Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 57
37FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 Innra eftirlit í fyrirtækjum kemur í veg fyrir misferli og gerir upplýsingar til stjórn- enda áreiðanlegri. Sé það samofið annarri starfsemi þarf því ekki að fylgja mikill kostnaður. Sjónir manna hafa beinst að innra eftirliti fyrirtækja eftir hneykslis- mál sem skóku bandarískt efna- hagslíf. World Com og Enron eru þau fyrirtæki sem framsögumenn á fundi Verslunarráðs um innra eftirlit fyrirtækja tiltóku sem helstu kveikju þess að umræður um innra eftirlit í fyrirtækjum hafa fengið meiri athygli upp á síðkastið. Hér á landi hafa slík hneyksli ekki verið áberandi. Hins vegar skjóta fjárdráttarmál stöku sinn- um upp kollinum. Síminn er eitt þeirra fyrirtækja sem lent hafa í slíku og miðlaði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri félagsins, af reynslu sinni á fundi Verslunar- ráðsins. Auk Brynjólfs voru fram- sögumenn á fundinum Ólafur Kristinsson frá Pricewater- houseCoopers og Heiðrún Jóns- dóttir, lögmaður hjá Lex. PricewaterhouseCoopers hefur gefið út rit um innra eftirlit í fyrirtækjum. Ólafur sagði á fund- inum að mikilvægt væri að skil- greina hvað átt væri við með hug- takinu innra eftirlit. Skilgreining- in sem gengið er út frá í ritinu er að innra eftirlit sé ferli sem ætlað sé að tryggja árangur og skil- virkni í starfseminni, áreiðanleika upplýsinga og samkvæmni við lög og reglur. Ólafur lagði áherslu á að slíkt eftirlit ætti að vefjast saman við daglegt starf í fyrirtækinu og því ekki að verða íþyngjandi fyrir starfsemi þess. Þvert á móti ætti það að geta stuðlað að því að fyrir- tæki næði rekstrarmarkmiðum sínum og komið í veg fyrir að verðmæti spillist og fari forgörð- um. Brynjólfur Bjarnason tók undir þetta sjónarmið er hann lýsti því hvernig fjárdráttarmálið hefði leitt til þess að verkferlum var breytt í fyrirtækinu. Innra eftirlit var eflt til muna og ráðinn hefur verið innri endurskoðandi sem ráðinn er af stjórn án atbeina for- stjóra. Brynjólfur sagði að hlut- verk innri endurskoðunar væri einnig að benda á það sem betur mætti fara í rekstri. „Ég tel því að hér sé um virðisaukandi starfsemi að ræða. Í kjölfar hneykslismála í Bandaríkjunum voru sett svoköll- uð Sarbanes-Oxley lög. Þættir í lögunum lúta að starfsemi skráðra félaga. Lögin hafa sett fyrirtækj- um skyldur á herðar um innra eft- irit. Smærri skráð hlutafélög hafa talið lögin íþyngjandi og verið skráð af markaði. Ólafur sagði að samkvæmt þeim skilgreiningum sem eru efni rits Pricewater- houseCoopers og byggja á svo- nefndri COSO-skýrslu ætti inn- leiðing innra eftirlits ekki að vera íþyngjandi. Fram kom að æskileg- ast væri að fyrirtækin innleiddu sjálf innra eftirlit í samræmi við góða stjórnarhætti fremur en að slíkt væri innleitt með utanaðkom- andi löggjöf. haflidi@frettabladid.is Rafmagn í stað olíu HREINNI ORKA Starfsmenn Norðuráls fyrir framan biðofninn sem nú er hitaður með rafmagni í stað olíu. Guðbrandur Gimmel iðnaðarverkfræðingur og Ívar Már Jónsson raf- magnsverkfræðingur. Norðurál hefur tekið í gagnið nýja tækni við hitun á svonefndum bið- ofni í steypuskála álversins á Grundartanga. Nýja tilhögunin felst í því að ofninn verður framvegis hitaður með rafmagni í stað olíu, sem er ásamt gasi algengasti orku- gjafinn til slíkra nota í álverum. Ávinningur af breytingunni er margvíslegur. Áhrif á vinnuum- hverfi starfsmanna eru jákvæð vegna þess að hitun með rafmagni er mjög hljóðlát og loftgæði aukast. Þá er tekin upp notkun á vistvænum orkugjafa í stað olíu.Við breytinguna sparast á annan tug milljóna árlega með því að nota íslenskan orkugjafa í stað innflutts og í fimmta lagi er um að ræða íslenskt frumkvæði. Áætlað er að fjárfestingin skili sér til baka á einu til tveimur árum. - hh INNRA EFTIRLIT Framsögumennirnir Ólafur Kristinsson, Brynjólfur Bjarnason og Heiðrún Jónsdóttir og fundarstjórinn Jón Karl Ólafsson. Framsögumenn sögðu hneykslis- mál í Bandaríkjunum hafa beint sjónum manna í auknum mæli að innra eftirliti fyrirtækja. Arðbært eftirlit FRÉTTAB LAÐ IÐ /H AR I 56-57 (36-37) viðskipti 9.12.2004 14:39 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.