Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 34
Stúlkurnar og stærðfræðin Íslenskar stelpur standa sig vel í stærð- fræði. Þær eru betri en strákarnir. Og all- ir eru voða hissa. Rétt eins og um nýung sé að ræða. Þeir sem hafa fylgst með skólamálum vita hins vegar að stelpur hafa lengi staðið sig betur í öllum grein- um samræmdra prófa. Skólasagan segir okkur líka að í fyrsta barnaskólanum í Reykjavík sem stofnaður var fyrir alda- mótin 1900 hafi stelpurnar staðið sig betur. Samt voru karlar að kenna á þeim tíma, en það hefur borið á því í umræð- unni að ástæða þess að stelpur standi sig betur sé sú að konur hafi tekið kenn- arastéttina yfir. Ég er lengi búin að tala og skrifa um þessi mál. Á sínum tíma fékk ég sam- þykkta þingsályktunartillögu um að staða drengja í grunnskólum yrði skoð- uð m.a. með tilliti til lakari námsárangurs þeirra, hve stórs hluta sérkennslunnar þeir nytu o.s.frv. Einnig fannst mér ástæða til að staða stúlkna yrði skoðuð með tilliti til þess að rannsóknir sýndu lakari sjálfsmynd þeirra við lok grunn- skóla, hvað sem öllum einkunnum leið. En það er ekki nóg að fá tillögu sam- þykkta þegar ráðherrann kýs að hundsa samþykkt Alþingis eins og Björn Bjarna- son gerði í þessu tilfelli. Nefndin var jú skipuð en síðan ekki söguna meir. Og enn eru menn hissa og undrandi þegar sömu niðurstöður birtast og jafnan áður; stelpurnar fá betri einkunnir. Ég tók eftir því að menntmálaráðherra sagði þegar niðurstöður PISA lágu fyrir að e.t.v. væri hér verkefni fyrir jafnréttis- baráttuna. Ég er sammála því. Og nú er bara að sjá hvort Þorgerður Katrín sýnir þessum málum meiri raunverulegan áhuga en fyrirrennari hennar gerði. Svanfríður Jónasdóttir á jafnadar- menn.is/svanfridur Jahérna, nú fékk fáránleikinn full- nægingu! Þegar Danir lesa í Berl- ingske Tidene að pizzasali frá Ís- landi, Birgir Þór Bieltvedt, hafi fengið 1,5 milljarða að láni „út á andlitið á sér“, til kaupa á fjórð- ungshlut í taprekstri Magasin, hljóta þeir að hafa lagt ölið frá sér. Nok, det ser man! „Íslendingar svona breyttir – í framan“. Það er vissulega fagnaðarefni ef Birgir Þór treystir sér til þess að snúa taprekstri í hagnað á þessari gríð- arlegu skemmtilegu dönsku kaup- höll. En við hljótum að staldra við eftir lesturinn í Berlingske. Meðan fyrirtæki á Íslandi fá ekki nægilegt lánsfé til þess að byggja upp starfsemi sína hér og verða gjaldþrota í hundraða tali fær pizzasali lán „út á andlitið á sér“ til þess að kaupa hálf gjald- þrota rekstur á Strikinu. Honum tókst, að eigin sögn, að ná tali af Jóni Ásgeiri. Til hamingju Birgir! Fólk missir andlitið fyrir minna. Er ekki vert að íslenskar fjár- málastofnanir fari í alvarlega end- urskoðun og „bankaleyndin“ fái lagaramma sem er trúverðugur? Er til of mikils mælst að almenn- ingur fái að sjá sannleikann um út- rásaræðið og alla þessa „andlits- díla“ í viðskiptalífinu í nafni Ís- lendinga og íslenskra bankastofn- ana? Bankarnir eiga t.d. sameigin- lega innheimtufyrirtækið Intrum og ákveða þannig sameiginlega dráttarvexti. Má það? Þeir hafa sameiginlegt aðgengi að skuldum fyrirtækja og einstaklinga og hafa ákveðið afkomu einstaklinga eftir sérhagsmunum og í samráði. Er það gott í litlu landi? Bankaleyndin er engin þegar einstaklingar eiga í hlut. Hver er ábyrgð útfara – af- sakið – útlána-stjóra bankanna gagnvart lántaka, fjölskyldu lán- taka, hluthöfum bankanna, öðrum viðskiptavinum sem og lífeyris- sjóðseigendum? Má lána fyrirtæki og um leið veðsetja heimili fjöl- skyldunnar? Er þar ef til vill brotið á rétti barna, heimavinnandi fólki jafnvel? Þeir sem greiða í ríkis- sjóði og lífeyrissjóði hljóta að eiga þá en það eru því miður þessir pen- ingar sem hafa meðal annars skap- að ójöfnuðinn og fákeppnina sem hér ríkir þegar nokkrir auðmenn gengu, er virðist, frjálst í þá á við- kvæmum tíma viðskiptasögunnar. Ákveðnir menn gerðu mistök. Verðaukning og mat íslenskra hlutabréfa er það hæsta í heimi (oft vegna „uppsafnaðs hagnaðar“ en ekki rekstrarhagnaðar), verslað er með margföld fjárlögin erlendis og sérfræðingar bankanna boða aukna verðbólgu – vegna hækkunn- ar á áfengi! Enn er verið að hengja fjármálaráðherra fyrir banka- stjóra eða hvernig sem þetta var nú aftur. Sjálfir drekka sérfræð- ingarnir sjaldan hér heima enda flestir fluttir af landi. Hér er ekki þægilegt að búa lengur. Er geggj- unin ekki bara allsráðandi og sann- ast ekki enn að fáránleikinn er systir heimskunnar. Að vísu tala þeir mikið um öfundsýki og nei- kvæðni okkar sem þorum að gagn- rýna starfshættina. Gæti verið að sannleikanum sé hver sárreiðastur. Menn geta líka blindast í öllu gull- inu. Andlit pizzasalans. Halda bankamenn að fólk skilji ekki hvernig þeir eru að eignast allt með því að taka veð í hlutabréfum þeirra sem fronta kaupin? Birgir Þór sagði það sjálfur. Kaup Íslend- inga á erlendum fyrirtækjum eru örugglega oftar en ekki góð en sennilega finnst Dönum kaup Birg- is Þórs Bieltvedt á Magasin út á andlitið á sér einn mesti við- skiptadíll sögunnar. Svona vinnu- brögð eru hins vegar ekki einka- mál bankanna meðan þeir starfa undir íslenskum lögum. Svo er þeim velkomið að flytja sig annað þar sem þeir þekkja vel til og lagaumhverfið er annað, já eða jafnvel ekkert. Árið 2000 þegar America Online og Time Warner sameinuðust og tilkynnt var að þar með væri „við- skiptadíll sögunnar“ að veruleika fóru samningar fram í bakher- bergjum. Samningurinn skók fjöl- miðlaheiminn sem og áhyggjufulla lýðræðissinna. Að vísu komst ris- inn í fjölmiðla á nýjan leik nokkrum árum seinna þar sem fjárfestar töpuðu billjónum dollara vegna blekkingarinnar. Samruninn er sagður í dag hafa verið mestu mistök í sögu fyrirtækis í heimin- um. Það sem einkenndi samruna fjölmiðlarisanna eða „þjófnaðinn“ á Time eins og sagt er í dag var bakherbergja-leynimakk og hnífs- stungur valdasjúkra og gráðugra manna. Það skyldi þó ekki vera að Ís- lendingar hafi eignast Magasin í græðgiskasti í bakherbergi og jafnvel einhver stunginn í leiðinni? Þá gætu Danir tekið gleði sína að nýju. Þeir segðu jafnvel „Íslend- ingar hafa ekkert breyst og jafnvel forsetinn, sú mikla stríðshetja, fórnaði dönsku brúðkaupi til þess að koma í veg fyrir að sett væru lög um eignarhald á fjölmiðlum. Ís- lendingar skilja ekki reglur,“ segja Danir og kíma. Það er vissulega auðveldara að missa andlitið í við- skiptalífinu en að fá lán út á það. Bankar fela sig á bak við þá stað- reynd að þeir eru ekki mennskir; bera ekki ábyrgð. En þegar vel gengur eru mennirnir sem þeim stjórna þjóðhetjur – fyrirgefiði drengir, alþjóðahetjur sem og þeir sem þá fronta með andliti sínu. ■ 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR34 Hundrað prósent lán út á andlitið Ég er eitthvað svo undrandi en samt ekki. Ég furða mig samt á þeim viðhorfum sem ég mæti hér og þar í garð þess starfs sem ég vinn. Sem reyndar birtist ekki í því að það sé sagt við mig per- sónulega hversu vafasamur kennari ég hljóti nú að vera. En það hljóta að vera skilaboðin sem mér eru send þegar talað er um að vinnustaðurinn minn sé um- deildur og sumum finnst hann jafnvel viðsjárverður og meira að segja skrípalegur! Slík við- horf eru reyndar mjög oft birt með þessum hætti – þekki það annars staðar frá svo ég er svo sem alveg í æfingu í að takast á við slíkt og einmitt þess vegna ákveð ég að segja frá með þess- um hætti. Ég kýs að trúa því að það græði alltaf einhverjir á upplýstri umræðu. Ég velti sem sagt fyrir mér hvernig svo megi vera að almennt telji skólafólk kynjablöndun vera kynjunum svo eiginlega að aldrei komi til tals að kynin geti hugsanlega haft afdrifarík áhrif á birtingar- form líðan hvors kynsins um sig innan um hitt. Í allri umræðunni um einstaklingsmiðað nám virð- ist engum detta það einu sinni í hug að t.d. áhrif stelpna á stráka eða stráka á stelpur geti spilað einhvern þátt í því hvernig stelp- um og strákum er að farnast á skólagöngunni sinni. Engum eða afar fáum virðist koma það til hugar að hér geti verið um afar þýðingarmikinn áhrifavald á námsframvindu barna yfirleitt að ræða. Þ.e. hvort þau fái notið sín á eigin forsendum án nokk- urs áreitis sem t.d. annað kynið getur skapað hinu. Afar merki- legt finnst mér, að svo skuli vera þegar öllum virðist ljóst að þeg- ar stelpur og strákar verða kon- ur og karlar virðast kynin sífellt eiga í átökum sín á milli sem oft- ar en ekki virðist vera afar erfitt að leysa svo vel megi vera. Ein- faldar birtingarmyndir þessu til útskýringar; ekki veit ég hvað boðið er upp á mörg mismunandi námskeið og fyrirlestra ætlaða fullorðnum um það hvernig hvort kynið um sig megi efla sjálft sig gagnvart hinu kyninu. Eins er það almennt viðurkennt að karlar taki sér meira pláss á vinnumarkaðinum en konur. Karlar hafa völdin í sínum hönd- um á vinnumarkaðinum, það eru karlar sem eru þessir „aðal“ sama hvert litið er. Hvort sem við lítum til áhrifamikilla starfa eins og að stjórna landinu eða til þess mikilvæga starfs að stjórna grunnskóla. Læra börn ekki það sem fyrir þeim er haft? Ekki ger- ist það á einni nóttu að konur eigi undir högg að sækja í samfélag- inu. Hvers vegna má viðurkenna stórlegan mun á eðli kynjanna þegar stelpur eru orðnar konur og strákar orðnir karlmenn en ekki þegar stelpur eru stelpur og strákar strákar og mikilvægasta mótunarskeiðið í félagslegri færni fer fram? Þegar allur grunnundirbúningur fyrir lífið á sér stað er það algjört tabú að ræða um kynjamun sem hefur jafnvel það í för með sér að gert er út um jöfn tækifæri þeirra til árangurs í námi. Mér er að verða þetta full- komlega óskiljanlegt hvernig margir ráðamenn menntamála og annað skólafólk virðast af fullri alvöru óttast það að hugs- anlega megi ná einhverjum áþreifanlegum árangri í al- mennu jafnrétti kynjanna með alvöru aðgerðum. Að aðstæður, þar sem hvoru kyninu um sig er sinnt eftir þörfum hvers einstak- lings þannig að árangur í ein- staklingsmiðuðu námi geti jafn- vel mælst afgerandi, eru hrein- lega hunsaðar og flokkaðar sem eitthvert fyrirbæri sem best er að forðast sem heitan eldinn. Getur verið að þekkingarleysi á slíkum aðstæðum orsaki þennan ótta fyrst og fremst? Er ekki orð- ið tímabært að framafólk í menntamálum geri svolítið átak og kynni sér betur það sem er að gerast í menntun barna, kynnist svolítið því starfi sem unnið er utan þess hefðbundna ramma sem flestir eru að horfast í augu við að sé ekki að virka sem skyldi? Og öðlist þannig frekari sýn á hvernig mismunandi að- gerðir skila sér í jákvæðni, metnaði, vellíðan og ekki síst frábærum árangri nemenda? En það hlýtur að vera markmiðið þegar allt kemur til alls. Það verður enginn hengdur fyrir að viðurkenna þekkingarleysi sitt en hugsanlega gætu stelpur og strákar úti um borg og bý – ung- viði þessa lands – stórgrætt á slíku átaki. Höfundur er drengjakennari við Barnaskóla Hjallastefnunnar. JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR UMRÆÐAN KAUPIN Á MAGASIN SARA DÖGG JÓNSDÓTTIR KENNARI UMRÆÐAN HJALLASTEFNAN Ég kýs að trúa því að það græði alltaf einhverjir á upplýstri um- ræðu. ,, Sennilega finnst Dönum kaup Birgis Þórs Bieltvedt á Magasin út á andlitið á sér einn mesti viðskiptadíll sögunnar. ,, AF NETINU Tímaritið Birta - frítt fyrir þig • Ungskáldin leggja orð í belg • Gamlir glamúrkjólar • Öðruvísi jólatré • Ceciliu Ahem vantar áhugamál • Bíómyndir vikunnar • Sjónvarpsdagskráin • Persónuleikapróf • Stjörnuspá og margt fleira ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS 48síðna jólablaðfylgir Birtaí dag Nám og kynjamunur 34-55 (34-35) umræða 9.12.2004 14.02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.