Fréttablaðið - 30.12.2004, Síða 73

Fréttablaðið - 30.12.2004, Síða 73
FIMMTUDAGUR 30. desember 2004 Sálin Gamlárskvöld: Hliðarsalir: DJ - heitasta R&B músíkin SÓDÓMA - VIP herbergi - takmarkaður aðgangur. Forsala miða á Broadway, verslunum Skífunnar og www.skifan.is. Verð í forsölu 2.500. HÚSIÐ OPNAÐ KL. 24:00 gerir allt vitlaust á stóra sviðinu söngkabarett með frábærum lögum Stuðmanna 29. janúar sýning & þorrablót - 19. febrúar sýning og dansleikur Einvala lið snillinga á sviðinu Þetta er sýning það sem allir vilja sjá! Aðdáendur hljómsveitarinnar Kimono eru væntanlega kátir núna milli jóla og nýárs, því hljómsveitin notar þessa daga til að spila á sam- tals þrennum tónleikum. Í gær- kvöld kom hún fram á Grand Rokk, en í kvöld leggur hún leið sína upp í Breiðholt þar sem hún spilar á tón- leikum fyrir alla aldurshópa í fé- lagsmiðstöðinni Miðbergi ásamt Dys, I Adapt og Tony Blair. Þeir tónleikar hefjast klukkan átta, en klukkan tíu hefjast aðrir tónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem Kimono kemur einnig fram ásamt Curver og Sigga Ármanni. Tónleikarnir í Þjóðleikhúskjall- aranum eru hugsaðir til að kynna útgáfur Tíma og listamanna tengd- um því fyrirtæki. Siggi Ármann var fyrir skemmstu að gefa út tónleikaplötu hjá Tíma. Curver, sem er einn af forsprökkum Tíma, var að gefa út safnplötuna Sær hjá Smekkleysu, og í febrúar er væntanleg hjá Tíma ný plata með Curver og Kimono, sem reyndar er Kimonoplatan Mineur Agressif í nýjum búningi með greinilegum dub-áhrifum. Kimono lýkur svo kvöldinu með blöndu af slögurum og nýju efni sem er væntanlegt á plötu á næsta ári. ■ Listvinafélag Hallgrímskirkju Hátíðarhljómar við áramót Gamlársdag 31. desember 2004 kl. 17:00 Ásgeir H. Steingrímsson, trompet Eiríkur Örn Pálsson, trompet Hörður Áskelsson, orgel Verk eftir Vivaldi, Holloway, Albinoni, Pezel og Bach (Tokkata og fúga í d-moll) Aðgangseyrir : 1.500 kr. Miðasala í Hallgrímskirkju, s.510 1000 KIMONO Þessi spræka hljómsveit spilar á tvennum tónleikum í kvöld, fyrst í Breiðholti með Dys, I Adapt og Tony Blair, síðan í Leikhúskjallaranum ásamt Curver og Sigga Ármanni. ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR Byrja uppi í Breiðholti, enda niðri í Kjallara Fr ét ta bl að ið /P je tu r Hljómsveitin Jagúar heldur fönk- partí á Gauki á Stöng í kvöld ásamt plötusnúðnum Gísla Galdri. Þetta verður síðasta fönkveisla ársins hjá hljómsveitinni Jagúar, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu á þessu ári. Platan „Hello Somebody!“ kom út í nóvember og hefur þegar selst í bílförmum. Hljómsveitin hlaut fimm tilnefningar til Íslensku tón- listarverðlaunanna, þar á meðal fyrir poppplötu ársins 2004. Á tónleikunum í kvöld ætla þeir að leika lög af nýju plötunni sinni í bland við annað stuðefni. Gísli Galdur töfrar síðan fram sannkallaða galdrastemningu með tækjum sínum svo enginn ætti að fara svikinn heim. ■ Síðasta fönk ársins 72-73 (32-33) Slanga 29.12.2004 19:50 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.