Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 83
63FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 FRÁBÆR SKEMMTUN Sýnd kl. 4 og 6 m/ísl. tali Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 b.i. 16 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is Frumsýnd kl. 6,8 og 10 Str.b.i. 16 ára Jólamyndin 2004 Ótrúleg Muay Thai slagsmálaatriði og engar tæknibrellur. SVAKALEGA ÖFLUG BARDAGA- MYND Í ANDA BRUCE-LEE Sýnd kl. 5.45 Sýnd kl. 8 og 10.15 b.i. 16 Sýnd kl. 8 JÓLAKLÚÐUR KRANKS Sýnd kl. 4 og 6.10 m/ísl. tali Sýnd kl. 4, 6.10, 8.20 og 10.30 m/ensku taliSýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 SÝND KL. 5.45 & 10.15 b.i. 12 HHHÓ.Ö.H DV Sýnd kl. 8 og 10.15 Sýnd kl. 6 og 10.15 Sýnd kl. 4 m/ísl. Miðaverð 500 kr. Hann er á toppnum... og allir á eftir honum Framleidd af Mel Gibson Pottþéttur spennutryllir... Sýnd kl. 8.20 og 10.30 B.I.12 Deildu hlýjunni um jólin. Með hinum bráðskemmtilega James Gandolfini úr The Sopranos. Kostuleg gamanmynd sem kemur öllum í gott jólaskap. Jólamyndin 2004 B Í Ó M I Ð I Á S E E D O F N Ú Í B Í Ó Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Vinningar: Miðar á Seed of Chucky DVD myndir Margt fleira. Sendu SMS skeytið JA SCF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 9 . h v e r v i n n u r Dimebag Darrell 1966-2004 Sá voveiflegi atburður gerðist í fyrrakvöld, 24 árum eftir að John Lennon var myrtur, að Dimebag Darrell, gítarleikari rokksveitar- innar Damageplan, var skotinn til bana á tónleikum í Columbus í Ohio. Dimebag var einn litríkasti gítarleikari rokksins og skráði nafn sitt á spjöld sögunnar fyrir mikla fimi á hljóðfærinu. Kappinn átti glæsilegan feril að baki og var dýrkaður og dáður um heim allan fyrir öfluga lagasmíði og frábær- an hlóðfæraleik. Dimebag, sem hét Darrell Lance Abbott, fæddist 20. ágúst 1966 í Dallas í Texas. Hann datt snemma í gítargryfjuna og gat sér strax gott orð umhverfis heimaborgina með hæfileikum sínum. Þegar Dimebag var aðeins 16 ára gamall hafði hann unnið allar hæfileika- og hljóm- sveitakeppnir sem voru í boði í Dallas og út frá því var honum meinaður aðgangur að slíkum keppnum, sökum yfirburða. Dimebag og bróðir hans, trymb- illinn Vinne Paul, sóttu tónlistar- hæfileika sína til föður síns, Jerry Abbott, sem varð fyrsti útgefandi bræðranna. Saman stofnuðu þeir rokksveitina Pantera sem sló all- rækilega í gegn á tíunda áratugn- um með plötum á borð við Cow- boys From Hell og Vulgar Display Of Power. Þótti hljómsveitin ná að sameina harða rokktónlist og melódíu á undraverðan hátt. Pantera tvístraðist í tvo hópa fyrir tveimur árum síðan. Söngv- arinn Phil Anselmo og bassaleik- arinn Rex Brown,gengu til liðs við stónerrokksveitina Down en bræðurnir Dimebag og Vinnie stofnuðu Damageplan. Þó svo lítið samband hafi verið á milli þeirra félaga var ekki loku fyrir það skotið að Pantera myndi samein- ast á ný og taka upp nýtt efni inn- an fárra ára. Liðsmenn sveitar- innar ætluðu einungis að róa á ný mið og fá ferskan vind í seglin og því var brugðið á það ráð að halda í sitthvora áttina. Stórkostlegur tónlistarmaður Sá sem þetta skrifar var svo heppinn að sjá Pantera á tónleik- um í nokkur skipti og eru tónleik- ar sveitarinnar í Manchester árið 1994 eitthvað sem mun lifa lengi í minningunni. Þar fór ekki á milli mála að þar var kominn nýr kon- ungur rokkgítarleiksins og var hljómsveitin sjálf einnig sérlega tilkomumikil. Einnig má ég til að minnast á þegar Quarashi lék á sömu tónlist- arhátíð og Jerry Cantrell í Austin í Texas. Þar voru Dimebag og Vinnie Paul sérstakir gestir og léku gaml- an Alice In Chains slagara með Cantrell. Þótti Texas-búunum stór- merkilegt að hitta fyrir Íslending og komu þeir kumpánar á óvart með vitneskju sinni um Ísland. Missir Dimebag Darrell úr tón- listar- og ekki síst gítarheiminum er einn sá mesti síðan snillingurinn Stevie Ray Vaughan dó í þyrluslysi í ágúst árið 1990. Rétt eins og með Stevie Ray, þá mun færni Dimebag halda áfram að veita tónlistar- mönnum um allan heim innblástur um ókomin ár enda var hann stór- kostlegur tónlistarmaður. Smári Jósepsson DIMEBAG DARRELL, GOÐSÖGN Í ROKKINU Átti glæsilegan feril með hljóm- sveitinni Pantera og var af mörgum talinn einn allra besti gítarleikari rokksögunnar. „Þetta er það versta sem ég hef heyrt. Svona lagað ætti aldrei að gerast, hvorki innan né utan rokkhreyfingarinnar.“ Howard Jones, söngvari Killswitch Engage. „Dime, elsku bróðir okkar. Orð fá ekki lýst hvernig okkur líður í kvöld. Við mun- um sakna þín.“ Zakk Wylde, gítarleik- ari Ozzy Osbourne. „Ég er eyðilagður yfir þessu. Hugur minn og hjarta er hjá fjölskyldu og vinum Dimebag.“ Scott Ian, gítarleikari Ant- hrax. „Dime, ég mun aldrei gleyma hvernig þú fékkst okkur til að hlæja. Ég er svo ánægður með daginn sem við eyddum saman í London. Við ættum öll að lifa líf- inu eins og þú gerðir. Þetta er sorgardag- ur.“ Nikki Sixx, bassaleikari Mötley Crüe. „Ég á ekki orð. Þetta getur ekki verið satt. Dimebag er goðsögn og þetta er al- gjört kjaftæði.“ Rob „Blasko“ Nichol- son, bassaleikari Rob Zombie og Ozzy Osbourne. „Mig langar að þakka Dimebag fyrir hans frábæru hæfileika og fyrir að deila þeim með mér og öðrum. Ég bið fyrir fjöl- skyldu hans og vinum á þessum erfiðum tímum.“ Dave Mustaine, gítarleikari og söngvari Megadeth. 82-83 (62-63) bíóhús 9.12.2004 18:47 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.