Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 78
58 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Áleitin og absúrd Frumleg og heillandi skáldsaga ,,Þetta er fáránlegt fáránleikaleik- hús, sumarhús einmanaleikans“, segir í nýrri skáldsögu Kristínar Ómarsdóttur, Hér, og lýsir vel inn- taki sögunnar. Hér gerist í óræðum samtíma á litlum sveitabæ í Eilífðar- dalnum – ókunnum stað. Frásögnin hefst er hópur hermanna skýtur niður allt heimilisfólk fyrir utan 11 ára stúlku, Billie. Hermaðurinn Rafael drepur síðan félaga sína, fer í hlutverk bóndans á bænum og heldur Billie sem gísl. Smám saman verða þau ágætis félagar. Hann hefur fengið nóg af hermennsku en stríðinu er ekki lokið. Þau fá alls kyns furðulegar heimsóknir og Rafael reynist erfitt að losna undan átökum. Eins og tilvitnunin hér í upphafi vísar til eru allar aðstæður, atvik og samskipti í sögunni sveipuð fárán- leikablæ. Samband skötuhjúanna er absúrd og frásögnin er greinileg dæmisaga um fáránleika stríðs. Hvernig stríð breytir veruleikaskyni og gildismati. En stríð er langt í frá eina umfjöllunarefni þessarar sögu, skáldskapurinn og ástin sérstaklega fá sitt rými. Titill bókarinnar, Hér, ýtir enn undir merkingu dæmisögunn- ar. Hún gerist hér, ekki á neinum ákveðnum stað heldur bara hér, alls staðar, hvar sem er. Manni finnst að persónur sögunnar standi fyrir allar manneskjur, enda eru nöfn þeirra flestra fengin úr Biblíunni og hægt að sprengja upp þýðingu hverrar persónu með því að kanna uppruna nafnanna. Eins eru orð af og til endurtekin á nokkrum tungumál- um. Tilfinningin fyrir marglaga og merkingarfullri sögu er sterk, þótt undirrituð viðurkenni vanmátt sinn gagnvart túlkun sumra táknanna. Frásögnin er óhefðbundin og mishröð, við fylgjumst með sveita- sælunni og heyrum sögur af fjöl- skyldu Billiear milli þess sem undar- legir og ofbeldisfullir atburðir koma eins og þrumur úr heiðskíru lofti. Ekkert er gefið í söguheimi Kristínar Ómarsdóttur nema eitt – hægt er að reiða sig á við lesturinn að eitt- hvað kemur sífellt á óvart. Sagan hleypur á milli plana, eina stundina flýgur manni leikrit eftir Beckett í hug og svo minnir stemningin allt í einu á tékkneskan nýbylgjufarsa. Fáránleikaleikhúsið er þekkt fyrir gagnrýni á tungumálið ( í vestri) og stjórnskipanina (í austri). Í Hér vísar höfundur til þessa leikhúss og nýtir sér einkenni þess. Verkið er – ásamt því að vera spennandi frásögn af fólki í fáránlegum aðstæðum – ádeila og jafnvel tillaga að breyting- um. ,,Það er í verkahring söngvara og skálda að orða hinar mállausu óskir fólks“, segir faðirinn Abraham í bókinni. Þessu kalli gegnir Kristín bæði beint og óbeint í bók sinni. Hér er afspyrnu kraftmikið verk sem vekur spurningar. Ætli kvikni ekki löngun hjá fleirum en mér til að lesa þessa áleitnu sögu öðru sinni við fyrsta tækifæri? Vikivaki - Vindar hefur að geyma íslensk þjóðlög í nýj- um útsetningum Stefáns S. Stefánssonar. Fyrir stuttu kom út athyglisverður diskur sem ber heitið Vikivaki - Vindar, þar sem finna má ferska nýja vinda leika um þjóðlagaarf Íslendinga. Á disknum eru útsetn- ingar Stefáns S. Stefánssonar sem birta þulur, drykkjuvísur, hús- ganga, alþýðuvísur og þjóðsagnir í nýju ljósi. Hér er sungið um lífs- háska, karlmennskuna, harðindi, dulúð, drauga, drykkju, uppeldi og ást, svo eitthvað sé nefnt. Söngvar- ar á disknum eru Kristjána Stef- ánsdóttir og hljóðfæraleikarar með Stefáni, sem leikur á sópransaxó- fón og flautu, eru Vilhjálmur Guð- jónsson gítar, Hjörleifur Valsson fiðla, Gunnar Hrafnsson kontra- bassi og Erik Qvick slagverk. Reyndar er þetta annar þjóð- lagadiskurinn sem Stefán útsetur og gefur út, en sá fyrri hét einfald- lega Vikivaki og kom út 1991. Þó er ýmislegt annað en vikivakar á diskunum. „Heitið draga diskarnir af því að á þeim fyrri var einn vikivaki, Ólaf- ur Liljurós,“ segir Stefán, „og lík- lega þess vegna sem heitið festist við útgáfuna og það verkefni að búa út íslensk þjóð í þennan búning.“ Á nýja Vikivakadisknum eru óþekktari lög en á þeim fyrri og kannski um meiri útsetningar á lögunum að ræða. Stefán segir það vera vegna þess að í sum lögin hafi ekki verið nema nokkrir taktar, til dæmis húsgangarnir. „Þetta eru lög sem koma úr ýmsum áttum, lög sem fjalla um allt milli himins og jarðar. Það sem ég gerði var að reyna að nálgast ákveðinn kjarna sem ég heyrði í þessum lögum sem nútíma Íslend- ingur. Síðan fór ég eftir eigin nefi í útsetningum.“ Ástæðuna fyrir því að Stefán fór að fást við útsetningar á ís- lensku þjóðlögunum segir hann að hlutfallslega hafi ekki verið mikið fengist við þessa tónlist hingað til. „Þegar maður fer að grufla í þetta kemur í ljós að tónlistin er mögnuð og textarnir líka. Það er mjög spennandi að prófa sig áfram í þessu. Ég vildi líka finna nýjan vinkil á lögin, reyna að meðhöndla þau og horfa á þau í nýju ljósi. Þetta er kannski tilraun til þess.“ Nýi diskurinn er frábrugðinn þeim fyrri að því leyti að sá fyrri inniheldur þekktari lög, en á þeim nýja eru lög sem Stefán segir að fólk þekki ekki við fyrstu heyrn, þótt þau komi kunnuglega fyrir eyrum, til dæmis Ég að öllum háska hlæ og Móðir mín í kví kví. „Þetta eru lög sem eru í þjóðar- meðvitundinni,“ segir Stefán um leið og hann bætir því við að hljóð- færanotkunin sé einnig frábrugðin því sem var á fyrri disknum. „Þau eru meiri þátttakendur í flutningn- um. Svo er ég með tvo fantalega góða söngvara sem koma úr sitt hvorri tónlistaráttinni, Ólafur Kjartan úr klassíkinni og Krist- jana úr djassinum.“ ■ Fór eftir eigin nefi BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Hér Höf: Kristín Ómarsdóttir Útg: Salka Skjaldborg hef-ur sent frá sér tvær bækur eftir Agöthu Christie: Lávarður deyr í þýðingu Ragnars Jónassonar og Annað tækifæri í þýðingu Atla Magnússonar. Í Lávarður deyr, leitar lafði Edg- ware, fræg leikkona, á fund Hercule Poirot og kveðst þurfa að losna við eiginmann sinn. Poirot fer á fund lá- varðarins til að biðja hann um skiln- að fyrir hönd lafðinnar. Lávarðurinn finnst síðan myrtur á heimili sínu og grunur fellur á eiginkonu hans. Í Annað tækifæri ferst Nicholas Spencer, frumkvöðull og forstjóri í lyfjarannsóknafyrirtæki, í flugslysi – en lík hans finnst ekki. Um leið kem- ur í ljós að hann virðist hafa stolið gífurlegum fjárhæðum úr sjóðum fyrirtækisins. Rannsóknarblaðamað- urinn Marcia Carley fær það verkefni að rita fréttaskýringu um málið og stendur fljótt frammi fyrir fjölda óleysanlegra spurninga. Skjaldborg hefur sentfrá sér Heilun með álfum eftir Doreen Virtue í þýðingu Jóns Daníelssonar. Heilun með álfum er mjög per- sónuleg frásögn höf- undar, sem er doktor í sálarfræði, af því hvern- ig álfar hjálpuðu henni við að kljást við skilnað og undirbúa sig fyrir ástar- samband byggt á andlegum grunni, og hvernig líf hennar breyttist í ævin- týrasögu sem einkenndist af heilun- arboðskap og sönnum kærleika. NÝJAR BÆKUR Ágóði af tónleikunum rennur til mannréttindastarfs Amnesty International. Miðaverð er 1.500 kr. Miðar seldir við innganginn. Aðventutónleikar Amnesty International verða haldnir í Neskirkju við Hagatorg föstudags- kvöldið 10. des. kl. 20.30 Fram koma: Ragnheiður Gröndal söngkona Gunnar Kvaran sellóleikari Elísabet Waage hörpuleikari Joseph Ognibene hornleikari Anna Sigurbjörnsdóttir hornleikari Þorkell Jóelsson hornleikari Emil Friðfinnsson hornleikari A M N E S T Y I N T E R N A T IN A L KRISTÍN ÓMARS- DÓTTIR Mikið er gaman að fá í hendurnar bók sem að mínu viti er ólík öllu öðru í jólabókaflóðinu þetta árið. Sólin sest að morgni eftir Kristínu Steinsdóttur er það svo sannarlega. Bókin er frum- leg og heillandi saga af skapstórri stelpu sem elst upp á Austurlandi eftir seinna stríð. Þetta er stutt skáld- saga sem byggir að miklu leyti á æsku Kristínar og er sambandið við móður hennar í brennidepli, þá sér- staklega langvinn hjartveiki hennar sem veldur stelpunni eðlilega miklu hugarangri. Frásagnaraðferðin er frábær. Sagan er sögð frá sjónarhorni stelpunnar og orðræðan eftir því. Stelpan þroskast og breytist en undir niðri er alltaf sama ákveðnin, á köflum frekjan. Bókin skiptist í fjóra meginkafla en hver kafli er settur saman úr stuttum og hnitmiðuðum málsgreinum sem oft og tíðum tengjast mjög lítið. Í fyrstu kom formið undarlega fyrir sjónir en barnsleg, einlæg og sann- færandi rödd sögumannsins hrífur mann fljótt. Myndirnar sem hún dreg- ur upp af heimilislífinu, daglegum verkum og hversdagsleikanum eru vandaðar og vel unnar án þess þó að það bitni á trúverðugleika barnsins. Stelpan fangar tíðarandann mjög vel og talar hispurslaust um hluti sem hún skilur ekki fullkomlega, eins og pólítík og heimsmál, en veit upp á hár hver hennar afstaða er, hún er sammála pabba sínum og mömmu. Pabbi hennar er Njáll, staðfastur og traustur, en mamman bæði Hallgerð- ur og Bergþóra. Sjálf skapar hún sér sitt annað sjálf – góðu stelpuna – sem hún nefnir Tobbu og sveiflast á milli þess að þola hana ekki eða reyna hvað hún getur til að líkjast henni. Amman hefur líka sterka nær- veru á heimilinu en að ósekju fá aðrir fjölskyldumeðlimir lítið sem ekkert pláss. Sagan er að mestu sögð í réttri tímaröð en einstaka tímaflakk sögu- mannsins til nútímans virkar vel. Þar segir sama persónan frá en er greini- lega lífsreyndari og með meiri þroska. Reyndar er merkilegt hvernig þroski stelpunnar læðist að manni. Röddin breytist, sjálfstæðar skoðanir mynd- ast og hún brýst undan staðlaðri ímynd konunnar á sjötta og sjöunda áratugnum. Óregluleg uppbygging og setningaskipan helst þrátt fyrir aukinn þroska sögumanns enda er sagan öll eins konar vitundarstreymi – án þess þó að ganga of langt og gera textann torskilinn. Lesandinn er frá fyrstu síð- um kominn inn í hugrenningar og minningarbrot stelpunnar og fylgir henni eftir fram á fullorðinsaldur. Sólin sest að morgni er afar athygl- isverð skáldsaga. Hún er að vísu mjög stutt en gæði bóka mælast seint í blaðsíðufjölda. Bókin er mjög vönd- uð og einstaka myndir frá æskuslóð- um færa mann enn nær sögusviðinu. Þetta er persónuleg frásögn sem kemur manni þægilega á óvart. BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Sólin sest að morgni Höf: Kristín Steinsdóttir Útg: Vaka/Helgafell KRISTÍN STEINSDÓTTIR KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON STEFÁN S. STEFÁNSSON Þegar maður fer að grufla í þetta kemur í ljós að tónlistin er mögnuð – og textarnir líka. 78-79 (58-59) menning 9.12.2004 19:14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.