Fréttablaðið - 10.12.2004, Page 57

Fréttablaðið - 10.12.2004, Page 57
37FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 Innra eftirlit í fyrirtækjum kemur í veg fyrir misferli og gerir upplýsingar til stjórn- enda áreiðanlegri. Sé það samofið annarri starfsemi þarf því ekki að fylgja mikill kostnaður. Sjónir manna hafa beinst að innra eftirliti fyrirtækja eftir hneykslis- mál sem skóku bandarískt efna- hagslíf. World Com og Enron eru þau fyrirtæki sem framsögumenn á fundi Verslunarráðs um innra eftirlit fyrirtækja tiltóku sem helstu kveikju þess að umræður um innra eftirlit í fyrirtækjum hafa fengið meiri athygli upp á síðkastið. Hér á landi hafa slík hneyksli ekki verið áberandi. Hins vegar skjóta fjárdráttarmál stöku sinn- um upp kollinum. Síminn er eitt þeirra fyrirtækja sem lent hafa í slíku og miðlaði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri félagsins, af reynslu sinni á fundi Verslunar- ráðsins. Auk Brynjólfs voru fram- sögumenn á fundinum Ólafur Kristinsson frá Pricewater- houseCoopers og Heiðrún Jóns- dóttir, lögmaður hjá Lex. PricewaterhouseCoopers hefur gefið út rit um innra eftirlit í fyrirtækjum. Ólafur sagði á fund- inum að mikilvægt væri að skil- greina hvað átt væri við með hug- takinu innra eftirlit. Skilgreining- in sem gengið er út frá í ritinu er að innra eftirlit sé ferli sem ætlað sé að tryggja árangur og skil- virkni í starfseminni, áreiðanleika upplýsinga og samkvæmni við lög og reglur. Ólafur lagði áherslu á að slíkt eftirlit ætti að vefjast saman við daglegt starf í fyrirtækinu og því ekki að verða íþyngjandi fyrir starfsemi þess. Þvert á móti ætti það að geta stuðlað að því að fyrir- tæki næði rekstrarmarkmiðum sínum og komið í veg fyrir að verðmæti spillist og fari forgörð- um. Brynjólfur Bjarnason tók undir þetta sjónarmið er hann lýsti því hvernig fjárdráttarmálið hefði leitt til þess að verkferlum var breytt í fyrirtækinu. Innra eftirlit var eflt til muna og ráðinn hefur verið innri endurskoðandi sem ráðinn er af stjórn án atbeina for- stjóra. Brynjólfur sagði að hlut- verk innri endurskoðunar væri einnig að benda á það sem betur mætti fara í rekstri. „Ég tel því að hér sé um virðisaukandi starfsemi að ræða. Í kjölfar hneykslismála í Bandaríkjunum voru sett svoköll- uð Sarbanes-Oxley lög. Þættir í lögunum lúta að starfsemi skráðra félaga. Lögin hafa sett fyrirtækj- um skyldur á herðar um innra eft- irit. Smærri skráð hlutafélög hafa talið lögin íþyngjandi og verið skráð af markaði. Ólafur sagði að samkvæmt þeim skilgreiningum sem eru efni rits Pricewater- houseCoopers og byggja á svo- nefndri COSO-skýrslu ætti inn- leiðing innra eftirlits ekki að vera íþyngjandi. Fram kom að æskileg- ast væri að fyrirtækin innleiddu sjálf innra eftirlit í samræmi við góða stjórnarhætti fremur en að slíkt væri innleitt með utanaðkom- andi löggjöf. haflidi@frettabladid.is Rafmagn í stað olíu HREINNI ORKA Starfsmenn Norðuráls fyrir framan biðofninn sem nú er hitaður með rafmagni í stað olíu. Guðbrandur Gimmel iðnaðarverkfræðingur og Ívar Már Jónsson raf- magnsverkfræðingur. Norðurál hefur tekið í gagnið nýja tækni við hitun á svonefndum bið- ofni í steypuskála álversins á Grundartanga. Nýja tilhögunin felst í því að ofninn verður framvegis hitaður með rafmagni í stað olíu, sem er ásamt gasi algengasti orku- gjafinn til slíkra nota í álverum. Ávinningur af breytingunni er margvíslegur. Áhrif á vinnuum- hverfi starfsmanna eru jákvæð vegna þess að hitun með rafmagni er mjög hljóðlát og loftgæði aukast. Þá er tekin upp notkun á vistvænum orkugjafa í stað olíu.Við breytinguna sparast á annan tug milljóna árlega með því að nota íslenskan orkugjafa í stað innflutts og í fimmta lagi er um að ræða íslenskt frumkvæði. Áætlað er að fjárfestingin skili sér til baka á einu til tveimur árum. - hh INNRA EFTIRLIT Framsögumennirnir Ólafur Kristinsson, Brynjólfur Bjarnason og Heiðrún Jónsdóttir og fundarstjórinn Jón Karl Ólafsson. Framsögumenn sögðu hneykslis- mál í Bandaríkjunum hafa beint sjónum manna í auknum mæli að innra eftirliti fyrirtækja. Arðbært eftirlit FRÉTTAB LAÐ IÐ /H AR I 56-57 (36-37) viðskipti 9.12.2004 14:39 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.