Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 18
18 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR DÍSÆT MARILYN Minning Marilyn Monroe lifir þó áratugir séu síðan hún svipti sig lífi. Það kom ber- lega í ljós á sýningunni Súkkulaði - saga, viðskipti og ánægja sem haldin er í Erfurt í Þýskalandi. Þar er að finna brjóstmynd úr súkkulaði af leikkonunni heitinni. KÚVEIT, AP Bandarískir hermenn í Kúveit sem hlýddu á ræðu á ræðu Donalds Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, áður en þeir héldu af stað til Íraks saum- uðu að ráðherranum í fyrirspurn- um og voru auðheyrilega ósáttir við eitt og annað sem tengist því hvernig hernaðaraðgerðum er háttað í Írak þó að þeir hafi ekki sett sig upp á móti stríðinu sjálfu. Eitt af því sem hermennirnir voru ósáttir við var að bílar þeirra væru ekki nógu vel brynvarðir. „Hvers vegna þurfum við her- menn að grafa eftir brotajárni og skemmdum brynvörnum til að bæta brynvörn við bílana okkar?“ spurði Thomas Wilson, einn her- mannanna sem bjuggu sig undir að fara á hættuslóðir í Írak. Rumsfeld svaraði því til að her- menn færu í stríð með þeim bún- aði sem væri til reiðu en reynt væri að bæta úr þessu. Hermennirnir kvörtuðu líka undan því að vera þeirra í hernum væri framlengd sjálfkrafa og því að herdeildir fastahermanna fengju betri búnað en þjóðvarðlið- ar og varaliðsmenn. ■ Svört starfsemi er vandamál Gistinóttum á hótelum á landsvísu fjölgaði um 4,9% í október í ár miðað við sama mánuð í fyrra. Fjöldi gistinótta á Norðurlandi dróst hins vegar verulega saman á milli ára og fækkaði um rúm 28%. FERÐAÞJÓNUSTA „Svört atvinnu- starfsemi innan ferðaþjónustunn- ar er vandamál sem við höfum átt við að etja í ferðaþjónustu á lands- byggðinni. Ég get þó ekki fullyrt að slík starfsemi hafi aukist á milli ára því hugsanlegt er að ein- hverjir hafi gleymt eða trassað að senda inn skýrslur til Hagstof- unnar. Ferðamálasamtökin munu vinna með Samtökum ferðaþjón- ustunnar að því að uppræta svarta atvinnustarfsemi í ferðaþjónust- unni,“ segir Ásbjörn Björgvins- son, forstöðumaður Hvalamið- stöðvarinnar á Húsavík, og stjórn- armaður í Ferðamálasamtökum N o r ð u r l a n d s eystra, þegar hann var spurður hvort fækkun gistinátta á Norðurlandi megi skýra með því að seljendur þjónustunnar hafi ekki gefið upp við- skipti í takt við raunveruleikann. „Undanskot hafa lengi verið viðloðandi ferða- þjónustuna en slíkt er erfitt að sanna og því get ég ekki staðhæft að svo sé,“ segir Páll Jónsson, stjórnarformaður Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra. Hann segir sláandi hversu mikil fækkun sé á gisti- nóttum ferðamanna á Norður- landi og erfitt sé að finna hald- bæra skýringu. Ástæður geti verið af ýmsum toga. Það eru ekki margir aðilar á svæðinu sem eru með heilsársgistingu og því er gistináttafjöldinn í þessum mánuði að jafnaði ekki mikill. Því þarf ekki miklar sveiflur til að prósentutalan taki töluverðum breytingum. Til dæmis var stór sendinefnd frá Kanada á Norðurlandi í fyrra en enginn sambærilegur hópur í október í ár. Önnur hugsanleg skýring er sú að skil á skýrslum til Hagstofunnar hafi verið verri í ár en í fyrra en þar sem skýrsl- urnar eru trúnaðarmál get ég ekki fullyrt að svo sé,“ sagði Páll. Gunnar Karlsson, skattstjóri í Norðurlandsumdæmi eystra, sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki lægju fyrir hjá embættinu upplýsingar um undanskot. „Mér vitanlega er engin sérstök rann- sókn í gangi á ferðaþjónustuaðil- um á Norðurlandi,“ sagði Gunnar. kk@frettabladid.is Oriol hérað í Rússlandi: Mega giftast fjórtán ára RÚSSLAND, AFP Drengir og stúlkur í rússneska héraðinu Oriol geta gengið í hjónaband fjórtán ára. Annars staðar í Rússlandi getur fólk gengið í hjónaband frá átján ára aldri en þingmenn á þingi héraðsins samþykktu nýlega lög- gjöf þar sem giftingaraldur er fjórum árum lægri en annars staðar í landinu. Það er í verkahring einstakra ríkja og héraða í Rússlandi að ákveða giftingaraldurinn. Stjórnvöld á landsvísu mæla með því að hann sé átján ár en héruðunum er í sjálfsvald sett að breyta út af því. ■ MJÓLKÁRVIRKJUN Þegar allt stefndi í sölu Landsvirkjunar frá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ til ríkisins átti að undirrita viljayfirlýsingu um samein- ingu Orkubús Vestfjarða, Rariks og Lands- virkjunar. Orkubú Vestfjarða: Starfsemin ekki í hættu STJÓRNMÁL Starfsemi Orkubús Vestfjarða verður frekar efld en að dregið verði úr henni og störf- um fækkað ef breytingar verða á rekstrinum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Guðni Geir Jóhannesson, formað- ur bæjarráðs, fengu það svar á fundi með þremur ráðherrum rík- isstjórnarinnar í gær. Halldór segir að menn hafi ótt- ast að störfum fækkaði yrði Orku- búið sameinað Landsvirkjun og Rarik, eins og stefnt hafi verið að þegar selja átti Landsvirkjun til ríkisins. Mikil ánægja sé með þau svör sem fengust. - gag ,,Undan- skot hafa lengi verið viðloðandi ferðaþjón- ustuna en slíkt er erfitt að sanna og því get ég ekki stað- hæft að svo sé.“ HALLANDI JÓLATRÉ Jólatréð veldur deilum sem aldrei fyrr. Helsinki og Brussel: Hart deilt um jólatré BELGÍA, AP Borgarstjórnir belgísku og finnsku höfuðborganna, Brussel og Helsinki, eru komnar í hár saman. Ástæðan er jólatréð sem prýðir Grand Place-torgið í miðborg Brussel. Finnar hafa í fimmtíu ár séð Brusselbúum fyrir jólatré. Und- anfarin ár hafa heimamenn orðið sífellt ósáttari við jólatrén sem þeir fá, segja þau of lág, gisin og illa leikin eftir langt ferðalag. Í ár létu Finnar Belgum það eftir að velja jólatré úr hinu skógi vaxna Ardennes-héraði í Belgíu. Það tré kom gisið og illa bogið til Brussel og ríkir algjör óvissa um samstarf Finna og Belga um jólatré í fram- tíðinni. ■ RUMSFELD HEILSAR HERMÖNNUM Rumsfeld þurfti að verjast spurningum hermanna sem voru ósáttir við búnað sinn og að vera þeirra í Írak væri framlengd ein- hliða af hermálayfirvöldum. Hermenn á leið til Íraks lýstu óánægju sinni við varnarmálaráðherrann: Saumað að Rumsfeld FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T STJÓRNMÁL Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, gagnrýndi þá óvissu sem ríkti í málefnum náms- og starfsendurhæfingar fyrir geðsjúka á vegum Fjöl- menntar og Geðhjálpar á Alþingi í gær. Þingmaðurinn sagði að 140 manns hefðu sótt um að komast í þetta nám fram að áramótum en aðeins 80-90 fengið tilboð með ákveðnum takmörkunum. Við- ræður hafa staðið yfir frá því í ágúst um hvernig framhaldið verður eftir áramót og stefnt að því að ganga frá málinu fyrir 1. desember. „Nú er 8. desember og ekkert hefur heyrst frá mennta- málaráðuneytinu,“ sagði þing- maðurinn. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir sagði að mennta- og heil- brigðisráðherra væru að vinna í málinu: „Því miður hefur ekki enn náðst niðurstaða í þessu máli.“ Ásta Ragnheiður hvatti ráðherra til að taka höndum saman, helst fyrir jólin: „Þannig er mál með vexti að þessi tími, skammdegið, er ákaflega viðkvæmur fyrir geð- sjúka. Óöryggið og óvissan fram undan er slæm fyrir bæði nem- endur og aðstandendur.“ - ás Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir: Gagnrýnir óvissu hjá geðsjúkum ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Óvissa slæm fyrir geðsjúka i skammdeginu. PÁLL JÓNSSON Stjórnarformaður Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra segir sláandi hversu mikil fækkun sé á gistinóttum ferðamanna á Norðurlandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K 18-19 9.12.2004 18:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.