIR TÍU DAGA Hin þriggja ára gamla Estella Marie Sor var föst í hruninni byggingu í tíu daga eftir að aurskriður ollu miklum skemmdum í fil- ippseyska bænum Real. Henni var bjargað í gær, ásamt þremur öðrum, og flutt á sjúkrahús. Icelandic online: Sjálfsnám fyrir útlendinga á íslensku NETIÐ Meginhluti Icelandic online, námskeiðs í íslensku sem ætlað er til sjálfsnáms á netinu, er á ís- lensku. Ekki liggur í augum uppi hvernig það má vera þar sem nám- skeiðið er jú fyrir útlendinga sem enga íslensku kunna og eiga því kannski ekki gott með að rata um vefinn og nýta sér efnið eftir orð- um eins og „bálkur“, „þráður“, „sýnidæmi“ og svo framvegis. Kolbrún Friðriksdóttir, verk- efnisstjóri Icelandic online, segir skýringuna einfalda, kennt er á því máli sem kennt er. Ef nota eigi annað tungumál þá sé spurning hvaða mál það eigi að vera. Nær- tækt sé að grípa til enskunnar en það er ekki eina málið í heiminum. „Við höfum fjögur hjálparmál varðandi málfræðina og svo íslensk- enska orðabók til hliðar. Ætlunin er að hafa orðabókina á öðru norrænu máli, jafnvel frönsku og fleiri mál- um,“ segir hún og bætir við: „Þessi hugmyndafræði að kenna á því máli sem kennt er við- gengst víða. Þannig er ekki verið að blanda öðrum málum inn í það.“ - ghs FLÓTTAFÓLK Málefni flóttafólks og hælisleitenda verða rædd á opnu málþingi sem Mannrétt- indaskrifstofa Íslands, í sam- vinnu við Rauða kross Íslands, efnir til milli klukkan tólf og hálf tvö í dag í Norræna húsinu. Á þinginu verða ræddar al- þjóðlegar reglur um hælis- leitendur og meðferð mála þeirra með sérstöku tilliti til flóttamannasamnings Samein- uðu þjóðanna. Þá verður einnig snert sérstaklega á málefnum kvenna sem flýja kynbundnar ofsóknir. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Frummæl- endur eru fjórir, en Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Mannréttindaskrifstofu, stýrir fundinum. - óká ■ EVRÓPA GEGN JARÐSPRENGJUM Vladimir Pútín Rússlandsfor- seti undirritaði staðfestingu Rússa á alþjóðasáttmálanum gegn notkun jarðsprengja. Þar með skuldbundu Rússar sig til að nota ekki hættulegustu teg- undir jarðsprengja og jarð- sprengjur sem ekki er hægt að finna með málmleitartækjum. TÍU PRÓSENT ATVINNULEYSI Einn af hverjum tíu Tyrkjum er atvinnulaus samkvæmt nýjustu opinberum tölum. Það samsvar- ar því að 2,4 milljónir manna séu án vinnu. Atvinnuleysið er svipað og á sama tíma í fyrra en þremur prósentustigum minna en þrjá fyrstu mánuði ársins þegar það mældist 12,4 prósent. SKATTABREYTINGARNAR BSRB hef- ur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um tillögurnar um breytingar á tekju- og eignar- skatti. Þar kemur fram að BSRB telur að á þenslutímum beri að gjalda varhug við skattalækkun- um því að þær séu í sjálfu sér þensluhvetjandi. Skattkerfis- breytingar eigi aðeins að gera með langtímaþróun í huga. Jafn- vel þó að væntingar gengju eftir beri að líta á skattkerfisbreyt- ingar til langs tíma og meta með tilliti til sveiflna í hagkerfinu. Skattalækkanirnar skerða tekjur ríkissjóðs um rúmlega 25 milljarða króna. Ragnar Ingi- marsson, hagfræðingur BSRB, hefur áhyggjur af þeirri til- hneigingu að mæta tekjutapi ríkissjóðs með niðurskurði í vel- ferðarþjónustunni og segir að þrengingar í velferðarstofnun- um landsins og auknar álögur á þá sem síst skyldi innan velferð- arþjónustunnar gefi ekki tilefni til að ætla að skattalækkanir eigi rétt á sér. Ábyrgðarlaust sé að lækka skatta áður en hagur heilbrigðisstofnana hafi verið bættur. Gert er ráð fyrir því að verð- bólga verði meiri en launahækk- anir næstu þrjú árin og því rýrna viðmiðunarfjárhæðir. Það telur BSRB að sé ekki ásættan- legt. Hækkun barnabóta sé til góðs en ekki sé hægt að fallast á skerðingu vaxtabóta. Ragnar minnir á að samhengi sé á milli skattalækkana og þjón- ustugjalda, t.d. skólagjalda, og telur að þjónustugjöld auki á fé- lagslega mismunun enda dragi það fyrirkomulag úr tekjujöfnun í samfélaginu. - ghs Fartölvur: Hættulegar karlmönnum RANNSÓKN Karlmenn sem nota far- tölvur og láta þær hvíla á lærum sínum eiga á hættu að dragi úr sæðisframleiðslu þeirra. Bandarískir vísindamenn sem hafa rannsakað áhrif þess að hafa fartölvu á lærum sér segja að það leiði til það mikillar hita- aukningar í pungnum að það geti haft hættuleg áhrif á sæðisfram- leiðslu og þannig dregið úr líkum á getnaði. Tvennt veldur því að pungurinn hitnar, annars vegar hitinn frá tölvunni og hins vegar að hann hitnar þegar menn sitja með fæturna saman. „Menn sem nota fartölvur að staðaldri ættu að fara mjög var- lega,“ sagði Allan Pacey, kennari við Sheffield-háskóla, í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina. ■ GUÐRÚN D. GUÐMUNDSDÓTTIR Málþing í dag: Flóttafólk og ofsóknir FLYTJA SÆRÐAN HERMANN Bandarískir hermenn reyna að bjarga lífi félaga síns og flytja hann á sjúkrahús. Mannfall: Fleiri lifa sár sín af KOLBRÚN FRIÐRIKSDÓTTIR Í sjálfsnámskeiði í íslensku á netinu er kennt á því tungumáli sem kennt er. Þess vegna er námskeiðið sett fram að meginhluta á íslensku. Fyrir útlendinga sem enga íslensku kunna. RAGNAR INGIMUNDARSON Hagfræðingur BSRB segir að þrengingar í velferðarstofnunum landsins og auknar álögur á þá sem síst skyldi gefi ekki tilefni til að ætla að skattalækkanir eigi rétt á sér. Þensluhvetjandi Skattkerfisbreytingar á aðeins að gera með langtímaþróun í huga. Skattbreytingar ber að meta með tilliti til sveiflna í hagkerfinu. 14-15 9.12.2004 19:24 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.