Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 26
26 Ný skýrsla Amnesty International greinir frá því að konum sé á kerfisbundinn hátt nauðgað í stríðsátökum. Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir er framkvæmdastjóri Íslands- deildarinnar. Gerðu menn sér grein fyrir þessu? Já, ofbeldi gegn konum í stríðsátökum hefur þekkst mjög lengi. Í skýrslunni metum við umfangið og reynum að átta okkur á hvaða lausnir séu til. Hverjar eru þær? Eyða þarf kynbundnum mismun í samfélögum. Til dæmis þurfa konur að koma að friðarviðræðum, fá að- gang að ákvarðanatöku á öllum stigum stríðsferlisins og tryggja þarf flóttakonu- vernd. Hverjir verða einkum fyrir ofbeldi? Í að- draganda stríðs verður ákveðin hervæð- ing í samfélögum. Ofbeldi gegn konum eykst, líka á heimilum. Í stríðinu sjálfu flosna konur oft upp og lenda á vergangi. Oft er ráðist inn í þorp og konum nauðg- að til að refsa öllu samfélaginu því konan er tákn fyrir framtíð þess. Eftir stríð færist heimilisofbeldi svo í aukana. ■ JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Kerfisbundnar nauðganir KONUR OG STRÍÐ SPURT OG SVARAÐ Breytingarnar á leyniþjónustukerfi Bandaríkjanna eiga eftir að teygja anga sína víða. Bandaríska leyniþjónustan CIA og Þjóðaröryggisstofnunin NSA gegna lykilhlut- verki í kerfinu en þessar stofnanir munu ekki fara varhluta af breytingun- um. Bandaríska leyniþjónustan CIA var sett á fót árið 1947 en Harry S. Truman Bandaríkjafor- seta er eignaður heiðurinn af því. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að markmið hennar sé að aðstoða forsetann, þjóðar- öryggisráðið og alla þá embættismenn sem sjá um stefnu- mótun á sviði varnar- og öryggismála. Þetta segist CIA gera með því að láta þeim í té nákvæmar og yfirgripsmiklar upp- lýsingar um stöðu og horfur erlendis í öryggismálum og með því að stunda gagnnjósnir af ýmsu tagi. Fjögur þúsund manns starfa í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíuríki en þær eru kenndar við George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem á áttunda áratugnum gegndi stöðu forstjóra stofnunarinnar. Porter Goss er núverandi forstjóri CIA. Þjóðaröryggisstofnunin Til skamms tíma var starfsemi NSA svo leynileg að stjórnvöld neituðu tilvist hennar og því kölluðu gárungarnir hana No Such Agency eða Enga slíka stofnun. Þjóðaröryggisstofnunin hefur einkum hleranir ýmiss konar á sinni könnu svo og dulmálsráðningar hvers konar. Sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu NSA er markmið hennar að stýra margvíslegum aðgerðum til verndar bandarískum upplýs- ingakerfum og gagnaöflunar frá útlöndum. NSA er búin full- komnustu tækjum og tækni á sviði fjarskipta og upplýsinga- vinnslu. Í árdaga tölvualdar var NSA í fararbroddi við þróun vélbúnaðar sem gat ráðið dulmál og skortur á geymslurými fyrir gífurlegt gagnamagn varð starfsmönnum stofnunarinnar hvati til að þróa segulbandssnældur sem heimsbyggðin öll hefur síðan notið góðs af. Sennilega vinna hvergi jafn margir stærðfræðingar og hjá NSA en þeir nota þekkingu sína til dul- málsráðninga. Í hópi 30.000 starfsmanna NSA má auk þess finna verkfræðinga, eðlisfræðinga, málvísindamenn og túlka. Höf- uðstöðvar NSA eru í Fort Meade í Maryland-ríki. ■ Upplýsingaveitur fyrir fáa útvalda HVAÐ ER? BANDARÍSKA LEYNIÞJÓNUSTAN OG ÞJÓÐARÖRYGGISSTOFNUNIN 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Leyniþjónusta í lamasessi Miklar breytingar eru fram undan í bandarísku leyniþjónustunni en þær stofnanir sem annast leynilega upplýsingaöflun hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki séð fyrir atburði á borð við 11. september. Mestu breytingar á leyniþjón- ustukerfi Bandaríkjamanna í hálfa öld eru nú í burðarliðnum. Stofnað verður sérstakt embætti yfirmanns leyniþjónustu og mið- stöð í baráttu gegn hryðjuverk- um verður sett á fót auk annarra breytinga. Lögin sem Banda- ríkjaþing hefur nú samþykkt eru viðbrögð við gagnrýni sem fram kom eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 á þær stofn- anir sem annast leynilega upp- lýsingaöflun. Sjöföld fjárlög íslenska ríkisins Áreiðanleg gagnaöflun er lykil- atriði í vörnum hvers lands og hefur mikilvægi hennar síst far- ið minnkandi á síðustu árum. Á tímum kalda stríðsins voru njósnir á margan hátt einfaldari þar sem tiltekin ríki voru skil- greind ógn en í dag eru hryðju- verkahópar taldir helsta ógnin en þeir eru ekki bundnir við til- tekin landsvæði heldur er skipt niður í litlar sellur sem erfitt er að fylgjast með. Ólíkt því sem margir halda er bandaríska leyniþjónustan, CIA, aðeins lítið hjól í stórri upplýs- ingamaskínu. Leyniþjónustu- samfélagið samanstendur af þrettán alríkisstofnunum sem á ári hverju hafa úr um tvö þúsund milljörðum króna að moða, nær sjöföldum fjárlögum íslenska ríkisins, en margir telja upphæð- ina vera mun hærri. Mestur hluti peninganna fer til stofnana sem hafa hátækninjósnir með hönd- um þar sem fylgst er með fólki með aðstoð gervihnatta og ámóta búnaðar. Þar fer Þjóðaröryggis- stofnunin NSA fremst í flokki en hjá henni vinna tugþúsundir manna við hleranir af ýmsu tagi. Þrátt fyrir þetta umfang hefur leyniþjónustunni mistekist að laga sig að nýjum aðstæðum. Hún sá ekki fyrir árásirnar 11. september, lagði til meingallaðar upplýsingar um gereyðingar- vopnaeign Íraka, kjarnorku- vopnatilraunir Indverja og Pakistana árið 1998 fóru með öllu framhjá henni og á svipuð- um tíma var súdönsk lyfjaverk- smiðja sprengd í loft upp að til- lögu CIA, sem taldi að þar fram- leiddi al Kaída efnavopn. Margar brotalamir Margar skýringar eru á því hvers vegna leyniþjónustan virð- ist fljóta sofandi að feigðarósi. Í fyrsta lagi virðist hver og ein stofnun innan leyniþjónustu- samfélagsins liggja á upplýsing- um sínum eins og ormur á gulli í stað þess að deila þeim. Þannig komst þingnefndin sem skipuð var til að kanna hvað fór úrskeið- is 11. september að því að CIA og bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefðu saman haft nægar upplýsingar til að koma í veg fyrir árásirnar. Í öðru lagi hefur of mikil áhersla verið lögð á hátækni- njósnir þar sem sérfræðingar rýna í gervihnattamyndir og símtalaútskriftir í stað þess að kanna vettvanginn með eigin augum. Til dæmis hafði CIA ekki einn einasta útsendara í Írak fyr- ir innrásina 2003 heldur reiddi sig alfarið á upplýsingar sem afl- að hafði verið aflað með tækni- búnaði. Í þriðja lagi hefur stjórnmála- væðing leyniþjónustunnar verið gagnrýnd. Með þessu er átt við að í stað þess að leyniþjónustan vinni á hlutlausan hátt að öflun upplýsinga og stjórnvöld móti stefnu á grundvelli þeirra þá hafa stjórnvöld í vaxandi mæli gefið leyniþjónustunni ákveðnar forsendur til að vinna út frá og hún aflað gagna sem styðja þær. Dæmi um það er meint gereyð- ingarvopn Íraka. Sópað til hjá CIA Á þessu ári hafa bandarísk stjórnvöld tekið til hendinni í leyniþjónustugeiranum og þannig var George Tenet, for- stjóri CIA, látinn taka pokann sinn í sumar en Bill Clinton skip- aði hann á sínum tíma. Eftirmað- ur hans, repúblikaninn Porter Goss, hefur síðustu mánuði rekið svo marga stjórnendur CIA að margir telja að um pólitískar of- sóknir sé að ræða. Breytingar sem nú verða sam- þykktar munu eflaust gera sitt til þess að gera leyniþjónustuna skilvirkari. Með því að skipa einn yfirmann allrar leyniþjón- ustu ætti að vera hægt að sam- ræma aðgerðir og upplýsingar betur og eflaust munu margir fagna fyrirbyggjandi aðgerðum gegn hryðjuverkum sem utan- ríkisráðuneytið á að hafa umsjón með sem ganga út á að styrkja lýðræðisöfl víða um heim. Hins vegar er ekki séð að sjálfstæði þessara stofnana gagnvart stjórnmálamönnum muni aukast eða að meiri áhersla verði lögð á vettvangsrannsóknir. Tíminn verður að leiða það í ljós. ■ GEORGE TENET Tenet var kennt um allt það sem miður hefur farið hjá CIA undanfarin ár og því var honum sparkað. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING BANDARÍSKA LEYNIÞJÓNUSTAN AP /M YN D 26-27 (360 gr) 9.12.2004 14.36 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.