Fréttablaðið - 21.12.2004, Page 11

Fréttablaðið - 21.12.2004, Page 11
11ÞRIÐJUDAGUR 21. desember 2004 SJÓMANNI BJARGAÐ Ástralskt varðskip á þúsunda sjómílna sigl- ingu fyrir höndum með dauðveikan sjó- mann innanborðs. Ævintýraleg björgun: Sjómaður sóttur í Suðurhöf BJÖRGUN Lífshættulega veikum, portúgölskum sjómanni var bjargað úr spænskum togara og fluttur í ástralskt varðskip á föstudag. Sjómaðurinn var sóttur í skipið skammt undan Suður- skautslandinu og var þegar haldið með hann áleiðis til Fremantle í Ástralíu. Skipverjar ástralska varðskipsins hafa gefið meðvit- undarlausum sjómanninum blóð. Skipið er væntanlegt í höfn á jóla- dag enda átti það í gær 2000 sjó- mílna (3.700 kílómetra) siglingu til hafnar. ■ Skjalafals: Falsaði kaupverð DÓMSMÁL Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmdur til greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir skjalafals og tollalagabrot. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kem- ur tíu daga fangelsi hennar í stað. Maðurinn falsaði afrit af sölu- tilboði rafmagnsgítars með því að breyta verði gítarsins úr 860 evr- um í 220 og reyndi því að komast hjá rúmlega fimmtán þúsund króna aðflutningsgjöldum. ■ JÓLAVERSLUNIN Óvenjustór hluti jólaverslunarinnar í ár virðist fólginn í því að fólk sé að kaupa sér heilu innréttingarnar og raf- tæki í eldhúsið, að sögn Emils B. Karlssonar hjá Samtökum versl- unar og þjónustu. Samtökin kanna vikulega takt- inn í versluninni og Emil sagði að þetta hefði komið fram í samtöl- um við stjórnendur verslana í gærmorgun. Jafnframt væri stað- fest að jólaverslunin væri að lág- marki 10 prósent umfram það sem verið hefði í fyrra. „Það hefur verið afar blómleg verslun nú á aðventunni í bygg- ingavörum og raftækjum, svo dæmi séu nefnd,“ sagði hann. „Fólk kaupir uppþvottavél, ísskáp og eldavél á einu bretti. Fréttir frá Eurocard um helgina þess efn- is að 35 prósenta aukning hefði verið í kortaverslun með raftæki eiga því sína skýringu. Bygginga- vöruverslanirnar sjá einnig mikla aukningu í sölu. Þá selst mjög mikið af flatskjásjónvörpum.“ Emil benti á að fasteignasala væri mikil um þessar mundir og margir að flytja. Í sumum tilvikum hreinsaði fólk allt út og keypti nýtt. Það virtist því vera að kaupa jóla- gjöf fyrir alla fjölskylduna. -jss STARFSMAÐUR BYKO Mikið hefur borið á að fólk fjárfesti í heilu innréttingunum og raftækjasettunum á aðventunni. Óvenjustór hluti jólaverslunar í ár: Heilu innréttingarnar og raftæki 10-11 20.12.2004 20:40 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.