Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 72
Rapprokksveitin Quarashi skrif- aði í gær undir nýjan samning við útgáfurisann Sony í Japan vegna útgáfu á nýjustu plötu sveitarinn- ar, Guerilla Disco. Platan kemur út í byrjun næsta árs og í kjölfarið mun Quarashi fara í tónleikaferð til Asíu. Sveitin hefur átt góðu gengi að fagna í Japan síðan plat- an Jinx kom þar út fyrir tveimur árum. „Platan kemur út 23. febrúar í Japan með örlítið breyttu sniði en hér heima. Það verða líklega ein- hver aukalög og svo breytum við líklega umslaginu,“ segir Sölvi Blöndal, trommuleikari og laga- smiður Quarashi. „Við ákváðum að fara aðra leið nú en seinast þegar við gáfum út Jinx. Þá gerð- um við útgáfusamning við eitt fyrirtæki fyrir allan heiminn en nú gerum við útgáfusamninga við hvert svæði fyrir sig. Í Japan verður það sem sagt Sony sem gefur hana út. Þannig getum við betur fylgst með því hvernig plöt- unni vegnar og hvernig hún er kynnt þar. Með þessu móti fáum við líka fyrirtæki á hverjum stað fyrir sig sem hefur áhuga á að gera sem best fyrir tónlistina.“ Fleiri lönd í sjónmáli Að sögn Sölva eru þreifingar einnig hafnar í Bandaríkjunum og þegar hafa þrjú útgáfufyrirtæki sýnt Guerilla Disco áhuga. „Það mun skýrast í byrjun nýs árs hvað verður. En eins og í Japan viljum við finna einhvern sem gefur plöt- una út fyrir Ameríkumarkað og fylgir henni eftir þar,“ segir Sölvi. Sony sá alfarið um útgáfu Jinx fyrir tveimur árum, gaf hana út í Japan, Bandaríkjunum og Ástral- íu. Platan kom út samtímis í öllum löndunum og segir Sölvi að erfitt hafi verið að fylgja henni eftir í þremur heimsálfum. „Eftir á að hyggja er því kannski skynsam- legra að gefa Guerilla Disco út á þessum svæðum með smá milli- bili. Þá mun platan líka taka smá breytingum eftir heimsálfum enda skemmtilegra að geta gert spes útgáfu fyrir hvert markaðs- svæði fyrir sig,“ segir Sölvi. „Jap- an er fyrsta skrefið í átt að því að Skæruliðadiskóið komi út í al- heimsútgáfu.“ Stærri en Jinx Sölvi segist nokkuð sáttur við ný- undirritaðan samning í Japan. „Þetta er fínn samningur fyrir þessa einu plötu. Ég myndi giska á að hann væri ívið stærri en sá sem við gerðum fyrir Jinx,“ segir Sölvi en Jinx seldist í 150 þúsund eintökum í Japan árið 2002. „Þetta er altént nógu stór samningur til þess að við getum haldið áfram þeirri vinnu sem við vorum byrj- aðir á árið 2002. Við viljum alls ekki gera síður en þá – hvað þá fyrirtækið. Við stefnum a.m.k. á að jafna þann árangur.“ Sölvi gerir sér vonir um að markmiðunum verði náð ekki síst í ljósi þess að Guerilla Disco stefnir í að verði mest selda Quarashi-platan hér á landi. „Guerilla Disco fór betur í Japan- ana en við þorðum að vona. Sony- útgáfan er mjög ánægð með söl- una hér á landi enda gefur hún ákveðin fyrirheit um hvernig markaðurinn úti bregst við,“ segir Sölvi. Stærra sjóv Quarashi-liðar munu fljótlega eft- ir útgáfuna fara í tónleikaferðalag til Japans en tónleikar sveitarinn- ar hafa verið margrómaðir þar í landi. „Við förum væntanlega með hljómsveit og stækkum eitthvað „læv-sjóvið“,“ segir Sölvi. „Við höfum verið þrír eða fjórir undan- farið en ætli við reynum ekki að pumpa sjóvið upp.“ Quarashi hefur notið tals- verðra vinsælda í Japan og þakk- ar Sölvi það ekki síst góðu sam- starfi við Sony-útgáfuna. „Við vorum það ánægðir með sam- starfið að við vildum halda því áfram. Þeir hafa unnið vel fyrir okkur og það skiptir máli,“ segir Sölvi. „Þeim tókst vel til með að markaðssetja sveitina sem ein- ingu en ekki bara einstaklingana eða eitt lag frá sveitinni. Þannig öðlaðist Quarashi eitt líf enda er sveitin miklu frægari en einstak- lingarnir í henni.“ 70 mín í Japan? Eins og áður segir býst trommar- inn og lagahöfundurinn við að Guerilla Disco muni taka einhverj- um breytingum áður en hún kemur út í Japan. Platan hefur einnig tek- ið nokkrum breytingum hér á landi frá því að hún kom fyrst út og var laginu Crazy Bastard, sem Quaras- hi vann með strákunum í 70 mínút- um, meðal annars bætt við. Sölvi býst þó ekki við að Quarashi muni láta Crazy Bastard fylgja með fyrir aðdáendur þeirra í Japan. „Ég á nú ekki von á því enda er húmorinn mismunandi milli landa. Ekki nema Sveppi og Auddi meiki það óvænt í Tókýó,“ segir Sölvi hlæjandi en bætir svo við. „En þeir eru svo sem alveg líklegir til þess, bannsettir ormarnir.“ kristjan@frettabladid.is 52 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Fjarstýrðir bensínbílar verð frá 39.999. Startpakkinn fylgir öllum bílum. Úrval varahluta og aukahluta. Kringlunni 568-8190 Smáralind 522-8322 Skæruliðadiskó í Japan Quarashi er búin að gera nýjan samning við Sony í Japan. Guerilla Disco kemur þar út í febrúar og í kjölfarið fer sveitin í tónleikaferðalag. Þreifingar hafnar á útgáfu í öðrum löndum. Í JAPAN Quarashi er á leið í tónleikaferðalag til Japans til að fylgja eftir Guerilla Disco. Platan er fjórða breiðskífa Quarashi en áður hafa komið út plöturnar Quarashi, Xeneizes og Jinx. Myndin var tekin á tónleikum þeirra í Japan fyrir nokkru. QUARASHI Sveitin er búin að gera samning við útgáfurisann Sony í Japan. Þreifingar eru hafnar við útgáfufyrirtæki í öðrum löndum. M YN D A R I M AG G 72-73 (52-53) fólk 9.12.2004 18:23 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.