Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 70
Jólin eru mörgum erfið sérstak-
lega ef þeir þurfa að eyða þeim
einir enda fátt verra en að vera
einn þegar allt gengur út á að
njóta samvista við ættingja og
vini. Jólin eru einhleypum auð-
mönnum oft mjög erfið eins og
sást best í Jólasögu Dickens þar
sem Skröggur gamli hafði engan
til að tala við en nokkra drauga
sem gerðu honum lífið leitt.
Jólamyndin Surviving Christ-
mas er nýtt tilbrigði við þetta
gamla stef en þar leikur Ben Aff-
leck milljónamæring sem fyllist
tómleika fyrir jólin og ákveður að
kaupa sér jólagleði með því að
leigja sér fjölskyldu til þess að
eyða jólunum með. Hann fer á
gamlar heimaslóðir og gerir fólk-
inu sem býr á æskuheimili hans
tilboð sem þau geta ekki hafnað
þannig að þau taka hann að sér
yfir jólin gegn 250.000 dollara
greiðslu.
Það er James Gandolfini, sjálf-
ur Tony Soprano, sem leikur fjöl-
skylduföðurinn sem fellur fyrir
gylliboði Afflecks án þess að gera
sér nokkra grein fyrir hvað hann
er að kalla yfir sig og fjölskyldu
sína. Fjölskyldan verður að lúta
vilja Afflecks og taka þátt í einum
allsherjar jólaskrípaleik þar sem
allt á að vera fullkomið og þannig
má Gandolfini setja upp jóla-
sveinahúfu, syngja sálma með
Affleck og leggja á sig mikla leit
að rétta jólatrénu.
Affleck er kominn langt með
að gera Gandolfini og fjölskyldu
hans óð þegar dóttir hans kemur
heim í jólafrí og þá fyrst hitnar í
kolunum þar sem hún tekur það
ekki í mál að taka þátt í að skapa
ríkum brjálæðingi gleðileg jól.
Framleiðendur myndarinnar
fóru létt með að fá Affleck til liðs
við sig en hann var sá sem þeir
sáu upphaflega fyrir sér í hlut-
verki auðmannsins. Þá var Gand-
olfini einnig efstur á óskalistan-
um yfir fjölskylduföðurinn enda
vart hægt að hugsa sér betri leik-
ara þar sem grunnt er á því góða á
milli persóna og fáir geta sett upp
jafn dramatískan morðingjasvip
og Gandolfini.
Tökur á Surviving Christmas
rákust á við upptökur á The
Sopranos og annarri mynd sem
Gandolfini leikur í og hann af-
þakkaði því hlutverkið. Það var
svo ekki fyrr en Affleck hringdi í
hann og grátbað hann um að vera
með sem hann sló til.
Sjúkur sagarmorðingi
Andi jólanna og náungakær-
leikur eru víðsfjarri í hryllings-
spennumyndinni Saw. Hún gerist
að mestu leyti í drungalegu
fylgsni klikkaðs raðmorðingja
sem hefur klófest tvo menn leikna
af þeim Leigh Whannell og Carey
Elwes. Þeir koma til meðvitundar
í upphafi myndarinnar og komast
að því að búið er að hlekkja þá við
sitt hvort járnrörið. Þeir eru með
lík á milli sín og komast að þeirri
niðurstöðu að alræmdur morðingi
sem er kallaður Jigsaw hafi örlög
þeirra í hendi sér.
Morðinginn er þekktur fyrir að
etja fórnarlömbum sínum saman
þannig að þau enda á því að
berjast upp á líf og dauða og þeir
félagar hafa því takmarkaðan
tíma til að snúa á illmennið og
bjarga sjálfum sér og fjölskyldu
Elwes sem morðinginn hefur
einnig í haldi.
Það er ekkert gefið eftir í
blóðsulli og hryllingi í Saw og þar
sem tveir menn eru saman
komnir, hlekkjaðir við rör með
sög við höndina þarf ekki að
leggja út í mikla útreikninga til að
komast að þeirri niðurstöðu að út-
koman verði subbuleg. ■
50 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Ómissandi á DVD
Spennumyndin True Romance er fáanleg í sérútgáfu á tvöföldum DVD-
diski. Á meðal aukaefnis er öðruvísi endir en í handriti Tarantinos dó
aðalhetjan Clarence en Scott kaus að leyfa honum að lifa í þeirri út-
gáfu sem fór í bíó.
National Treasure
Christmas With The Kranks
The Polar Express
The Incredibles
Closer
The SpongeBob
SquarePants Movie
Alexander
Finding Neverland
Bridget Jones:
The Edge of Reason
Ray
Sideways
After the Sunset
The Grudge
Saw
Shall We Dance?
Kinsey
Seed of Chucky
The Motorcycle Diaries
House of Flying Daggers
Napoleon Dynamite
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
[ aðsóknarmestu ]
BÍÓMYNDIR SÍÐUSTU HELGAR
JÓLAMYNDIRNAR
Eru að gera það gott í
Bandaríkjunum þessa
dagana. Christmas
With The Kranks var í
öðru sæti um helgina
og The Polar Express
fylgdi á eftir í því
þriðja.
„If there's one thing this last week has taught
me, it's better to have a gun and not need it
than to need a gun and not have it.“
- Sakleysinginn Clarence Worley var fljótur að læra í True Romance.
Vandi að lifa jólin af
SURVIVING CHRISTMAS James Gandolfini leikur rólegan fjölskylduföður sem tekur Ben Affleck inn á heimili sitt yfir jólin. Sú sambúð
verður býsna strembin og gæti allt eins endað með morði.
NÝTT BLAÐ Á NÆSTA SÖLUSTAÐ!
Á s k r i f t a r s í m i : 5 1 5 5 5 5 5
1
2
.
tb
l.
2
1
.
á
rg
.
2
0
0
4
A
F
S
A
M
V
IS
K
U
O
G
T
ÍM
A
Desember 2004 12. tbl. 21. árg. 899 kr. m. vsk
BROTTREKSTURÁRSINS
Páll Rósinkranz ➝ Kantskurður karla ➝ Jólaförðunin ➝ Herborg Eðvaldsdóttir ➝
Skartgripatískan ➝ Vala Matt ➝ Barnabókahöfundar ➝ Jakob Ágúst Hjálmarsson
➝ Svafa Grönfeldt ➝ Herratískan ➝ Tvíhöfði ➝ Jóhann Freyr Björgvinsson
Sigurður G. Guðjónsson um leynimakkiðhjá Norðurljósum, samband sitt við JónÓlafsson og brostnar vonir
„ÉG ER RAUNSÆBARÁTTUKONA“
Steinunn Valdís
borgarstjóri um póli-tíkina, móðurmiss-inn og glasabarnið
JÓLA-
GJAFIR
2004
BESTU KNATT-SPYRNUMENN
ÍSLANDSSÖGUNNAR
KÁRI JÓNASSONKVEÐUR RÚV
Fréttastjórinn fyrrverandium átökin í Ríkisútvarp-inu og framtíð þess
AÐSÓKNARMESTU MYNDIRNAR Í BANDA-
RÍKJUNUM HELGINA 3.-5. DESEMBER:
Stórleikarinn Mel Gibson er einn
framleiðenda Paparazzi en það
vill svo skemmtilega til að mynd-
in fjallar um hasarmyndaleikara
sem fær sig fullsaddan af ágangi
blaðaljósmyndara og tekur til við
að stúta þeim. Það má vel vera að
Gibson, sem kemur fram í litlu
aukahlutverki í myndinni, sé hér
að fá útrás fyrir andúð sína á
þeirri stétt ljósmyndara sem
kennd er við paparazzi og hefur
lífsviðurværi af því að leggja
fræga fólkið í einelti.
Það er í það minnsta ekki hægt
að líta fram hjá því að Gibson
á ýmislegt sameiginlegt með
aðalpersónu myndarinnar Bo
Laramie.
Bo er hasarmyndahetja á
hraðri uppleið. Honum gengur
allt í haginn en frægðin tekur
sinn toll og hann fær lítinn frið
fyrir blaðaljósmyndurum. Það er
sérstaklega ein fjögurra manna
ljósmyndaraklíka sem gerir
honum lífið leitt. Snáparnir
svífast einskis til að ná myndun-
um sínum og í hamaganginum
verða þeir valdir að bílslysi og
stofna Bo og fjölskyldu hans í
stórhættu.
Þá er okkar manni nóg boðið
og hann snýr vörn í sókn með því
að ganga milli bols og höfuðs á
ljósmyndurunum.
Paparazzi er fyrsta leikstjórn-
arverkefni Pauls Abascal sem
hefur mest unnið við gerð sjón-
varpsþátta. Cole Hauser, Dennis
Farina, Robin Tunney, Tom
Hollander, Daniel Baldwin og
Tom Sizemore fara með helstu
hlutverk. Hauser er sonur leikar-
ans Wings Hauser og hefur lítið
látið að sér kveða hingað til.
Farina er hins vegar mörgum
góðkunnur fyrir leik sinn í mynd-
um á borð við Get Shorty, Out of
Sight, Snatch og sjónvarpsþátt-
unum Law&Order. ■
DENIS FARINA Þessi fyrrverandi lögregla hefur sérhæft sig í að leika löggur og hann er
einmitt í hlutverki rannsóknarlögreglumanns í Paparazzi en þar reynir hann að stöðva
kvikmyndaleikara sem segir slúðurblaðaljósmyndurum stríð á hendur.
Leikari berst við ljósmyndara
DANNY GLOVER Leikur lögreglumann
sem er á hælum morðingjans Jigsaw í
spennutryllinum Saw.
70-71 (50-51) Bíóopna 9.12.2004 19:57 Page 2