Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 10. desember 2004
Mikið úrval af gamaldags
og fallegri gjafavöru !
Fríður flokkur jólasveina á verði
frá kr. 650.- til 3.780.-
Lítil og stór tréspil til að hengja
upp frá kr. 3.800.-
Munið heimasíðuna www.virka.is
Jólin eru vissulega tími jólakvikmynd-
anna og verður ein slík frumsýnd í
dag, Surviving Christmas. Myndin fjall-
ar um Drew Latham sem er vinsæll
og farsæll auglýsingafrömuður og
fremstur á sínu sviði. Hann lifir þó
mjög innihaldslausu lífi og það eina
sem gæti hugsanlega glatt hann er
auður hans. Drew sér fram á enn ein
vesæl jólin einn og yfirgefinn.
Drew ákveður að hann vilji finna
barnið í sér og sitt æskuheimili og ef
til vill rifja upp góðar jólaminningar.
En þegar hann mætir á æskuheimili
sitt sér hann að það er ekki lengur
hans heldur hefur önnur fjölskylda
gert það að sínu heimili. Drew býður
fjölskyldunni ansi væna summu fyrir
að fara úr húsinu sem freistar fjöl-
skyldunnar. En það er einmitt sú
summa sem gerir fjölskylduna alveg
vitlausa á Drew og finnst þeim hann
aðeins of ákafur í leit sinni að hinum
sanna jólaanda þar sem peningar
skipta engu máli.
Með aðalhlutverk fara Ben Affleck,
Christina Applegate, James Gandolfini,
Catherine O'Hara og Josh Zuckerman
en leikstjóri er Mike Mitchell. Myndin
er sýnd í Sambíóunum. ■
Splunkuný jólamynd um jólaandann
Mín skoðun
JÓLAKÖTTURINN TEKUR TIL MJÁLMS
Að klæðast eftir veðri
Góðir hálsar!
Nú er tíðin til að vefja sig treflum og hlýjum fötum. Vindurinn þrykk-
ir regninu á rúðurnar eða feykir snjónum upp í öll vit. Fólk heldur
auðvitað áfram að kvarta og kveina yfir öllu, þegar rignir er of
dimmt og þegar snjóar kemst það ekki leiðar sinnar.
Þetta kemur út á eitt fyrir mig, það er blautt á hvorn veginn sem
er og alls ekki hæft til útiveru. Það er bara eitt sem er gott í öllu
þessu og það eru öll fötin sem fólk þarf að hrúga utan á sig þegar
veðrið er svona. Ég hef nefnilega gaman af fötum. Og þó er sérstak-
lega gaman að sjá þá sem eru illa klæddir við þessar aðstæður, láta
slá að sér og fórna heilbrigðinu á altari hégómans. Hégómsætt fólk,
namm namm.
Ég hef ákveðið að bregða út af venjunni á þessu ári og éta þá sem
mér sýnist, sama hvort fötin eru gömul eða ný. Samt ættuð þið að
klæða ykkur aðeins betur, ég fæ í magann af köldum mat. Treflar eru
hins vegar góðir fyrir meltinguna. Þakka þeim sem hlýddu – hinir
geta átt sig! ■
Jólaljósin á Laugavegi lýsa sannarlega upp skammdegið./Ljósmynd: Stefán
44-45 (10-11) Allt jólin koma 9.12.2004 14.30 Page 3