Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 86
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Sjónarhóll. 1984. Harry Redknapp. 66 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR „Nei, þetta var bara svona. Ég draslaði ekkert sérstaklega fyrir þáttinn,“ segir listamaðurinn Birgir Örn Thoroddsen, sem tek- ur nú til í íbúð sinni fyrir framan alþjóð í sjónvarpsþættinum Inn- lit-Útlit á Skjá einum og tengist sýningunni Ný íslensk myndlist í Listasafni Íslands, en verk Birgis er raunveruleikagjörningur sem heitir „Íbúðin“. Birgir keypti sína fyrstu íbúð í mars og segist ekki hafa flutt inn að ráði né gert heim- ilislegt eftir að hann yfirgaf for- eldrahús eftir tuttugu ár á Hótel mömmu. „Þetta hefur verið líkara geymslu en heimili. Ég hef sankað að mér alls kyns hlutum, geymt í pappakössum, hent dótinu inn og ekki fundið hlutunum samastað, fyrr en nú. Ég hef alltaf verið dá- lítill draslari, en því miður er þetta heilmikið slæmt og eigin- lega bara unglingalegt,“ segir Birgir skömmustulegur í rödd- inni, en bætir við að svona sé ástandið á mörgum íslenskum heimilum; það hafi hann heyrt af afspurn þótt fólk beri ekki subbu- skapinn á borð né fari með hann í sjónvarpið. Diskaturnar eldhúsvasksins eru eins og í skrítlum. Skyldi óþefurinn af uppsöfnuðu upp- vaski ekki minnka eðlilega matar- lyst? „Nei, það er búið að skoða mestu matarleifarnar af leir- tauinu. Ég er heldur ekkert smeykur við bakteríur eða ryk- maura; þeir eru alls staðar. Þrír á augabrúninni núna; takk fyrir að minna mig á það,“ segir Birgir og skellir upp úr. Birgir á í fórum sínum þúsund geisladiska, sem hann segir ekk- ert óeðlilegt fyrir tónlistarmenn. „Það hefur tekið mikinn tíma að fara í gegnum diska- og plötusafn- ið. Ég vinsa úr diska sem ég hef ekki hlustað á í tíu ár, en þá ætla ég að selja, gefa eða henda. Nú hef ég tekið 200 diska frá og er byrjaður að raða hinum í stafrófs- röð. Það hefur verið frábærlega gaman. Skerpir á því hver maður er og hvað maður stendur fyrir. Sama á við um húsgögn og hús- muni. Maður þarf að „harmonera“ við eigur sínar og heimili.“ Kærasta Birgis er myndlistar- konan Tinna Ævarsdóttir. Birgir segir hana hinum megin á tiltekt- arkvarðanum og snyrtipinna mik- inn. „Hún hugsar mjög vel um sitt heimili en hefur stundum gaman af því að koma í heimsókn og þótt henni lítist auðvitað ekkert á þetta þá skiptir hún sér ekki af. Maður er eðlilega svolítið feiminn að bjóða fólki heim í draslið en ástandið gefur rétta mynd af mér. Ég finn fyrir tilfinningunni að af- saka mig en nú er um að gera að snúa þróuninni við og gera heimil- ið aðlaðandi.“ Hægt er að sjá hvernig tiltekt- inni miðar á listasafn.is, en þar er bein útsending frá heimili Birgis allan sólarhringinn, allt til 16. janúar 2005. thordis@frettabladid.is Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fékk óvenjulega gjöf á dögunum sem nú hangir fyrir utan skrifstofu hans í Odda. „Á bankaráðsfundi í Seðlabankanum nýlega sagði Eiríkur Guðnason bankastjóri mér að hann hefði verið á ferð á Sænautaseli á Aust- urlandi. Þar hefðu verið til sölu uppþurrkaðar gæsalappir. Hann keypti þær og gaf mér,“ segir Hannes sem er ekki viðkvæmur fyrir gríni um gæsalappir. „Það er um að gera að hafa sem flestar gæsalappir,“ segir Hannes. Í dag kemur út annað bindi ævisögu hans um Halldór Lax- ness og verður kynnt á blaða- mannafundi. Hannes gefur í skyn að fleiri fréttir verði af bókum en þessari einu. „Það getur vel verið að það sé að koma út bók eftir mig erlendis, sem ég stend að ásamt öðrum,“ segir hann en neitar að ræða þau mál frekar. „Við sjáum til,“ segir hann. Þetta annað bindi ævisögu Lax- ness er 616 blaðsíður og kemur út hjá Bókafélaginu en ekki Al- menna bókafélaginu eins og fyrsta bindið. „Það var ekkert mál að skipta um útgefanda, það var allt gert í góðu,“ segir Hannes sem er að jafna sig eftir upp- skurð. Hann segist ekki sjá neitt að því að tvær bækur um Halldór Laxness komi út fyrir þessi jól. „Það er bara af hinu góða og ég held að þær styðji hvor aðra.“ Hann segist ekkert óttast að missa niður sölu vegna bókar Halldórs Guðmundssonar, sem hann segir vera góða bók. „Ég var svo sem ekkert að skrifa mína bók fyrir söluna. Ég skrifaði hana fyrir lesendur,“ segir Hannes sem lofar því að uppljóstranir séu í verkinu. ■ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ...fá Neytendasamtökin fyrir að hvetja fólk til að safna saman nótum vegna bensínkaupa frá ol- íufélögunum síðan 1991. Samtök- in ætla að reka hugsanleg skaða- bótamál fyrir einstaklinga sem vilja í skaðabótamál vegna verð- samráðsins. HRÓSIÐ Fókus fylgir DV í dag Bent buffar sig upp Heimtar hásæt i rappsins DRASLARINN BIRGIR ÖRN THORODDSEN Viðurkennir óreiðuna og segist draslari en finnst nú tími til kominn að gera nýju íbúðina sína heimilislega og aðlaðandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Lárétt: 2 skýjamyndun, 6 bókaforlag, 8 stefna, 9 liðinn leiðtogi, 11 ekki, 12 gramur, 14 útlenskt, 16 algeng skammstöfun, 17 for, 18 reið, 20 kyrrð, 21 skot. Lóðrétt: 1 lappa, 3 tveir eins, 4 kröftugur, 5 óhreinki, 7 kylfa, 10 skelfing, 13 bandaríkin, 15 traðkaði, 16 töf, 19 í röð. Lausn. Lárétt: 2tása, 6ab, 8átt, 9maó, 11ei, 12argur, 14enskt, 16hf, 17aur, 18ill, 20ró, 21kimi. Lóðrétt: 1 sama, 3áá, 4sterkur, 5ati, 7barefli, 10ógn, 13usa, 15tróð, 16 hik, 19lm. HANNES HÓM- STEINN GISSURAR- SON Líf hans hefur að miklu leyti snúist um gæsalappir, eða skort á þeim, síðast- liðið ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Hannes fékk gæsalappir að gjöf » FA S T U R » PUNKTUR Langir treflar sem hanga niður fyrir mjaðmir erugríðarlega vinsælir núna. Helst mega þeir vera lit- ríkir og tóna skemmtilega við litinn á jakkanum eða úlpunni. Það er fátt meira kúl en að labba um í vetrarvindinum og láta fallegan trefil flaksa um sig. Net fyrir andlitinu. Hver hefur ekki séð nýja myndbandiðmeð Gwen Stefani? Hver er svalari en hún? Mjög fáir. Þar spókar hún sig um í fyndnum múnderingum og oftar en ekki með smekklegan gamaldags hatt á höfðinu og net hangandi fyrir andlitið. Netið er einnig vinsælt á tískupöllum sem og í tískuþáttum í helstu tískublöðunum. Upplagt fyrir áramótin! Það er flott að fjölmenna á kvikmyndahátíðir og „öðru-vísi myndir“ í kvikmyndahúsum. Best er að reyna að forðast hinar týpísku Hollywood-myndir því oftar en ekki skilja þær lítið eftir sig. Góðar anti-Hollywood myndir eru t.d. Coffee and Cigarettes, hin klassíska La Vita e Bella, Amélie, ítalska myndin Respiro, City of God, japanska teiknimyndin Spirited Away, Monsoon Wedding, Jalla Jalla, Crouching Tiger Hidden Dragon og fleiri og fleiri. Kjötfars er einhver furðuleg kjötstappa sem virkar örlít-ið eins og tekið hafi verið innvolsið úr pulsu og því hrært saman við brjósk og önnur leiðindi. Þetta er ekki boðlegt fólki. Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvað er í þessu, gæti verið hvaða kjöt sem er. Auk þess getur ekki mögulega verið að þetta sé hollt fyrir líkamann. Geisladiskastandar eru sennilega vinsælasta augnaógeð íheimi. Það virðist sem hvert einasta heimili sé með a.m.k. einn afspyrnu ljótan og illa hannaðan geisladiskastand inni í stofu. Oft eru þeir skrítnir í laginu og eiga að vera hrika- lega frumlega hannaðir til dæmis í sikk sakk formi eða í formi kalls og geisladiskunum er stungið í magann á honum. Jólastress er eitthvað sem allir ættu að forðastsem heitan eldinn. Hver þarf fimmtán sortir af smákökum þegar vinnutími og annir gefa ekki færi á því? Jólin felast í því að vera með vinum og ætt- ingjum, jafnvel í húsi sem er ekki búið að sótt- hreinsa og þrífa fyrir jólin. Slakið frekar á um jólin heldur en að vera að stressast í að þrífa og baka. INNI ÚTI BIRGIR ÖRN THORODDSEN: TEKUR TIL Í DRASLINU HEIMA FYRIR AUGUM ALÞJÓÐAR Alltaf verið dálítill draslari 86-87 (66-67) aftasta 9.12.2004 20:14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.