Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 38
4 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru
frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr
6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf
aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt
að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn
Með ljúffengri fyllingu
úr ostum og öðru góðgæti
FRÍ HEIMSENDING
Nánari
uppl‡singar
á somi.is
sími 568 6440
Allt í
eldhúsið
„Hugmyndin á bak við Justeat er
sú að fólk geti farið inn á
justeat.is og pantað sér mat á net-
inu. Það skráir inn allar nauðsyn-
legar upplýsingar, eins og heimil-
isfang og síma, í fyrsta sinn sem
það skráir sig inn. Síðan getur það
skoðað veitingastaði í sínum
landshluta og skoðað bestu tilboð-
in hverju sinni og pantað mat
heim til sín eða sótt,“ segir Þröst-
ur.
„Justeat.dk er ein stærsta og
vinsælasta viðskiptavefsíða í
Danmörku. Nú er hún að flytja sig
bæði til Bretlands og Noregs en
Ísland er fyrsta landið fyrir utan
Danmörku þar sem útibú er opn-
að. „Við opnuðum fyrir um það bil
einum og hálfum mánuði og erum
núna með sjö veitingastaði á
höfuðborgarsvæðinu skráða inn.
Við ákváðum að byrja á suðvestur
horninu og færa okkur síðan norð-
ur. Við stefnum á að hafa 25 veit-
ingastaði skráða inn á síðuna í
byrjun janúar og langtímamark-
miðið er auðvitað að hafa alla
staði á landinu skráða inn. Í Dan-
mörku eru sex hundruð staðir
skráðir inn og fara um það bil
fimmtíu þúsund pantanir í gegn-
um síðuna á mánuði,“ segir Þröst-
ur en ekki eru aðeins skyndibita-
staðir skráðir inn á justeat.is.
„Nei, þetta eru í raun allir veit-
ingastaðir sem bjóða upp á heim-
sendingu eða „Take-Away“. Við
erum með indverskan mat,
mexíkóskan mat, kjúkling, pítsur
og margt fleira.“
Þröstur telur kosti vefsíðunnar
vera mikla og þetta sé komið til að
vera. „Ef fólk er svangt þá þarf
það bara að muna eitt: justeat.is.
Það þarf ekki að muna nein númer
né leita að einhverjum stað. Það
sér allt inni á vefsíðunni og getur
í þokkabót pantað á netinu. Fólk
sleppur líka við að þurfa að bíða í
símanum og nánast engir mögu-
leikar eru á því að viðskiptavinur
fái vitlausa pöntun. Það þarf ekki
að borga með kreditkorti á vefsíð-
unni og þegar pöntun er afgreitt
fær viðskiptavinur alltaf staðfest-
ingu um móttöku frá veitinga-
staðnum. Þetta er því 99,9 prósent
öruggt.“
En er þetta fjárhagslega hag-
kvæmara? „Þetta á að vera ódýr-
ara því að margir staðir eru með
nettilboð í gangi eingöngu fyrir þá
sem panta á netinu. Þeir sem
panta af vefsíðunni safna líka
punktum sem hægt er að skipta út
fyrir ýmsar vörur. Síðan erum við
með ýmsa leiki í gangi til að
hvetja fólk til að panta á netinu,“
segir Þröstur sem er bjartsýnn á
framtíð justeat.is. „Þetta er fram-
tíðin.“ lilja@frettabladid.is
Justeat.is er framtíðin
Hjónin Þröstur Már Sveinsson og Harpa Louise Guðjónsdóttir kynntust fyrirtækinu
justeat.dk þegar þau voru búsett í Danmörku og ákváðu að stofna það hér á landi.
„Fyrirtæki hafa tekið vel í þessa nýjung og fáum við á milli fimm hundruð og þúsund innlit á dag á vefsíðuna,“ segir Þröstur Már.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
Nú fæst hið kunna koníak Polignac VSOP í
þægilegum 50 cl plastfleygum í Vínbúðum
en stór hluti koníakssölu er í fleygum.
Bæði eru þetta afar hentugar umbúðir á
ferðalögum og eins góður kostur fyrir þá
sem drekka sjaldan koníak en telja það
ómissandi yfir hátíðirnar. Polignac VSOP í
50 cl plastfleyg er hagstæðustu kaupin
kaupum á VSOP-koníaki í Vínbúðum. Rolf
Johansen & Company er umboðsaðili fyrir
Polignac koníak á Íslandi og býður að sjálf-
sögðu áfram upp á Polignac VSOP í 70 cl
flösku sem hefur verið í sölu um árabil og
gengið mjög vel enda á afar hagstæðu
verði.
Verð í Vínbúðum 2.890 kr. í 50 cl fleyg
og 4.150 kr. í 70 cl flösku.
Polignac:
Hagstæðustu kaup-
in í VSOP-koníaki
Nýtt í Vínbúðum
SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
- mest lesna blað landsins
Gljáandi áferð
og girnileg
Nýjar desertsósur eru komnar á mark-
aðinn hér á landi frá framleiðandan-
um Dr. Oetker.
Þær eru þykk-
ar og bragð-
miklar og
áferðin er gljá-
andi og girni-
leg. Desertsós-
urnar eru í túpum
með dropafríum tappa sem helst
snyrtilegur þótt mikil ásókn sé í inni-
hald túpunnar.
Sérframleidd
fyrir Ísland
Danski framleiðandinn Oscar hefur
sérframleitt humarsúpu fyrir Íslend-
inga fyrir þessi jól. Hún er komin á
markað hér á landi í
duftformi en margir
muna eftir slíkri súpu
sem þykkni sem þó
hefur ekki fengist um
nokkra hríð. Gæði
duftsins er hið sama
og þykknisins og
geta neytendur glaðst yfir því. Oskar
humarsúpan hefur jafnan verið vinsæl
um stórhátíðir en hún er ekki í boði í
Danmörku nú fyrir jólin.
[ NÝTT ]
» BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ
Á MÁNUDÖGUM
38-39 (04-05) Allt matur ofl 9.12.2004 14.41 Page 2