Fréttablaðið - 10.12.2004, Side 72

Fréttablaðið - 10.12.2004, Side 72
Rapprokksveitin Quarashi skrif- aði í gær undir nýjan samning við útgáfurisann Sony í Japan vegna útgáfu á nýjustu plötu sveitarinn- ar, Guerilla Disco. Platan kemur út í byrjun næsta árs og í kjölfarið mun Quarashi fara í tónleikaferð til Asíu. Sveitin hefur átt góðu gengi að fagna í Japan síðan plat- an Jinx kom þar út fyrir tveimur árum. „Platan kemur út 23. febrúar í Japan með örlítið breyttu sniði en hér heima. Það verða líklega ein- hver aukalög og svo breytum við líklega umslaginu,“ segir Sölvi Blöndal, trommuleikari og laga- smiður Quarashi. „Við ákváðum að fara aðra leið nú en seinast þegar við gáfum út Jinx. Þá gerð- um við útgáfusamning við eitt fyrirtæki fyrir allan heiminn en nú gerum við útgáfusamninga við hvert svæði fyrir sig. Í Japan verður það sem sagt Sony sem gefur hana út. Þannig getum við betur fylgst með því hvernig plöt- unni vegnar og hvernig hún er kynnt þar. Með þessu móti fáum við líka fyrirtæki á hverjum stað fyrir sig sem hefur áhuga á að gera sem best fyrir tónlistina.“ Fleiri lönd í sjónmáli Að sögn Sölva eru þreifingar einnig hafnar í Bandaríkjunum og þegar hafa þrjú útgáfufyrirtæki sýnt Guerilla Disco áhuga. „Það mun skýrast í byrjun nýs árs hvað verður. En eins og í Japan viljum við finna einhvern sem gefur plöt- una út fyrir Ameríkumarkað og fylgir henni eftir þar,“ segir Sölvi. Sony sá alfarið um útgáfu Jinx fyrir tveimur árum, gaf hana út í Japan, Bandaríkjunum og Ástral- íu. Platan kom út samtímis í öllum löndunum og segir Sölvi að erfitt hafi verið að fylgja henni eftir í þremur heimsálfum. „Eftir á að hyggja er því kannski skynsam- legra að gefa Guerilla Disco út á þessum svæðum með smá milli- bili. Þá mun platan líka taka smá breytingum eftir heimsálfum enda skemmtilegra að geta gert spes útgáfu fyrir hvert markaðs- svæði fyrir sig,“ segir Sölvi. „Jap- an er fyrsta skrefið í átt að því að Skæruliðadiskóið komi út í al- heimsútgáfu.“ Stærri en Jinx Sölvi segist nokkuð sáttur við ný- undirritaðan samning í Japan. „Þetta er fínn samningur fyrir þessa einu plötu. Ég myndi giska á að hann væri ívið stærri en sá sem við gerðum fyrir Jinx,“ segir Sölvi en Jinx seldist í 150 þúsund eintökum í Japan árið 2002. „Þetta er altént nógu stór samningur til þess að við getum haldið áfram þeirri vinnu sem við vorum byrj- aðir á árið 2002. Við viljum alls ekki gera síður en þá – hvað þá fyrirtækið. Við stefnum a.m.k. á að jafna þann árangur.“ Sölvi gerir sér vonir um að markmiðunum verði náð ekki síst í ljósi þess að Guerilla Disco stefnir í að verði mest selda Quarashi-platan hér á landi. „Guerilla Disco fór betur í Japan- ana en við þorðum að vona. Sony- útgáfan er mjög ánægð með söl- una hér á landi enda gefur hún ákveðin fyrirheit um hvernig markaðurinn úti bregst við,“ segir Sölvi. Stærra sjóv Quarashi-liðar munu fljótlega eft- ir útgáfuna fara í tónleikaferðalag til Japans en tónleikar sveitarinn- ar hafa verið margrómaðir þar í landi. „Við förum væntanlega með hljómsveit og stækkum eitthvað „læv-sjóvið“,“ segir Sölvi. „Við höfum verið þrír eða fjórir undan- farið en ætli við reynum ekki að pumpa sjóvið upp.“ Quarashi hefur notið tals- verðra vinsælda í Japan og þakk- ar Sölvi það ekki síst góðu sam- starfi við Sony-útgáfuna. „Við vorum það ánægðir með sam- starfið að við vildum halda því áfram. Þeir hafa unnið vel fyrir okkur og það skiptir máli,“ segir Sölvi. „Þeim tókst vel til með að markaðssetja sveitina sem ein- ingu en ekki bara einstaklingana eða eitt lag frá sveitinni. Þannig öðlaðist Quarashi eitt líf enda er sveitin miklu frægari en einstak- lingarnir í henni.“ 70 mín í Japan? Eins og áður segir býst trommar- inn og lagahöfundurinn við að Guerilla Disco muni taka einhverj- um breytingum áður en hún kemur út í Japan. Platan hefur einnig tek- ið nokkrum breytingum hér á landi frá því að hún kom fyrst út og var laginu Crazy Bastard, sem Quaras- hi vann með strákunum í 70 mínút- um, meðal annars bætt við. Sölvi býst þó ekki við að Quarashi muni láta Crazy Bastard fylgja með fyrir aðdáendur þeirra í Japan. „Ég á nú ekki von á því enda er húmorinn mismunandi milli landa. Ekki nema Sveppi og Auddi meiki það óvænt í Tókýó,“ segir Sölvi hlæjandi en bætir svo við. „En þeir eru svo sem alveg líklegir til þess, bannsettir ormarnir.“ kristjan@frettabladid.is 52 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Fjarstýrðir bensínbílar verð frá 39.999. Startpakkinn fylgir öllum bílum. Úrval varahluta og aukahluta. Kringlunni 568-8190 Smáralind 522-8322 Skæruliðadiskó í Japan Quarashi er búin að gera nýjan samning við Sony í Japan. Guerilla Disco kemur þar út í febrúar og í kjölfarið fer sveitin í tónleikaferðalag. Þreifingar hafnar á útgáfu í öðrum löndum. Í JAPAN Quarashi er á leið í tónleikaferðalag til Japans til að fylgja eftir Guerilla Disco. Platan er fjórða breiðskífa Quarashi en áður hafa komið út plöturnar Quarashi, Xeneizes og Jinx. Myndin var tekin á tónleikum þeirra í Japan fyrir nokkru. QUARASHI Sveitin er búin að gera samning við útgáfurisann Sony í Japan. Þreifingar eru hafnar við útgáfufyrirtæki í öðrum löndum. M YN D A R I M AG G 72-73 (52-53) fólk 9.12.2004 18:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.