Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 60
1867 Wyoming lögleiðir kosn- ingarétt kvenna. Fullorðnir íbú- ar fylkisins voru 8.000, þar af 1.000 konur. 1907 Grundarbíllinn ekur frá Akureyri að Grund. Fyrsti bíllinn norðanlands. 1915 Milljónasti T-Fordinn rennur af færibandinu. Fyrsti bíllinn sem verður almennings- eign 1941 Japanar ganga á land á Filippseyjum, sökkva tveimur skipum Breta, „The Prince of Wales“ og Repulse“ og her- nema Gvam-eyju. 1955 Halldór Laxness tekur við Nóbelsverðlaununum í Stokk- hólmi. 1957 Sydney Poitier skrifar undir samning um leik í kvik- myndinni „Porgy og Bess“. ■ Óskar Ingólfsson klarinettuleik- ari er fimmtugur í dag. Tímamót- in hringdu í Óskar þar sem hann var í vinnunni í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Hvað gerirðu þarna, Óskar? „Stöðuheitið er aðstoðarskóla- stjóri. Ég kenni pínulítið. Er með þrjá nemendur en aðalstarfið er við skólann, skipulagning og um- sjón. Hér er mjög öflugt tónleika- hald. Hér er sinfóníuhljómsveit, klarinettusveit, málmblásara- sveit og tvær strengjasveitir. Og svo leika nemendur einir og sam- an með ýmsu móti. Og rúmast þetta allt þarna í Skip- holtinu? „Nei, nei, húsið er allt of lítið fyr- ir þessa starfsemi alla. Tónleik- arnir eru haldnir út um allan bæ.“ En þú sjálfur. Ertu eitthvað að spila? „Það er nú lítið. Ég spila sem lausamaður, spilaði um daginn með Garðari Cortes, spila svo stundum í Þjóðleikhúsinu og jafn- vel með Sinfóníunni. En ég færð- ist aftar í spilamannaröðinni þessi ár sem ég var Tónlistar- stjóri Ríkisútvarpsins. Þá spilaði ég ekkert.“ Hvað tekurðu þér fyrir hendur á afmælinu? „Ég verð nú á leið til Japan. Ég ætla að heimsækja Mikael son minn sem er þar að læra japönsku.“ Þú færð þá þurran kjúkling í ál- bakka í afmælismat? „Já, ætli það ekki. En ég fæ Mis- osúpu í Japan.“ ■ 40 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Emily Dickinson fæddist þennan dag í Amherst, Massachusetts í Bandaríkjunum. Fær Misósúpu í Japan ÓSKAR INGÓLFSSON: BLÓMLEGT STARF Í TÓNLISTARSKÓLANUM Í REYKJAVÍK “Eilífðin er sett saman úr núum.“ Þegar hún dó höfðu sjö ljóða hennar birst. Hún er nú talin eitt merkilegasta skáld 19. aldar. timamot@frettabladid.is ÓSKAR INGÓLFSSON Flýgur til Japans á fimmtugsafmælinu. Þennan dag árið 1910 voru Nóbelsverð- laun í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum veitt í fyrsta sinn í Stokk- hólmi. Í Noregi voru veitt Friðarverðlaun. Nóbelshátíðin var haldin þegar fimm ár voru liðin frá dauða Alfreds Nobel en þessi sænski auðjöfur fann upp dínamítið og auðgaðist stórkostlega á uppfinningu sinni. Þótt almenningur láti það ef til vill litlu skipta er talið að Nobel hafi haft sam- viskubit af því hvernig uppfinningar hans nýttust í stríði og því ákveðið að verja mestum hluta eigna sinna til „velferðar mannkyni“ eins og segir í erfðaskránni. Alfred Nobel fæddist 1833 í Stokkhólmi en fluttist ungur með foreldrum sínum til Rússlands, Sankti Pétursborgar, þar sem faðir hans rak sprengiefnaverk- smiðju. Alfred reyndist ágætur efnafræðingur. Eftir Krímstríðið fór verksmiðja föður hans á hausinn og Alfred Nobel fluttist til Stokkhólms og setti upp rannsóknastofu til tilrauna með sprengiefni. 1863 tókst honum að finna leið til að stjórna sprengingu nítróglyserín, efni sem var nýlega uppgötvað en var of við- kvæmt og sprengifimt til almennra nota. Ekki var þó björninn unninn. Nítróglyserínið sprakk og drap bróður hans og fjölda ann- arra. Þá datt honum í hug að setja efnið í kísilgúr. hann fékk einkaleyfi á þessu, sem kallaðist dínamít, og græddist óhemju fé. Í framhaldinu fann hann upp fleiri gerðir af þessu sprengiefni sem varð allsráðandi, bæði í verklegum framkvæmdum og stríði. En þótt stórblöð Evrópu kölluðu hann ýmsum ónefnum þeg- ar hann dó var hann í raun friðarsinni allt sitt líf. Og þess sér stað í erfðaskránni. Nóbelsverðlaunin eru enn veitt 10. desember ár hvert. Og upphæðin? 940.000 dollarar. ■ 10. DESEMBER 1910 Alfred Nobel, friðarsinninn sem fann upp dínamítið. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR Nóbelsverðlaunin veitt í fyrsta sinn Rauði kross Íslands var stofnaður 10. desember 1924, en allmargir áhugamenn um Rauða krossinn höfðu þá fylgst með starfi hreyf- ingarinnar í Evrópu. Fyrsti for- maður félagsins var Sveinn Björnsson, sem síðar varð forseti Íslands. „Óskilyrt aðstoð við fólk í neyð og umburðarlyndi gagnvart öllum mönnum er markmið Rauða kross- ins,“ segir Úlfar Hauksson formað- ur Rauða kross Íslands. „Með þá hugsjón að leiðarljósi leggjum við okkar af mörkum til að byggja betra samfélag.“ Fyrsta áratuginn voru helstu viðfangsefni félagsins sjúkraflutn- ingar, sjúkraþjónusta meðal vertíð- armanna á Suðurnesjum og út- breiðsla skyndihjálpar. Fyrsti sendifulltrúi Rauða krossins var Lúðvig Guðmundsson, sem fór til Þýskalands árið 1945 og aðstoðaði Íslendinga sem höfðu lifað af stríðsárin í Evrópu. Með tilkomu söfnunarkassa árið 1973 stórefldist starfsemi Rauða krossins bæði hér á landi og á al- þjóðavettvangi. Leiðarljós Rauða kross Íslands er að bregðast við neyð jafnt innanlands sem utan og veita aðstoð sem gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum auk þess sem félagið stendur vörð um mannrétt- indi og virðingu einstaklinga. Sem dæmi um starfsemina má nefna að á hverju ári heimsækja um 750 einstaklingar með geðrask- anir eitthvert af fjórum athvörfum félagsins fyrir geðfatlaða. Sjúkra- bílar félagsins flytja meira en 15.000 manns á ári. Um 7.000 manns fá árlega útgefið skyndi- hjálparskírteini af Rauða krossin- um. Um eitt þúsund börn fá árlega góð notuð föt úr fataflokkun Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Í september hringdu 1.500 manns í Hjálparsíma Rauða krossins 1717, sem er opinn allan sólarhringinn. Um 1.300 sjálfboðaliðar vinna að verkefnum Rauða krossins í 51 deild um allt land. Þeir styðja við starfsemi athvarfa félagsins, heimsækja aldraða, sjúka og ein- mana, skipuleggja neyðarvarnir og sinna einstaklingsaðstoð í nær- samfélaginu. Á hverju ári fara milli 20 og 30 sendifulltrúar til alþjóðlegra hjálp- arstarfa á vegum Rauða kross Ís- lands. Fyrir tilstuðlan félagsins er hlúð að ahundruðum alnæmis- sjúkra einstaklinga í sunnanverðri Afríku og forvarnastarf nær til tuga þúsunda til viðbótar. ■ AFMÆLI Pálína Erlendsdóttir verður 60 ára 13. des- ember. Hún tekur á móti gestum á laugar- daginn kl. 18.00 í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi. Kolbeinn Grímsson fluguveiðisnillingur er 83 ára í dag. Knútur Jeppesen arkitekt er 74 ára í dag. Bragi Hannesson, fv. bankastjóri, er 72 ára í dag. Sigurður Skúlason leikari er 58 ára í dag. Bogi Arnar Finnbogason, kennari og þýð- andi, er sjötugur í dag. Vífill Oddsson verkfræðingur er 67 ára í dag. Guðný J. Helgadóttir leikari er 66 ára í dag. Geir G. Waage, prestur í Reykholti, er 54 ára í dag. ANDLÁT Guðrún Laufey Jónsdóttir, Blaka, Haga- mel 15, er látin. Reginn Þór Eðvarðsson, Grundargötu 18, Grundarfirði, lést sunnudaginn 5. desem- ber. JARÐARFARIR 13.00 Sigurður Arngrímsson, Garðabraut 25a, Garði, verður jarðsunginn frá Stóra-Núpskirkju. 13.00 Sigurbjörg Ólafsdóttir, Hæðargarði 33, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. SVEINN BJÖRNSSON FORSETI Var fyrsti formaður Rauða kross Íslands. Jóhannes Arason er 60 ára laugardaginn 11. desember. Að því tilefni taka Jóhannes og Anna Kristín á móti gestum á Ránni Veitingarhúsi, Hafnargötu 19, Keflavík, milli kl. 15 og 17 á afmælisdaginn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarnþór Eiríksson Oddabraut 11, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn laugardaginn 11. desember kl. 13.30 frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn. Blóm og kransar vinsaml. afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeildina í Kópavogi. Anna Jóhannesdóttir Hrönn Bjarnþórsdóttir Sigurjón Sigurjónsson Geir Bjarnþórsson Sandra Björgvinsdóttir Lilja Bjarnþórsdóttir Jóhannes Rúnarsson Jóhanna Bjarnþórsdóttir Egill Jónsson Eygló Bjarnþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. RKÍ áttatíu ára Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér á opnunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is Auglýsingar á að senda á auglysingar@fretttabladid.is eða hringja í síma 550 5000 60-61 (40-41) Tímamót 9.12.2004 14.38 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.